Formaður borgarráðs um lokun skotsvæðisins á Álfsnesi: „Við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga“ Þorgils Jónsson skrifar 28. september 2021 19:32 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir segist slegin yfir lokun skotsvæðisins í Álfsnesi. Vinna er þegar hafin til að finna lausn á málinu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra í Reykjavík, segist slegin yfir því að skotæfingasvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi hafi verið lokað fyrirvaralaust í gær. Eins og Vísir greindi frá í gær eru nú 1.500 félagsmenn og þúsundir annarra iðkenda án skotæfingaaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu og þurfa að leita austur á Þorlákshöfn, í Reykjanesbæ eða upp á Akranes til æfinga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti félaginu bréflega að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafi fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum, meðal annars á þeim grundvelli að svæðið, sem skotfélagið hefur haft til afnota frá árinu 2008, sé skipulagt sem hafnar- og iðnaðarsvæði á aðalskipulagi. Þórdís Lóa steig inn í málið á Facebook í dag þar sem hún sagði að borgaryfirvöld þyrftu að bregðast fljótt við. Í samtali við Vísi nú síðdegis sagði Þórdís Lóa að úrskurðurinn kæmi henni mjög á óvart, sérstaklega þar sem heilbrigðisnefnd hefði nýlega framlengt starfsleyfi skotfélagsins. „Við erum búin að vera í góðu samtali við aðila og það hefur verið komið til móts við nágranna meðal annars með því að takmarka opnunartíma og hafa lokað eftir sjö á kvöldin. Það er talsvert bagalegt fyrir þau sem eru að æfa þessa íþrótt því að það er langt að fara ef ætti að stunda æfingar á miðjum degi.“ Hún segir að borgaryfirvöld hafi unnið því að finna lausnir, en það hafi komið verulega á óvart að sett væri út á að skotsvæðið væri á hafnar- og iðnaðarsvæði. „Þetta hvarflaði eiginlega ekki að okkur. Þetta aðalskipulag er gamalt og við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga.“ Hún segir að úrskurðurinn sé sannarlega alvarlegur, en það sama gildi um stöðu þeirra þúsunda sem hafa nýtt sér aðstöðuna á síðustu árum. Þau hafi haft samband við skotfélagið og aðra aðila málsins strax í gær og fundir hafi staðið yfir í dag. Aðspurð hvort komi til greina að breyta skipulagi á svæðinu segir hún að allt kapp verði lagt á að ná góðri lendingu í málið sem fyrst. „Þetta verður allavegana rætt í skipulagsráði á morgun. Svo förum við vonandi að sjá til lands í þessu.“ Reykjavík Skotíþróttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá í gær eru nú 1.500 félagsmenn og þúsundir annarra iðkenda án skotæfingaaðstöðu á höfuðborgarsvæðinu og þurfa að leita austur á Þorlákshöfn, í Reykjanesbæ eða upp á Akranes til æfinga. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tilkynnti félaginu bréflega að Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hafi fellt úr gildi starfsleyfi sem gefið var út í mars síðastliðnum, meðal annars á þeim grundvelli að svæðið, sem skotfélagið hefur haft til afnota frá árinu 2008, sé skipulagt sem hafnar- og iðnaðarsvæði á aðalskipulagi. Þórdís Lóa steig inn í málið á Facebook í dag þar sem hún sagði að borgaryfirvöld þyrftu að bregðast fljótt við. Í samtali við Vísi nú síðdegis sagði Þórdís Lóa að úrskurðurinn kæmi henni mjög á óvart, sérstaklega þar sem heilbrigðisnefnd hefði nýlega framlengt starfsleyfi skotfélagsins. „Við erum búin að vera í góðu samtali við aðila og það hefur verið komið til móts við nágranna meðal annars með því að takmarka opnunartíma og hafa lokað eftir sjö á kvöldin. Það er talsvert bagalegt fyrir þau sem eru að æfa þessa íþrótt því að það er langt að fara ef ætti að stunda æfingar á miðjum degi.“ Hún segir að borgaryfirvöld hafi unnið því að finna lausnir, en það hafi komið verulega á óvart að sett væri út á að skotsvæðið væri á hafnar- og iðnaðarsvæði. „Þetta hvarflaði eiginlega ekki að okkur. Þetta aðalskipulag er gamalt og við höfðum bara ekki hugarflug í að þetta þyrfti að laga.“ Hún segir að úrskurðurinn sé sannarlega alvarlegur, en það sama gildi um stöðu þeirra þúsunda sem hafa nýtt sér aðstöðuna á síðustu árum. Þau hafi haft samband við skotfélagið og aðra aðila málsins strax í gær og fundir hafi staðið yfir í dag. Aðspurð hvort komi til greina að breyta skipulagi á svæðinu segir hún að allt kapp verði lagt á að ná góðri lendingu í málið sem fyrst. „Þetta verður allavegana rætt í skipulagsráði á morgun. Svo förum við vonandi að sjá til lands í þessu.“
Reykjavík Skotíþróttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira