Óbreyttur hraði orkuskipta dugar ekki til Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2021 08:01 Bensínstöð Costco í Garðabæ. Notkun á olíu innanlands drógst mikið saman í kórónuveirufaraldrinum í fyrra. Hún þarf að minnka mun meira á alla næstu árum til þess að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum. Vísir/Vilhelm Jarðefnaeldsneytisnotkun Íslendinga verður ennþá yfir þeim mörkum sem þurfa að nást til að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030. Orkumálastjóri segir að skipuleggja verði orkuskipti núna strax til að markmiðin náist á tilskildum tíma. Dregin er upp mynd af hvernig olíu- og bensínneysla á Íslandi gæti þróast á næstu áratugum í eldsneytisspá orkuspárnefndar Orkustofnunar fyrir árin 2021 til 2060 sem birt var í síðustu viku. Spáð er töluverðum orkuskiptum á tímabilinu. Innlend olíunotkun dragist saman um 87% og millilandanotkun um 18% miðað við árið 2018. Góðu fréttirnar í spánni eru að stofnunin telur að jarðefnaeldsneytisnotkun hafi náð hámarki sínu á Íslandi árið 2018 þegar ferðamenn voru sem fjölmennastir hér á landi. Þá voru rúmlega milljón tonn af olíu seld á landinu, þar af 540 þúsund tonn til innanlandsnotkunar en 485 þúsund til millilandanotkunar, fyrst og fremst flugsamgangna. Eldsneytisnotkunin tók töluverða dýfu þegar kórónuveirufaraldurinn hafði sem mest áhrif á efnahagsumsvif í fyrra. Þá dróst innanlandsnotkun á jarðefnaeldsneyti saman um tólf prósent en millilandanotkunin um heil sjötíu prósent. Spáin gerir ráð fyrir eldsneytisnotkunin aukist nokkuð eftir faraldurinn, aðallega millilandsnotkunin og að hún nái hámarki sínu um 2024 til 2025. Eftir það byrji að draga úr olíunotkun. Innanlandsnotkunin er talin ná hámarki sínu í rétt rúmlega hálfri milljón tonna árið 2022. Árið 2060 verði innanlandsnotkunin komin niður í 73 þúsund tonn. Orkustofnun Enn hundruð þúsundir tonna af olíu í notkun eftir að hlutleysi á að nást Slæmu fréttirnar eru að orkuskiptin gerast of hægt. Orkustofnun telur að til þess að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu um 29% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda miðað við losun ársins 2005 fyrir árið 2030 þurfi innlend olíunotkun að vera komin niður fyrir 400 þúsund tonn á ári fyrir lok þessa áratugar. Í grunneldsneytisspánni, sem miðar við núverandi hraða orkuskipta, er gert ráð fyrir að innlend olíunotkun nemi ennþá 418 þúsund tonnum árið 2030. Auk losunarmarkmiðsins gagnvart Parísarsamkomulaginu hafa íslensk stjórnvöld sett sér markmið um að verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050, banna nýskráningu bensín og dísilfólksbifreiða árið 2030 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Miðað við núverandi gang í orkuskiptum yrðu enn um 276 þúsund tonn af olíu notuð innalands árið 2040 og 164 þúsund tonn árið 2050. Millilandanotkunin stendur nærri því í stað aðeins undir hámarkinu sem var náð árið 2018 og er talin hlaupa á 430-450 þúsund tonnum frá 2040 til 2050. „Núverandi hraði dugar okkur ekki til þess að ná þessum markmiðum,“ segir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, um orkuskiptin og markmið Íslands í loftslagsmálum í samtali við Vísi. Halla Hrund Logadóttir tók við sem orkumálastjóri í sumar.Vísir/Vilhelm Fjarri markmiðum um fjölda nýorkubíla Til viðbótar við grunnspá Orkustofnunar um eldsneytisnotkun leggur hún fram tvær sviðsmyndir þar sem gengið er út frá því að staðið verði við markmið og skuldbindingar í loftslagsmálum. Halla Hrund segir að þessar sviðsmyndir sýni ekki hvernig hægt er að ná markmiðunum heldur aðeins hversu hratt orkuskiptin þurfa að eiga sér stað til þess að svo verði. „Það er stóra spurningin fyrir stjórnvöld, hvernig ætlum við að varða leiðina og tryggja það að við náum þessum árangri?“ segir orkumálastjóri. Innleiðing nýrrar tækni taki alltaf tíma og því þurfi að hugsa strax að því hvernig eigi að skipuleggja hana til að markmiðin náist innan tímarammans sem er gefinn. „Að hugsa núna hvaða innviði þarf að byggja. Hugsa núna hvaða stóru hvata við þurfum að setja í orkuskipti,“ segir Halla Hrund. Eigi loftslagsskuldbindingar Íslands að nást þurfa fólksbílar sem er knúnir vistvænni orku að vera orðnir 130.000 talsins árið 2030. Þeir eru nú rúmlega 16.500. Þá þarf nýorkusendibílum að fjölga úr 518 í 10.000, vörubílum úr tveimur í fimm hundruð og hópferðabílum úr 22 í fimm hundruð á þessum áratug. Mikilvægt að stækka ekki kökuna Í eldsneytisspánni er gert ráð fyrir að nýorkubílar hafi náð 50% hlutdeild nýskráninga einka- og fyrirtækjabifreiða árið 2023, bílaleigubíla fimm árum síðar, hópferða- og sendibíla árið 2031 og vörubifreiða árið 2046. Um 39% nýskráðra fólksbíla það sem af er þessu ári voru raf- eða tengitvinnbílar samkvæmt tölum Samgöngustofu. Halla Hrund segir að hver bensínbíll sem er fluttur inn til viðbótar seinki orkuskiptum þar sem þeir séu stór fjárfesting fyrir fjölskyldur og fyrirtæki. Hvað þá ný fiskiskip eða flugvélar. „Það er svo mikilvægt að passa að við séum ekki að stækka bensín- og dísilbílakökuna því líftími þessara farartækja, sama hvort þau eru á sjó, landi eða flugi er svo langur,“ segir hún. Gert ráð fyrir að meðalakstur hvers bíl dragist saman um þrettán prósent frá 2020 til 2060 vegna breyttra samgönguvenja í eldsneytisspá Orkustofnunar.Vísir/Vilhelm Þurfa að fjárfesta hratt og innleiða nýja tækni jafnóðum Í tveimur bjartsýnni sviðsmyndum Orkustofnunar er innanlandsnotkun olíu komin niður fyrir þau 400 þúsund tonn sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins árið 2030. Í þeim báðum heyrir olíunotkunin sögunni til um miðja öldina. Í þeirri sviðsmynd sem er kölluð „Aukin orkuskipti“ er gengið út frá að orkuskipti í millilandaflugi og þungaflutningum gerist áratugum fyrr en grunnspá gerir ráð fyrir. Millilandaflug þarf að hafa færst að öllu leyti yfir á aðra orkugjafa milli 2035 og 2050 og gert er ráð fyrir að þungabifreiðar skipti um orkugjafa að mestu á milli 2030 og 2040. Gert er ráð fyrir meiri hagvexti en í grunnspá í sviðsmynd sem Orkustofnun nefnir „Græna framtíð“. Ferðamenn verði fleiri og aflamagn meira með tilheyri aukinni orkuþörf. Þá þarf að gera ráð fyrir miklum orkuskiptum milli 2035 og 2050, sérstaklega í millilandaflugi. Orkuskiptum í flugi er á öðrum stað í spánni lýst sem stærstu áskorun næstu þrjátíu ára ef markmið stjórnvalda eiga að nást. Spurð að því hversu raunhæft hún telur að þessar bjartsýnni sviðsmyndir geti orðið að veruleika leggur Halla Hrund áherslu á að fjárfesta þurfi hratt í orkuskiptum í ljósi þess hversu langan tíma það taki að innleiða þau. Þá fleygi tækninni fram. Drægni rafbíla eykst og mun fleiri fararskjótar eru í boði nú en áður eins og rafmagnshjól og hlaupahjól auk þess sem fjárfest sé í almenningssamgögnum eins og Borgarlínu. „Ef við setjum fjármagn í að innleiða hlutina núna og setjum í samhengi við hversu örar tæknibreytingar eru þá eigum við séns,“ segir Halla Hrund. Jafnvel á sviðum sem eru lítt þróuð nú eins og í flugi séu miklar breytingar í kortunum. Íslendingar þurfi að fylgjast vel með og innleiða nýja tækni jafnóðum. Þar skipti máli að leggja aukið fé í Orkusjóð sem styrkir aðgerðir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sá sjóður hafi nýst vel í hitaveituvæðingu landsins og hann nýtist nú til að styrkja uppbyggingu hleðslustöðva fyrir rafbíla og annarra innviða fyrir orkuskipti. Bensín og olía Loftslagsmál Bílar Fréttir af flugi Orkumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Dregin er upp mynd af hvernig olíu- og bensínneysla á Íslandi gæti þróast á næstu áratugum í eldsneytisspá orkuspárnefndar Orkustofnunar fyrir árin 2021 til 2060 sem birt var í síðustu viku. Spáð er töluverðum orkuskiptum á tímabilinu. Innlend olíunotkun dragist saman um 87% og millilandanotkun um 18% miðað við árið 2018. Góðu fréttirnar í spánni eru að stofnunin telur að jarðefnaeldsneytisnotkun hafi náð hámarki sínu á Íslandi árið 2018 þegar ferðamenn voru sem fjölmennastir hér á landi. Þá voru rúmlega milljón tonn af olíu seld á landinu, þar af 540 þúsund tonn til innanlandsnotkunar en 485 þúsund til millilandanotkunar, fyrst og fremst flugsamgangna. Eldsneytisnotkunin tók töluverða dýfu þegar kórónuveirufaraldurinn hafði sem mest áhrif á efnahagsumsvif í fyrra. Þá dróst innanlandsnotkun á jarðefnaeldsneyti saman um tólf prósent en millilandanotkunin um heil sjötíu prósent. Spáin gerir ráð fyrir eldsneytisnotkunin aukist nokkuð eftir faraldurinn, aðallega millilandsnotkunin og að hún nái hámarki sínu um 2024 til 2025. Eftir það byrji að draga úr olíunotkun. Innanlandsnotkunin er talin ná hámarki sínu í rétt rúmlega hálfri milljón tonna árið 2022. Árið 2060 verði innanlandsnotkunin komin niður í 73 þúsund tonn. Orkustofnun Enn hundruð þúsundir tonna af olíu í notkun eftir að hlutleysi á að nást Slæmu fréttirnar eru að orkuskiptin gerast of hægt. Orkustofnun telur að til þess að Ísland geti staðið við núverandi skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu um 29% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda miðað við losun ársins 2005 fyrir árið 2030 þurfi innlend olíunotkun að vera komin niður fyrir 400 þúsund tonn á ári fyrir lok þessa áratugar. Í grunneldsneytisspánni, sem miðar við núverandi hraða orkuskipta, er gert ráð fyrir að innlend olíunotkun nemi ennþá 418 þúsund tonnum árið 2030. Auk losunarmarkmiðsins gagnvart Parísarsamkomulaginu hafa íslensk stjórnvöld sett sér markmið um að verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050, banna nýskráningu bensín og dísilfólksbifreiða árið 2030 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Miðað við núverandi gang í orkuskiptum yrðu enn um 276 þúsund tonn af olíu notuð innalands árið 2040 og 164 þúsund tonn árið 2050. Millilandanotkunin stendur nærri því í stað aðeins undir hámarkinu sem var náð árið 2018 og er talin hlaupa á 430-450 þúsund tonnum frá 2040 til 2050. „Núverandi hraði dugar okkur ekki til þess að ná þessum markmiðum,“ segir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri, um orkuskiptin og markmið Íslands í loftslagsmálum í samtali við Vísi. Halla Hrund Logadóttir tók við sem orkumálastjóri í sumar.Vísir/Vilhelm Fjarri markmiðum um fjölda nýorkubíla Til viðbótar við grunnspá Orkustofnunar um eldsneytisnotkun leggur hún fram tvær sviðsmyndir þar sem gengið er út frá því að staðið verði við markmið og skuldbindingar í loftslagsmálum. Halla Hrund segir að þessar sviðsmyndir sýni ekki hvernig hægt er að ná markmiðunum heldur aðeins hversu hratt orkuskiptin þurfa að eiga sér stað til þess að svo verði. „Það er stóra spurningin fyrir stjórnvöld, hvernig ætlum við að varða leiðina og tryggja það að við náum þessum árangri?“ segir orkumálastjóri. Innleiðing nýrrar tækni taki alltaf tíma og því þurfi að hugsa strax að því hvernig eigi að skipuleggja hana til að markmiðin náist innan tímarammans sem er gefinn. „Að hugsa núna hvaða innviði þarf að byggja. Hugsa núna hvaða stóru hvata við þurfum að setja í orkuskipti,“ segir Halla Hrund. Eigi loftslagsskuldbindingar Íslands að nást þurfa fólksbílar sem er knúnir vistvænni orku að vera orðnir 130.000 talsins árið 2030. Þeir eru nú rúmlega 16.500. Þá þarf nýorkusendibílum að fjölga úr 518 í 10.000, vörubílum úr tveimur í fimm hundruð og hópferðabílum úr 22 í fimm hundruð á þessum áratug. Mikilvægt að stækka ekki kökuna Í eldsneytisspánni er gert ráð fyrir að nýorkubílar hafi náð 50% hlutdeild nýskráninga einka- og fyrirtækjabifreiða árið 2023, bílaleigubíla fimm árum síðar, hópferða- og sendibíla árið 2031 og vörubifreiða árið 2046. Um 39% nýskráðra fólksbíla það sem af er þessu ári voru raf- eða tengitvinnbílar samkvæmt tölum Samgöngustofu. Halla Hrund segir að hver bensínbíll sem er fluttur inn til viðbótar seinki orkuskiptum þar sem þeir séu stór fjárfesting fyrir fjölskyldur og fyrirtæki. Hvað þá ný fiskiskip eða flugvélar. „Það er svo mikilvægt að passa að við séum ekki að stækka bensín- og dísilbílakökuna því líftími þessara farartækja, sama hvort þau eru á sjó, landi eða flugi er svo langur,“ segir hún. Gert ráð fyrir að meðalakstur hvers bíl dragist saman um þrettán prósent frá 2020 til 2060 vegna breyttra samgönguvenja í eldsneytisspá Orkustofnunar.Vísir/Vilhelm Þurfa að fjárfesta hratt og innleiða nýja tækni jafnóðum Í tveimur bjartsýnni sviðsmyndum Orkustofnunar er innanlandsnotkun olíu komin niður fyrir þau 400 þúsund tonn sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins árið 2030. Í þeim báðum heyrir olíunotkunin sögunni til um miðja öldina. Í þeirri sviðsmynd sem er kölluð „Aukin orkuskipti“ er gengið út frá að orkuskipti í millilandaflugi og þungaflutningum gerist áratugum fyrr en grunnspá gerir ráð fyrir. Millilandaflug þarf að hafa færst að öllu leyti yfir á aðra orkugjafa milli 2035 og 2050 og gert er ráð fyrir að þungabifreiðar skipti um orkugjafa að mestu á milli 2030 og 2040. Gert er ráð fyrir meiri hagvexti en í grunnspá í sviðsmynd sem Orkustofnun nefnir „Græna framtíð“. Ferðamenn verði fleiri og aflamagn meira með tilheyri aukinni orkuþörf. Þá þarf að gera ráð fyrir miklum orkuskiptum milli 2035 og 2050, sérstaklega í millilandaflugi. Orkuskiptum í flugi er á öðrum stað í spánni lýst sem stærstu áskorun næstu þrjátíu ára ef markmið stjórnvalda eiga að nást. Spurð að því hversu raunhæft hún telur að þessar bjartsýnni sviðsmyndir geti orðið að veruleika leggur Halla Hrund áherslu á að fjárfesta þurfi hratt í orkuskiptum í ljósi þess hversu langan tíma það taki að innleiða þau. Þá fleygi tækninni fram. Drægni rafbíla eykst og mun fleiri fararskjótar eru í boði nú en áður eins og rafmagnshjól og hlaupahjól auk þess sem fjárfest sé í almenningssamgögnum eins og Borgarlínu. „Ef við setjum fjármagn í að innleiða hlutina núna og setjum í samhengi við hversu örar tæknibreytingar eru þá eigum við séns,“ segir Halla Hrund. Jafnvel á sviðum sem eru lítt þróuð nú eins og í flugi séu miklar breytingar í kortunum. Íslendingar þurfi að fylgjast vel með og innleiða nýja tækni jafnóðum. Þar skipti máli að leggja aukið fé í Orkusjóð sem styrkir aðgerðir til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sá sjóður hafi nýst vel í hitaveituvæðingu landsins og hann nýtist nú til að styrkja uppbyggingu hleðslustöðva fyrir rafbíla og annarra innviða fyrir orkuskipti.
Bensín og olía Loftslagsmál Bílar Fréttir af flugi Orkumál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira