Aftakaveður í kortum á kjördag Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2021 11:44 Björn Leví telur val á kjördegi enga tilviljun, þá séu líkur á vondu veðri verlegar og nú líti allt út fyrir að sú verði raunin. Hann telur slæma kjörsókn henta valdhöfum ákaflega vel. vísir/vilhelm Veðurútlit fyrir kjördag, laugardaginn 25. september, er afleitt. Á hádegi verður ausandi rigning og hávaða rok, um og í kringum tuttugu metrar á sekúndu. Og ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á kjörsókn. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á vakt vill reyndar setja fyrirvara við spá svo langt fram í tímann. „Við skulum aðeins bíða og sjá,“ segir Haraldur og bendir á að spáin verði orðin marktækari strax á morgun. „Þá fer maður að trúa þessu betur.“ Ekki er kræsilegt að ganga til kosninga í veðri sem þessu.skjáskot af vef veðurstofunnar Og þessi spá sem fyrirliggjandi er sé reyndar þannig að veður verst um hádegi. Strax seinna um daginn fer að sljákka í veðurhami. „En þetta verður spennandi að sjá,“ segir Haraldur sem telur engan vafa á leika að verði þessi staðan mun það koma niður á kjörsókn. Björn Leví, þingmaður Pírata, segist hafa varað við því að þessi staða gæti komið upp í þingræðu þegar dagsetningin fyrir kosningar var valin. „Rökin fyrir því að velja þessa dagsetningu en ekki seinni dagsetningu voru að þetta gæti sloppið áður en veður yrði slæmt. Ýmis dæmi eru um ansi slæmt veður fyrr í september þannig að þau rök duga skammt. Kosningardagsetningin 25. september, rétt rúmum mánuði fyrr en þær óvæntu kosningar sem við upplifðum 2016 og 2017, er upplýst val ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví þá. Og nú sýni veðurspá nákvæmlega hver vandinn sé við að hafa kosningar að hausti til. „En vilji ríkisstjórnar til að sitja á valdastólum tók yfir allt annað.“ Björn Leví gerir þetta að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segist þar vitaskuld vonast til að svona verði þetta ekki. „En höfum það á hreinu að það er veðmál þessarar ríkisstjórnar að hafa þetta svona - og lýðræðið liggur einfaldlega undir. Það eru líkur á því að færri mæti á kjörstað sem er alltaf slæmt,“ segir Björn Leví sem vill hvetja fólk á kjörstað nú þegar og skila utankjörstaðaatkvæði sínu. Veður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á vakt vill reyndar setja fyrirvara við spá svo langt fram í tímann. „Við skulum aðeins bíða og sjá,“ segir Haraldur og bendir á að spáin verði orðin marktækari strax á morgun. „Þá fer maður að trúa þessu betur.“ Ekki er kræsilegt að ganga til kosninga í veðri sem þessu.skjáskot af vef veðurstofunnar Og þessi spá sem fyrirliggjandi er sé reyndar þannig að veður verst um hádegi. Strax seinna um daginn fer að sljákka í veðurhami. „En þetta verður spennandi að sjá,“ segir Haraldur sem telur engan vafa á leika að verði þessi staðan mun það koma niður á kjörsókn. Björn Leví, þingmaður Pírata, segist hafa varað við því að þessi staða gæti komið upp í þingræðu þegar dagsetningin fyrir kosningar var valin. „Rökin fyrir því að velja þessa dagsetningu en ekki seinni dagsetningu voru að þetta gæti sloppið áður en veður yrði slæmt. Ýmis dæmi eru um ansi slæmt veður fyrr í september þannig að þau rök duga skammt. Kosningardagsetningin 25. september, rétt rúmum mánuði fyrr en þær óvæntu kosningar sem við upplifðum 2016 og 2017, er upplýst val ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví þá. Og nú sýni veðurspá nákvæmlega hver vandinn sé við að hafa kosningar að hausti til. „En vilji ríkisstjórnar til að sitja á valdastólum tók yfir allt annað.“ Björn Leví gerir þetta að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segist þar vitaskuld vonast til að svona verði þetta ekki. „En höfum það á hreinu að það er veðmál þessarar ríkisstjórnar að hafa þetta svona - og lýðræðið liggur einfaldlega undir. Það eru líkur á því að færri mæti á kjörstað sem er alltaf slæmt,“ segir Björn Leví sem vill hvetja fólk á kjörstað nú þegar og skila utankjörstaðaatkvæði sínu.
Veður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira