Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2021 21:24 Glódís Perla Viggósdóttir hafði góðar gætur á Vivianne Miedema í leiknum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Mér fannst leikurinn frekar jafn framan af í fyrr hálfleik,“ sagði Glódís að leik loknum. „Mér fannst við oft vera að gera vel og koma okkur í flottar stöður. Við hefðum getað nýtt þær betur og þá hefðum við fengið aðeins öðruvísi mynd á leikinn.“ „Mér finnst þetta mark sem að þær skora bara ekki nógu gott hjá okkur. Ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta er, en þær eru að fá að tengja eina eða tvær sendingar fyrir utan teiginn hjá okkur og við þurfum bara að stíga inn í þær og vera mættar fyrr.“ „Annað markið sem þær skora drepur síðan bara aðeins leikinn. Frábært mark, en mér finnst við samt sem áður ekki vera eins langt frá þeim og við höfum kannski verið áður.“ Glódís segist vera mjög stolt af liðinu, en að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur. Við erum að koma okkur í flottar stöður úti á köntunum og Sveindís og Agla María eru oft að gera frábærlega í einn á einn stöðu sem þær eru að vinna. Við þurfum bara að klára þetta betur.“ „En eins og ég segi þá er ég mjög stolt af liðinu. Við erum að hlaupa og reyna allt til að koma í veg fyrir þeirra leik. Eins og var búið að tala um fyrir leik þá eru þær með frábært lið og frábæra leikmenn. Það eru allir að leggja sig 100 prósent fram þannig að við getum ekki beðið um mikið meira en það.“ Glódís segir að þó að það sé gaman að spila á móti einu besta liði heims geti liðið líke dregið mikinn lærdóm úr leiknum. „Þetta er náttúrulega bara gaman getur maður sagt. Þetta eru bestu leimennirnir og maður vill spila á móti þeim. En það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum unnið.“ „Við vorum búnar að tala um það fyrir leik að reyna að koma boltanum upp í svæði þegar að við vinnum hann og reyna að halda honum þar. Mér finnst við ná því lengi vel. Svo töpum við því aðeins og þá fara þær að ýta okkur rosalega aftarlega. Það er eitthvað sem að við getum klárlega lært af og það er margt jákvætt líka. Klippa: Viðtal við Glódísi Perlu Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Sjá meira
„Mér fannst leikurinn frekar jafn framan af í fyrr hálfleik,“ sagði Glódís að leik loknum. „Mér fannst við oft vera að gera vel og koma okkur í flottar stöður. Við hefðum getað nýtt þær betur og þá hefðum við fengið aðeins öðruvísi mynd á leikinn.“ „Mér finnst þetta mark sem að þær skora bara ekki nógu gott hjá okkur. Ég man ekki nákvæmlega hvernig þetta er, en þær eru að fá að tengja eina eða tvær sendingar fyrir utan teiginn hjá okkur og við þurfum bara að stíga inn í þær og vera mættar fyrr.“ „Annað markið sem þær skora drepur síðan bara aðeins leikinn. Frábært mark, en mér finnst við samt sem áður ekki vera eins langt frá þeim og við höfum kannski verið áður.“ Glódís segist vera mjög stolt af liðinu, en að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur. Við erum að koma okkur í flottar stöður úti á köntunum og Sveindís og Agla María eru oft að gera frábærlega í einn á einn stöðu sem þær eru að vinna. Við þurfum bara að klára þetta betur.“ „En eins og ég segi þá er ég mjög stolt af liðinu. Við erum að hlaupa og reyna allt til að koma í veg fyrir þeirra leik. Eins og var búið að tala um fyrir leik þá eru þær með frábært lið og frábæra leikmenn. Það eru allir að leggja sig 100 prósent fram þannig að við getum ekki beðið um mikið meira en það.“ Glódís segir að þó að það sé gaman að spila á móti einu besta liði heims geti liðið líke dregið mikinn lærdóm úr leiknum. „Þetta er náttúrulega bara gaman getur maður sagt. Þetta eru bestu leimennirnir og maður vill spila á móti þeim. En það hefði verið skemmtilegra ef við hefðum unnið.“ „Við vorum búnar að tala um það fyrir leik að reyna að koma boltanum upp í svæði þegar að við vinnum hann og reyna að halda honum þar. Mér finnst við ná því lengi vel. Svo töpum við því aðeins og þá fara þær að ýta okkur rosalega aftarlega. Það er eitthvað sem að við getum klárlega lært af og það er margt jákvætt líka. Klippa: Viðtal við Glódísi Perlu
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Í beinni: Aston Villa - Chelsea | Áhugaverður slagur á Villa Park Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26