Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 19:27 Þórarinn Einarsson er búsettur á La Palma. Carlota Manuela Martin Fuentes/AP Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. „Ég get ekki séð á umferð að fólk sé að flýja, ég held að það sé frekar bara í hina áttina, alveg eins og á Íslandi. Þegar það er eldgos á Íslandi flykkjast menn bara að gosstöðvunum, getur líka vel verið þannig hér á La Palma líka,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Samkvæmt frétt Reuters hafa yfirvöld á La Palma þó varað fólk við því að fara nærri eldgosinu. „Farið ekki nálægt hraunflæðinu undir neinum kringumstæðum,“ segja þau. Pollrólegur yfir stöðunni Þórarinn segist ekki hafa miklar áhyggjur af eldgosinu. „Já, ég er nú yfirleitt rólegur og það er lítið gagn af því að vera að panikka. Ég ætla nú bara að halda ró minni og vona það besta. Ég á nú pantað flug á fimmtudaginn, aldeilis óviss hvort að því verði frestað. Það væntanlega veltur á næstu dögum, hvort þetta eldgos verði stærra,“ segir hann. Flugsamgöngur til og frá La Palma ganga sinn vanagang sem stendur. Hann segist þó ekki fylgjast mjög vel með fréttum en að hann fylgist með gosinu frá útsýnisstað í nálægð við heimili hans. Nú sé eldfjallið sveipað skýjahulu svo lítið sé að sjá í augnablikinu. „Mér var í rauninn bara sagt frá því. Í gær voru fréttir af litlum jarðskjálftum en ég átti ekkert von, eftir mína reynslu á Íslandi, að það kæmi bara strax gos. Þannig að það kom vissulega á óvart,“ segir Þórarinn aðspurður hvenær hann hefði orðið gossins var. Ekki vitað af Íslendingum í hættu Þórarinn býr á La Palma ásamt þremur dætrum sínum og hann segist vita af einni íslenskri konu sem býr á eynni. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi í dag að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins. Eldgos og jarðhræringar Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Ég get ekki séð á umferð að fólk sé að flýja, ég held að það sé frekar bara í hina áttina, alveg eins og á Íslandi. Þegar það er eldgos á Íslandi flykkjast menn bara að gosstöðvunum, getur líka vel verið þannig hér á La Palma líka,“ segir Þórarinn í samtali við fréttastofu. Samkvæmt frétt Reuters hafa yfirvöld á La Palma þó varað fólk við því að fara nærri eldgosinu. „Farið ekki nálægt hraunflæðinu undir neinum kringumstæðum,“ segja þau. Pollrólegur yfir stöðunni Þórarinn segist ekki hafa miklar áhyggjur af eldgosinu. „Já, ég er nú yfirleitt rólegur og það er lítið gagn af því að vera að panikka. Ég ætla nú bara að halda ró minni og vona það besta. Ég á nú pantað flug á fimmtudaginn, aldeilis óviss hvort að því verði frestað. Það væntanlega veltur á næstu dögum, hvort þetta eldgos verði stærra,“ segir hann. Flugsamgöngur til og frá La Palma ganga sinn vanagang sem stendur. Hann segist þó ekki fylgjast mjög vel með fréttum en að hann fylgist með gosinu frá útsýnisstað í nálægð við heimili hans. Nú sé eldfjallið sveipað skýjahulu svo lítið sé að sjá í augnablikinu. „Mér var í rauninn bara sagt frá því. Í gær voru fréttir af litlum jarðskjálftum en ég átti ekkert von, eftir mína reynslu á Íslandi, að það kæmi bara strax gos. Þannig að það kom vissulega á óvart,“ segir Þórarinn aðspurður hvenær hann hefði orðið gossins var. Ekki vitað af Íslendingum í hættu Þórarinn býr á La Palma ásamt þremur dætrum sínum og hann segist vita af einni íslenskri konu sem býr á eynni. Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi í dag að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins.
Eldgos og jarðhræringar Spánn Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40