„Já, fínt“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 09:40 Brynjar er dottinn út af þingi. Hann segir að rétttrúnaðurinn hafi fengið á lúðurinn og stóri tapari kosninganna séu kompaníin sem sjá um skoðanakannanir. Sjálfstæðisflokkurinn. Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður er dottinn út af þingi þrátt fyrir að hans lið, Sjálfstæðisflokkurinn, teljist meðal óvíræðra sigurvegara kosninganna. Vísir vakti Brynjar nú í morgunsárið með þessum ótíðindum. Óhætt er að segja að staðið hafi tæpt hvort Brynjar næði kjöri enda var hann inn og út af þingi í alla nótt. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sextán þingmenn kjörna en sautjánda þingmann vantaði átta atkvæði til að fella sjötta þingmann Pírata, hina ungu Lenyu Rún Taha Karim. Hefði flokkurinn því fengið 136 atkvæði í viðbót á landsvísu þá hefði jöfnunarþingmaðurinn fallið þeirra megin en ekki Pírata. „Er Birgir [Ármannsson] inni?“ spurði Brynjar í svefnrofunum. Og þegar honum var sagt að svo væri sagði hann, já fínt. Það er regla fyrir því. Birgir er alltaf inni.“ Stjórnarandstaðan máttlaus og léleg Brynjar segist ekki vita hvað taki við. Segir að það verði farið yfir það allt í rólegheitunum. Við spurningunni hvort það sé ekki sérkennilegt að vera í sigurliðinu en sitja sjálfur eftir með sárt ennið gefur Brynjar ekkert út á það. „Æji, ég veit það ekki. Er ekki allt í lagi að fara að gera eitthvað annað? Ég held að það sé ágætt að fara að breyta um kúrs. Framtíð þjóðarinnar stendur ekki og fellur með mér.“ Brynjar og Diljá voru í banastuði á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í gær. Þá var Brynjar inni og vildi meira. Brynjar segist pollrólegur og nú komi nýir tímar. Hann hafi fallið út vegna þess að Ásmundur Einar Daðason hafi reynst svo sterkur í kosningunum en Framsóknarflokkurinn, sem hafði engan mann í Reykjavík norður, fær tvo þingmenn kjörna nú. Almennt um niðurstöðuna segist Brynjar alltaf hafa haft þetta á tilfinningunni að niðurstaðan gæti orðið á þessa leið. „Að menn væru ekki að fara að flykkja sér um þessa stjórnarandstöðu. Hún var svo máttlaus og léleg. En auðvitað, kom mér á óvart þetta með Flokk fólksins en ekki þetta með Sósíalistana. Ég hafði alltaf tilfinningu fyrir því að Sósíalistarnir næðu ekki fimm prósentum.“ Þeir voru líka buffaðir rækilega á lokasprettinum, meðal annars af þér? „Þeir fóru bara langt fram úr sér, sárlasið fólk sem hefur verið í dái í fimmtíu ár,“ segir Brynjar og vísar til sósíalismans sem kenningar. „Nei, það kom mér ekki á óvart en ég hafði ekki tilfinningu fyrir því að Flokkur fólksins fengi svona mikið.“ Rétthugsunarfólkið fékk á lúðurinn Niðurstöður kosninganna voru ekki í neinu samræmi við það sem áður hafði verið spáð? „Taparar kvöldsins eru kompaníin sem gera skoðanakannanir,“ segir Brynjar. Og nefnir að þau hjá Samfylkingunni hljóti að vera í sjokki. „Þau héldu að þau væru á svakalegri uppleið.“ Liggur ekki fyrir að kjósendur almennt eru að hafna þessu því sem kallað hefur verið rétttrúnaður? „Þeir eru alla vega að hafna vinstri stjórn. Það er hluti að þessu líka. Ég vonast til þess að það sé aðeins verið að gefa þessu rétthugsunarfólki svolítið á lúðurinn.“ Brynjar segir að þeir flokkar sem nú fara flatt hafi einmitt tekið að sér að hýsa það fyrirbæri. „Heldur betur. Og þetta er heldur ekki trúverðugt fólk, finnst mér. Ég óttaðist að unga fólkið væri að henda sér á þetta en það hefur ekki gert það.“ Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ónákvæmni gætti í lestri blaðamanns á reiknilíkani fréttastofu. Áður stóð að Sjálfstæðisflokkuurinn hefði aðeins þurft átta atkvæði á landsvísu til að Brynjar kæmist á þing. Beðist er velvirðingar á þessari ónákvæmni. Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Vísir vakti Brynjar nú í morgunsárið með þessum ótíðindum. Óhætt er að segja að staðið hafi tæpt hvort Brynjar næði kjöri enda var hann inn og út af þingi í alla nótt. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sextán þingmenn kjörna en sautjánda þingmann vantaði átta atkvæði til að fella sjötta þingmann Pírata, hina ungu Lenyu Rún Taha Karim. Hefði flokkurinn því fengið 136 atkvæði í viðbót á landsvísu þá hefði jöfnunarþingmaðurinn fallið þeirra megin en ekki Pírata. „Er Birgir [Ármannsson] inni?“ spurði Brynjar í svefnrofunum. Og þegar honum var sagt að svo væri sagði hann, já fínt. Það er regla fyrir því. Birgir er alltaf inni.“ Stjórnarandstaðan máttlaus og léleg Brynjar segist ekki vita hvað taki við. Segir að það verði farið yfir það allt í rólegheitunum. Við spurningunni hvort það sé ekki sérkennilegt að vera í sigurliðinu en sitja sjálfur eftir með sárt ennið gefur Brynjar ekkert út á það. „Æji, ég veit það ekki. Er ekki allt í lagi að fara að gera eitthvað annað? Ég held að það sé ágætt að fara að breyta um kúrs. Framtíð þjóðarinnar stendur ekki og fellur með mér.“ Brynjar og Diljá voru í banastuði á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins í gær. Þá var Brynjar inni og vildi meira. Brynjar segist pollrólegur og nú komi nýir tímar. Hann hafi fallið út vegna þess að Ásmundur Einar Daðason hafi reynst svo sterkur í kosningunum en Framsóknarflokkurinn, sem hafði engan mann í Reykjavík norður, fær tvo þingmenn kjörna nú. Almennt um niðurstöðuna segist Brynjar alltaf hafa haft þetta á tilfinningunni að niðurstaðan gæti orðið á þessa leið. „Að menn væru ekki að fara að flykkja sér um þessa stjórnarandstöðu. Hún var svo máttlaus og léleg. En auðvitað, kom mér á óvart þetta með Flokk fólksins en ekki þetta með Sósíalistana. Ég hafði alltaf tilfinningu fyrir því að Sósíalistarnir næðu ekki fimm prósentum.“ Þeir voru líka buffaðir rækilega á lokasprettinum, meðal annars af þér? „Þeir fóru bara langt fram úr sér, sárlasið fólk sem hefur verið í dái í fimmtíu ár,“ segir Brynjar og vísar til sósíalismans sem kenningar. „Nei, það kom mér ekki á óvart en ég hafði ekki tilfinningu fyrir því að Flokkur fólksins fengi svona mikið.“ Rétthugsunarfólkið fékk á lúðurinn Niðurstöður kosninganna voru ekki í neinu samræmi við það sem áður hafði verið spáð? „Taparar kvöldsins eru kompaníin sem gera skoðanakannanir,“ segir Brynjar. Og nefnir að þau hjá Samfylkingunni hljóti að vera í sjokki. „Þau héldu að þau væru á svakalegri uppleið.“ Liggur ekki fyrir að kjósendur almennt eru að hafna þessu því sem kallað hefur verið rétttrúnaður? „Þeir eru alla vega að hafna vinstri stjórn. Það er hluti að þessu líka. Ég vonast til þess að það sé aðeins verið að gefa þessu rétthugsunarfólki svolítið á lúðurinn.“ Brynjar segir að þeir flokkar sem nú fara flatt hafi einmitt tekið að sér að hýsa það fyrirbæri. „Heldur betur. Og þetta er heldur ekki trúverðugt fólk, finnst mér. Ég óttaðist að unga fólkið væri að henda sér á þetta en það hefur ekki gert það.“ Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ónákvæmni gætti í lestri blaðamanns á reiknilíkani fréttastofu. Áður stóð að Sjálfstæðisflokkuurinn hefði aðeins þurft átta atkvæði á landsvísu til að Brynjar kæmist á þing. Beðist er velvirðingar á þessari ónákvæmni.
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Tengdar fréttir Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Lokatölur úr Reykjavík norður: Ásmundur Einar þingmaður í Reykjavík Ásmundur Einar Daðason er nýr þingmaður Reykvíkinga eftir eftir stórbætingu flokksins frá því í kosningunum fyrir fjórum árum. Framsókn fékk 5,3 prósenta fylgi í kjördæminu fyrir fjórum árum en 12,3 prósent í ár. Um er að ræða langþráðan þingmann flokksins í kjördæminu. Píratar náðu tveimur mönnum inn á þing í kjördæminu. 26. september 2021 04:55