Fólk spennt fyrir Öskjugosi sem lætur bíða eftir sér Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2021 12:18 Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga. Mynd/Stöð 2. Ólíklegt er að gos hefjist í Öskju á næstu vikum eða mánuðum. Landris á svæðinu gæti þó verið upphafið að langri atburðarás sem endar með gosi. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna landriss í Öskju þar sem talið er að kvika hafi safnast fyrir á um tveggja kílómetra dýpi. Veðurstofan hefur aukið eftirlit sitt með svæðinu. „Við erum alveg búin undir að þetta sé einhver ferill sem gæti tekið lengri tíma. Við sáum það nú með Reykjanesið að innskotavirkni hófst einu og hálfur ári áður en gos hófst,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það má þá ekki búast við að gos hefjist á svæðinu á morgun eða í næstu viku? „Nei, við búumst við því að það verði einhver skýrari merki í aðdraganda goss. En þetta er alveg klárlega atburðarás sem þarf að fylgjast með,“ segir Salóme. Fæst kvikuinnskot ná upp á yfirborð Hún bendir á að langur tími fyrir okkur mennina geti verið mjög stuttur tími á jarðfræðilegum skala. „Þetta er svona með jarðferlin, að þau taka lengri tíma heldur en að við erum kannski með þolinmæði í yfirleitt. Fólk er voða spennt að sjá eitthvað nýtt en þetta tekur oft aðeins lengri tíma.“ Salóme segir þó ólíklegra en ekki að kvikan nái upp á yfirborðið. „Við segjum oft að það sé í svona 90 prósent tilfella að innskot ná ekki á yfirborðið. Og við sáum það nú líka með Reykjanesið að þar voru í rauninni nokkur innskotaferli í gangi og svo endaði það með ganginum sem náði á yfirborðið.“ Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hafði sigið jafnt og þétt frá árinu 1983, þar til það fór skyndilega að rísa í ágúst í ár. Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna landriss í Öskju þar sem talið er að kvika hafi safnast fyrir á um tveggja kílómetra dýpi. Veðurstofan hefur aukið eftirlit sitt með svæðinu. „Við erum alveg búin undir að þetta sé einhver ferill sem gæti tekið lengri tíma. Við sáum það nú með Reykjanesið að innskotavirkni hófst einu og hálfur ári áður en gos hófst,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Það má þá ekki búast við að gos hefjist á svæðinu á morgun eða í næstu viku? „Nei, við búumst við því að það verði einhver skýrari merki í aðdraganda goss. En þetta er alveg klárlega atburðarás sem þarf að fylgjast með,“ segir Salóme. Fæst kvikuinnskot ná upp á yfirborð Hún bendir á að langur tími fyrir okkur mennina geti verið mjög stuttur tími á jarðfræðilegum skala. „Þetta er svona með jarðferlin, að þau taka lengri tíma heldur en að við erum kannski með þolinmæði í yfirleitt. Fólk er voða spennt að sjá eitthvað nýtt en þetta tekur oft aðeins lengri tíma.“ Salóme segir þó ólíklegra en ekki að kvikan nái upp á yfirborðið. „Við segjum oft að það sé í svona 90 prósent tilfella að innskot ná ekki á yfirborðið. Og við sáum það nú líka með Reykjanesið að þar voru í rauninni nokkur innskotaferli í gangi og svo endaði það með ganginum sem náði á yfirborðið.“ Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hafði sigið jafnt og þétt frá árinu 1983, þar til það fór skyndilega að rísa í ágúst í ár.
Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Sjá meira
Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. 4. september 2021 19:00
Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58