Bíó og sjónvarp

Íslandsheimsókn Will Smith í sýnishorni fyrir nýja þætti

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Will Smith segist stíga inn í óttann sinn í þessum nýju þáttum.
Will Smith segist stíga inn í óttann sinn í þessum nýju þáttum. Getty/Disney+

Í fyrstu stiklunni fyrir þættina Welcome to Earth má sjá brot af ferðalagi leikarans Will Smith á Íslandi. Um er að ræða National Geographic ferðaþætti sem sýndir verða á Disney+ streymisveitunni í desember.

Í þáttunum skoðar leikarinn stórkostlega staði um allan heim og fer langt út fyrir þægindarammann sinn í klettaklifri, köfun og alls konar öðrum áskorunum. Á Íslandi skoðar hann meðal annars virkt eldfjall, gengur á jökul, fer á kajak í straumharðri á og fleira skemmtilegt.  Vefurinn Kvikmyndir.is sagði fyrst frá.

Við sögðum frá því þegar Stuðlagil var lokað almenningi 28. og 29. ágúst á síðasta ári. Kvikmyndatökulið þáttanna hafði tekið það á leigu og í klippunni hér fyrir neðan má sjá Will Smith spóka sig í Stuðlagili og náttúruperlum víðar um heim. 

Kvikmyndagerðarmaðurinn Darren Aronofsky gerir þættina en hann leikstýrði myndinni Noah sem var tekin upp að hluta til á Íslandi. Aronofsky hefur látið sig umhverfisvernd á Íslandi varða, studdi meðal annars Náttúruverndarsamtök Íslands og kom að stórtónleikunum Stopp! Gætum garðsins árið 2014.


Tengdar fréttir

Stórleikstjóri styður Náttúruverndarsamtök Íslands

Ástæðan fyrir því að leikstjórinn ákvað að styðja við bakið á samtökunum er sú að hann vildi meðal annars vega upp á móti náttúruraski sem urður við upptökur á stórmyndinni Noah hér á landi síðasta sumar.

„Ríkisstjórnin með úrelt gildi“

Björk Guðmundsdóttir gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á blaðamannafundi sem lauk rétt í þessu. Björk heldur tónleika hér á landi 18. mars og kvikmyndin Noah verður heimsfrumsýnd í þágu náttúruverndar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.