Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2021 13:10 Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði lék síðast með landsliðinu í vináttulandsleikjunum í júní. Getty/Laszlo Szirtesi Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er ekki í hópnum en hann missti af síðustu landsleikjum eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Síðan þá hefur hann hins vegar verið fastamaður í liði Al Arabi. Fimm koma nýir inn Bræðurnir Andri Lucas og Sveinn Aron Guðjohnsen eru báðir í hópnum að þessu sinni. Alls koma fimm nýir inn í hópinn frá síðustu landsleikjum sem voru í byrjun september. Það eru auk Sveins Arons þeir Elías Rafn Ólafsson, Ari Leifsson, Stefán Teitur Þórðarson og Elías Már Ómarsson. Markvörðurinn ungi Elías Rafn kemur inn í stað Hannesar Þórs Halldórssonar sem lagt hefur landsliðstreyjuna á hilluna. Hópur A karla fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022.Our squad for the @FIFAWorldCup qualifiers against Armenia and Liechtenstein.#fyririsland pic.twitter.com/VhRZXGD4aT— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 30, 2021 Kári ekki í hópnum Kári Árnason, sem ætlar að leggja skóna á hilluna í haust en á eftir að spila bikarleik eða bikarleiki með Víkingi áður, er ekki í hópnum. Á meðal annarra sem ekki eru með núna eru Alfreð Finnbogason, Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason, sem allir hafa glímt við meiðsli, auk Arnórs Ingva Traustasonar, Jóns Daða Böðvarssonar, Ragnars Sigurðssonar, Rúnars Más Sigurjónssonar, Arnórs Sigurðssonar og fleiri. Ísland er í erfiðum málum í næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með fjögur stig eftir sex umferðir af tíu. Þýskaland er efst með 15 stig, Armenía með 11, Rúmenía 10, Norður-Makedónía 9 og Liechtenstein neðst með 1 stig. Ísland tapaði 2-0 á útivelli gegn Armeníu í mars en vann svo Liechtenstein 4-1 í sömu ferð. HM 2022 í Katar Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er ekki í hópnum en hann missti af síðustu landsleikjum eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Síðan þá hefur hann hins vegar verið fastamaður í liði Al Arabi. Fimm koma nýir inn Bræðurnir Andri Lucas og Sveinn Aron Guðjohnsen eru báðir í hópnum að þessu sinni. Alls koma fimm nýir inn í hópinn frá síðustu landsleikjum sem voru í byrjun september. Það eru auk Sveins Arons þeir Elías Rafn Ólafsson, Ari Leifsson, Stefán Teitur Þórðarson og Elías Már Ómarsson. Markvörðurinn ungi Elías Rafn kemur inn í stað Hannesar Þórs Halldórssonar sem lagt hefur landsliðstreyjuna á hilluna. Hópur A karla fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022.Our squad for the @FIFAWorldCup qualifiers against Armenia and Liechtenstein.#fyririsland pic.twitter.com/VhRZXGD4aT— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 30, 2021 Kári ekki í hópnum Kári Árnason, sem ætlar að leggja skóna á hilluna í haust en á eftir að spila bikarleik eða bikarleiki með Víkingi áður, er ekki í hópnum. Á meðal annarra sem ekki eru með núna eru Alfreð Finnbogason, Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason, sem allir hafa glímt við meiðsli, auk Arnórs Ingva Traustasonar, Jóns Daða Böðvarssonar, Ragnars Sigurðssonar, Rúnars Más Sigurjónssonar, Arnórs Sigurðssonar og fleiri. Ísland er í erfiðum málum í næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með fjögur stig eftir sex umferðir af tíu. Þýskaland er efst með 15 stig, Armenía með 11, Rúmenía 10, Norður-Makedónía 9 og Liechtenstein neðst með 1 stig. Ísland tapaði 2-0 á útivelli gegn Armeníu í mars en vann svo Liechtenstein 4-1 í sömu ferð.
HM 2022 í Katar Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Salah vonsvikinn og segist líklega á förum Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira