Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2021 22:44 Trausti Ágústsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða, var með þrjár rútur við Dynjanda. Arnar Halldórsson Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af fossinum en ef kosið yrði um fegursta náttúrudjásn Vestfjarða kæmi vart á óvart ef Dynjandi skoraði hæst. Frá Dynjanda í Arnarfirði.Arnar Halldórsson Fyrir fáum árum hefðu menn þó búist við því að sjá þar tómt bílastæði um miðjan septembermánuð fremur en fjölda ferðamanna og rútubíla í röðum. Með rútunum kom hópur þýskra ferðamanna af skemmtiferðaskipi frá Ísafirði. Leiðsögumaður hópsins, söngkonan Sibylle Köll, segir í fínasta lagi að skoða landið um þetta leyti árs, þótt kominn sé smákuldi í loftið. Sibylle Köll leiðsögumaður kom með þýskan ferðamannahóp að Dynjanda.Arnar Halldórsson En hvernig upplifa ferðamennirnir fossinn og Vestfirði? „Þeim finnst þetta magnað, yfirleitt. Allir þessir fossar og krafturinn, náttúrukrafturinn og allt saman,“ segir Sibylle Köll. Ferðamenn upplifa stærð Dynjanda.Arnar Halldórsson Eigandi rútubílanna, Trausti Ágústsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða, segir tímabilið hafa lengst. „Maður hefur verið með þetta í svona þrjá, þrjá og hálfan mánuð. Nú er þetta komið í fimm.“ Og þakkar einkum Dýrafjarðargöngum. Svona birtist Dýrafjörður þegar ekið er út úr nýju jarðgöngunum, sem leystu af Hrafnseyrarheiði.Arnar Halldórsson „Að miklu leyti samgöngum og Dýrafjarðargöngum, já. Og þegar verður búið að byggja upp þennan veg hérna rétt hjá okkur þá er kominn bara draumur að geta farið Vestfjarðahringinn. Og þá erum við komin í alvöru ferðamennsku,“ segir Trausti. Sibylle segir að þýski ferðahópurinn hafi daginn áður verið í Dimmuborgum við Mývatn. „Og þar voru haustlitirnir komnir og bara ofboðslega fallegt,“ segir Sibylle. Frá veginum um Dynjandisheiði. Einbreið brú með holum beggja vegna og óhreinir bílaleigubílar.Arnar Halldórsson Trausta rútubílstjóra dreymir um heilsársferðamennsku á Vestfjörðum. „Við eigum kannski tíu ár í það, ef stjórnvöld verða okkur hliðholl í vegakerfinu.“ -Óttastu að þetta verði allt skorið niður eftir kosningar? „Ég óttast það. Ég óttast það,“ svarar framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Tengdar fréttir Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir af fossinum en ef kosið yrði um fegursta náttúrudjásn Vestfjarða kæmi vart á óvart ef Dynjandi skoraði hæst. Frá Dynjanda í Arnarfirði.Arnar Halldórsson Fyrir fáum árum hefðu menn þó búist við því að sjá þar tómt bílastæði um miðjan septembermánuð fremur en fjölda ferðamanna og rútubíla í röðum. Með rútunum kom hópur þýskra ferðamanna af skemmtiferðaskipi frá Ísafirði. Leiðsögumaður hópsins, söngkonan Sibylle Köll, segir í fínasta lagi að skoða landið um þetta leyti árs, þótt kominn sé smákuldi í loftið. Sibylle Köll leiðsögumaður kom með þýskan ferðamannahóp að Dynjanda.Arnar Halldórsson En hvernig upplifa ferðamennirnir fossinn og Vestfirði? „Þeim finnst þetta magnað, yfirleitt. Allir þessir fossar og krafturinn, náttúrukrafturinn og allt saman,“ segir Sibylle Köll. Ferðamenn upplifa stærð Dynjanda.Arnar Halldórsson Eigandi rútubílanna, Trausti Ágústsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða, segir tímabilið hafa lengst. „Maður hefur verið með þetta í svona þrjá, þrjá og hálfan mánuð. Nú er þetta komið í fimm.“ Og þakkar einkum Dýrafjarðargöngum. Svona birtist Dýrafjörður þegar ekið er út úr nýju jarðgöngunum, sem leystu af Hrafnseyrarheiði.Arnar Halldórsson „Að miklu leyti samgöngum og Dýrafjarðargöngum, já. Og þegar verður búið að byggja upp þennan veg hérna rétt hjá okkur þá er kominn bara draumur að geta farið Vestfjarðahringinn. Og þá erum við komin í alvöru ferðamennsku,“ segir Trausti. Sibylle segir að þýski ferðahópurinn hafi daginn áður verið í Dimmuborgum við Mývatn. „Og þar voru haustlitirnir komnir og bara ofboðslega fallegt,“ segir Sibylle. Frá veginum um Dynjandisheiði. Einbreið brú með holum beggja vegna og óhreinir bílaleigubílar.Arnar Halldórsson Trausta rútubílstjóra dreymir um heilsársferðamennsku á Vestfjörðum. „Við eigum kannski tíu ár í það, ef stjórnvöld verða okkur hliðholl í vegakerfinu.“ -Óttastu að þetta verði allt skorið niður eftir kosningar? „Ég óttast það. Ég óttast það,“ svarar framkvæmdastjóri Vestfirskra ævintýraferða. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Ferðamennska á Íslandi Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Tengdar fréttir Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11 Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11
Dynjandisheiði ekki í útboð á þessu ári vegna fjárskorts Vegagerðin hefur fallið frá því að bjóða út stærsta áfanga nýs vegar yfir Dynjandisheiði í sumar þar sem ekki eru til peningar í verkið. Áformað er þó að bjóða út næsta áfanga vegagerðar um Gufudalssveit í haust. 24. júní 2021 22:11
Nýi sunnudagsbíltúrinn að fossinum Dynjanda Vestfirðingar eru að uppgötva fossinn Dynjanda á nýjan hátt, eftir að Dýrafjarðargöng voru opnuð. Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að það sé orðinn nýi sunnudagsbíltúrinn að aka að fossinum. 10. desember 2020 22:04