Tæknirisar láta undan þrýstingi Kremlverja og fjarlægja kosningaforrit Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 08:53 Samtök Navalní þróuðu „Snjallkosningu“, forrit sem hjálpar kjósendum að finna frambjóðendur sem geta skákað Sameinuðu Rússlandi. Nú hafa tvö stærstu tæknifyrirtæki heims fjarlægt forritið úr verslunum sínum. Vísir/AP Bæði Google og Apple, tvö af stærstu tæknifyrirtækjum heims, hafa orðið við kröfum rússneskra stjórnvalda og fjarlægt snjallforrit Alexeis Navalní sem átti að hjálpa kjósendum að finna frambjóðendur til að kjósa sem gætu skákað stjórnarflokki Pútín forseta. Þingkosningar hófust í Rússlandi í dag en þær standa yfir í þrjá daga. Stjórnvöld segja að það sé af sóttvarnasjónarmiðum en stjórnarandstaðan óttast að fyrirkomulagið bjóði upp á enn meira svindl en í undanförnum kosningum. Búist er við að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland sem styður Vladímír Pútín forseta beri sigur úr býtum þrátt fyrir að hann hafi aldrei mælst með minna fylgi í skoðanakönnunum en nú. Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hefur síðustu ár hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta ógnað Sameinuðu Rússlandi víða um landið. Rússnesk stjórnvöld kröfðust þess að Google og Apple fjarlægðu snjallforrit Navalní úr forritaverslunum sínum fyrr í þessum mánuði. Að öðrum kosti litu þau svo á að stórfyrirtækin reyndu að skipta sér af kosningunum. „Pólitísk ritskoðun“ Nú hafa bæði fyrirtæki lúffað og fjarlægt snjallforritið. Hvorugt þeirra veitti Reuters-fréttastofunni viðbrögð vegna þeirrar ákvörðunar. Ivan Zhadanov, einn bandamanna Navalní sem er nú í útlegð erlendis, segir að ákvörðun fyrirtækjanna um að fjarlægja forritið jafngildi pólitískri ritskoðun. Rússnesk stjórnvöld höfðu áður bannað Google og rússneskri leitarvél að birta leitarniðurstöður fyrir orðið „snjallkosning“ en það er heitið sem Navalní og félagar gáfu verkefni sínu. Samtök Navalní gegn spillingu voru lýst ólögleg öfgasamtök í sumar. Það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram til þings. Sjálfur situr Navalní í fangelsi vegna máls sem hann fullyrðir að eigi sér pólitískar rætur. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn, fangelsaður eða ofsóttur af lögreglu í aðdraganda kosninganna. Þá hafa stjórnvöld gengið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum sem hafa verið gagnrýnir á Pútín og stjórn hans. Rússland Google Apple Tengdar fréttir Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Þingkosningar hófust í Rússlandi í dag en þær standa yfir í þrjá daga. Stjórnvöld segja að það sé af sóttvarnasjónarmiðum en stjórnarandstaðan óttast að fyrirkomulagið bjóði upp á enn meira svindl en í undanförnum kosningum. Búist er við að stjórnarflokkurinn Sameinað Rússland sem styður Vladímír Pútín forseta beri sigur úr býtum þrátt fyrir að hann hafi aldrei mælst með minna fylgi í skoðanakönnunum en nú. Navalní, helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hefur síðustu ár hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta ógnað Sameinuðu Rússlandi víða um landið. Rússnesk stjórnvöld kröfðust þess að Google og Apple fjarlægðu snjallforrit Navalní úr forritaverslunum sínum fyrr í þessum mánuði. Að öðrum kosti litu þau svo á að stórfyrirtækin reyndu að skipta sér af kosningunum. „Pólitísk ritskoðun“ Nú hafa bæði fyrirtæki lúffað og fjarlægt snjallforritið. Hvorugt þeirra veitti Reuters-fréttastofunni viðbrögð vegna þeirrar ákvörðunar. Ivan Zhadanov, einn bandamanna Navalní sem er nú í útlegð erlendis, segir að ákvörðun fyrirtækjanna um að fjarlægja forritið jafngildi pólitískri ritskoðun. Rússnesk stjórnvöld höfðu áður bannað Google og rússneskri leitarvél að birta leitarniðurstöður fyrir orðið „snjallkosning“ en það er heitið sem Navalní og félagar gáfu verkefni sínu. Samtök Navalní gegn spillingu voru lýst ólögleg öfgasamtök í sumar. Það þýðir að bandamenn Navalní geta ekki boðið sig fram til þings. Sjálfur situr Navalní í fangelsi vegna máls sem hann fullyrðir að eigi sér pólitískar rætur. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn, fangelsaður eða ofsóttur af lögreglu í aðdraganda kosninganna. Þá hafa stjórnvöld gengið hart fram gegn frjálsum fjölmiðlum sem hafa verið gagnrýnir á Pútín og stjórn hans.
Rússland Google Apple Tengdar fréttir Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07
Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34