Kynna reglur um stöðluð hleðslutengi fyrir snjallsíma Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 12:21 Lightning-hleðslusnúra frá Apple (t.v.) og USB-C hleðslusnúra (t.h.). Verði tillaga framkvæmdastjórnar ESB að lögum heyrir sú fyrrnefnda sögunni til og öll færanleg raftæki yrðu með USB-C tengi. Vísir/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti frumvarp að lögum sem myndu skikka framleiðendur snjallsíma til að nota staðlað hleðslutengi fyrir þá. Tæknirisinn Apple hefur þráast við að nota sömu tengi og samkeppnisaðilar hans. Með reglunum þyrftu allir snjallsíma að vera með svonefndu USB-C hleðslutengi. Margir framleiðendur nota þess konar tengi nú þegar. Apple hefur fram að þessu notað eigin tengi sem. Nýjustu gerðum Apple-tækja fylgja þó snúrur sem hægt er að stinga í USB-C tengi. Fyrir Evrópusambandinu vakir ekki aðeins að einfalda líf milljóna neytenda þannig að þeir þurfi ekki lengur að passa upp á fjölda mismunandi hleðslusnúra fyrir mismunandi raftæki heldur vill það draga úr stórfelldum raftækjaúrgangi. Samkvæmt gögnum framkvæmdastjórnarinnar á meðalmanneskjan í Evrópu að minnsta kosti þrjár hleðslusnúrur og notar tvær þeirra reglulega. Meira en þriðjungur segist ekki hafa getað hlaðið símann sinn að minnsta kosti einu sinni vegna þess að hann fann ekki réttu hleðslusnúruna, að sögn AP-fréttastofunnar. Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar ESB, segir að lögunum sé ætlað að binda enda á sölu á hleðslusnúrum sem ýmist virka ekki fyrir öll tæki eða eru ónauðsynlegar. „Með tillögu okkar geta evrópskir neytendur notað sömu hleðslusnúru með öllum færanlegum raftækjum, mikilvægt skref til að auka þægindi og draga úr sóun,“ segir Breton. Evrópuþingið á enn eftir að fjalla um tillöguna. Verði hún að lögum í Evrópu væri hægt að nota sömu hleðslusnúruna til að hlaða snjallsíma, spjaldtölvur, stafrænar myndavélar, vasaleikjatölvur og heyrnartól. Evrópusambandið Apple Tækni Neytendur Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Með reglunum þyrftu allir snjallsíma að vera með svonefndu USB-C hleðslutengi. Margir framleiðendur nota þess konar tengi nú þegar. Apple hefur fram að þessu notað eigin tengi sem. Nýjustu gerðum Apple-tækja fylgja þó snúrur sem hægt er að stinga í USB-C tengi. Fyrir Evrópusambandinu vakir ekki aðeins að einfalda líf milljóna neytenda þannig að þeir þurfi ekki lengur að passa upp á fjölda mismunandi hleðslusnúra fyrir mismunandi raftæki heldur vill það draga úr stórfelldum raftækjaúrgangi. Samkvæmt gögnum framkvæmdastjórnarinnar á meðalmanneskjan í Evrópu að minnsta kosti þrjár hleðslusnúrur og notar tvær þeirra reglulega. Meira en þriðjungur segist ekki hafa getað hlaðið símann sinn að minnsta kosti einu sinni vegna þess að hann fann ekki réttu hleðslusnúruna, að sögn AP-fréttastofunnar. Thierry Breton, framkvæmdastjóri innri markaðar ESB, segir að lögunum sé ætlað að binda enda á sölu á hleðslusnúrum sem ýmist virka ekki fyrir öll tæki eða eru ónauðsynlegar. „Með tillögu okkar geta evrópskir neytendur notað sömu hleðslusnúru með öllum færanlegum raftækjum, mikilvægt skref til að auka þægindi og draga úr sóun,“ segir Breton. Evrópuþingið á enn eftir að fjalla um tillöguna. Verði hún að lögum í Evrópu væri hægt að nota sömu hleðslusnúruna til að hlaða snjallsíma, spjaldtölvur, stafrænar myndavélar, vasaleikjatölvur og heyrnartól.
Evrópusambandið Apple Tækni Neytendur Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira