„Það er skrítið að vera í gulu og bláu“ Atli Arason skrifar 15. september 2021 20:30 Dagný í baráttu við De Silva í leiknum. Vísir/Vilhelm Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var afar ánægð með að vera komin í úrslitaleik bikarkeppninnar í ár eftir 65-60 sigur á Njarðvík í kvöld. „Tilfinningin er mjög góð. Þetta var kannski aðeins meira spennandi en við vorum að vonast til. Þetta var mjög skemmtilegur leikur og mjög góður undirbúningur fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn,“ sagði Dagný í viðtali eftir leik. Dagný telur að Fjölnir eigi mun meira inni miðað við hvað liðið sýndi í þessum leik. „Okkur hefur gengið vel á æfingum og svona. Það eru mikið af hlutum sem við erum að framkvæma á æfingum sem við eigum eftir að fínstilla í leikjum. Það er auðvitað bara eitthvað sem kemur með fleiri leikjum sem við spilum. Ég held að við eigum helling inni og vonandi getum við sýnt það á laugardaginn.“ Dagný var að spila sinn annan leik fyrir Fjölni en hún skipti um félag fyrir þetta keppnistímabil frá uppeldisfélagi sínu Hamri í Hveragerði. Fyrstu dagarnir hennar í Grafarvoginum hafa verið góðir að eigin sögn. „Æðislegt. Það var ótrúlega vel tekið á móti mér, stelpurnar eru frábærar. Stjórnin, þjálfararnir og aðstæðurnar, mér finnst þetta allt geggjað. Það er skrítið að vera í gulu og bláu og allt í einu mætt í bæinn einhvern veginn en þetta er ótrúlega gaman. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ segir Dagný með bros út að eyum. Ásamt því að hafa leikið vel fyrir Hamar á síðasta tímabili þá hefur Dagný eytt talsverðum tíma í Bandaríkjunum í háskólaboltanum þar við góðan orðstír. Sagan segir að mörg félög hafi leitast eftir kröftum Dagnýjar í sumar, Dagný var spurð að því afhverju hún valdi Fjölni. „Það eru margir hlutir sem spila inn í en að mörgu leyti var lokaniðurstaðan bæði þjálfarinn og stelpurnar og svo framtíðarsýn félagsins,“ svaraði Dagný. Varðandi markmið Fjölnis á komandi leiktímabili voru svör Dagnýjar einföld. „Bikar á laugardaginn og svo alla leið í deildinni,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að lokum. Fjölnir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var kannski aðeins meira spennandi en við vorum að vonast til. Þetta var mjög skemmtilegur leikur og mjög góður undirbúningur fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn,“ sagði Dagný í viðtali eftir leik. Dagný telur að Fjölnir eigi mun meira inni miðað við hvað liðið sýndi í þessum leik. „Okkur hefur gengið vel á æfingum og svona. Það eru mikið af hlutum sem við erum að framkvæma á æfingum sem við eigum eftir að fínstilla í leikjum. Það er auðvitað bara eitthvað sem kemur með fleiri leikjum sem við spilum. Ég held að við eigum helling inni og vonandi getum við sýnt það á laugardaginn.“ Dagný var að spila sinn annan leik fyrir Fjölni en hún skipti um félag fyrir þetta keppnistímabil frá uppeldisfélagi sínu Hamri í Hveragerði. Fyrstu dagarnir hennar í Grafarvoginum hafa verið góðir að eigin sögn. „Æðislegt. Það var ótrúlega vel tekið á móti mér, stelpurnar eru frábærar. Stjórnin, þjálfararnir og aðstæðurnar, mér finnst þetta allt geggjað. Það er skrítið að vera í gulu og bláu og allt í einu mætt í bæinn einhvern veginn en þetta er ótrúlega gaman. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ segir Dagný með bros út að eyum. Ásamt því að hafa leikið vel fyrir Hamar á síðasta tímabili þá hefur Dagný eytt talsverðum tíma í Bandaríkjunum í háskólaboltanum þar við góðan orðstír. Sagan segir að mörg félög hafi leitast eftir kröftum Dagnýjar í sumar, Dagný var spurð að því afhverju hún valdi Fjölni. „Það eru margir hlutir sem spila inn í en að mörgu leyti var lokaniðurstaðan bæði þjálfarinn og stelpurnar og svo framtíðarsýn félagsins,“ svaraði Dagný. Varðandi markmið Fjölnis á komandi leiktímabili voru svör Dagnýjar einföld. „Bikar á laugardaginn og svo alla leið í deildinni,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að lokum.
Fjölnir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti