Leikur kvöldsins var einkar þægilegur fyrir heimamenn í Napoli. Victor Osimhen kom Napoli yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Rétt rúmum tíu mínútum síðar tvöfaldaði Amir Rrahmani forystuna og staðan því 2-0 er flautað var til hálfleiks.
Miðvörðurinn Kalidou Koulibaly skoraði þriðja mark leiksins á 52. mínútu og staðan því 3-0 þangað til Hirving Lozano setti kremið á kökuna með fjórða marki Napoli þegar sex mínútur lifðu leiks.
Lokatölur 4-0 og Napoli fór þar með upp fyrir Mílanó-liðin tvö á toppi töflunnar.