124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 10:17 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vllhelm Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. Hættustig er í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna úrkomu og skriðuhættu auk þess sem að óvissustig hefur verið lýst yfir á Tröllaskaga. Líkt og Vísir sagði frá í morgun hefur verið mikið að gera hjá slökkviliði og björgunarsveitum á Ólafsfirði við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Rigningin hefur verið með mesta móti á Ólafsfirði, eða 124 millimetrar síðasta sólarhring. „Allt sem er komið nálægt 100 millimetrum telst mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er alveg í kringum fjóra millimetra á klukkutíma. Það er náttúrulega ansi mikið.“ Dregið hefur úr úrkomunni og kólnar á morgun Aurskriður hafa fallið í Þingeyjarsveit og var tekin ákvörðun um að rýma fimm bæi í Kinn og Útkinn. Þorsteinn segir að það hafi nú þegar hafi dregið úr úrkomunni. Hins vegar séu gular veðurviðvaranir í gildi á svæðunum til miðnættis, því að hættan á skriðuföllum sé enn fyrir hendi. „Við erum ennþá með þessa yfirvofandi hættu að það geti farið eitthvað af stað þó að það hafi dregið úr úrkomu. Það tekur einhvern tíma fyrir vatnið að sjatna. Við verðum að fylgjast með þessu áfram. Við til öryggis settum úrkomuviðvörunina alveg til miðnættis, þó að það sé engin úrkoma núna til að vara við núna þá er það aðallega afleiðingar hennar,“ segir Þorsteinn. Mögulegt er að veðrið næstu daga muni hjálpa til við að draga úr hættunni sem fylgt hefur úrkomunni. „Það er að kólna aðeins á morgun, það er spurning hvort að það verði ekki til þess að ástandið verði stöðugra. Það er heldur svalara veður og frystir þá í fjöllin þarna.“ Veðurhorfur á landinu Norðan og norðaustan 10-18 m/s, en heldur hvassara við fjöll vestanlands og á Suðausturlandi. Rignir víða um land, en skýjað með köflum og þurrt að mestu suðvestan til. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á SA-landi. Dálítil rigning eða slydda á norðanverðu landinu á morgun, en birtir til syðra og heldur svalara. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él NA-lands, úrkomulaust að kalla NV-til, en austan 8-13 og og skúrir eða dálítil rigning syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst Á miðvikudag: Vaxandi austanátt og þykknar upp, allhvasst eða hvasst og fer að rigna syðst um kvöldið, en annars hægara og þurrt. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Hvöss austlæg átt og rigning víða um land, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir suðaustlæga átt, víða rigningu og milt veður, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Veður Fjallabyggð Þingeyjarsveit Tengdar fréttir „Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02 Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Hættustig er í gildi í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit vegna úrkomu og skriðuhættu auk þess sem að óvissustig hefur verið lýst yfir á Tröllaskaga. Líkt og Vísir sagði frá í morgun hefur verið mikið að gera hjá slökkviliði og björgunarsveitum á Ólafsfirði við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Rigningin hefur verið með mesta móti á Ólafsfirði, eða 124 millimetrar síðasta sólarhring. „Allt sem er komið nálægt 100 millimetrum telst mikið,“ segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Þetta er alveg í kringum fjóra millimetra á klukkutíma. Það er náttúrulega ansi mikið.“ Dregið hefur úr úrkomunni og kólnar á morgun Aurskriður hafa fallið í Þingeyjarsveit og var tekin ákvörðun um að rýma fimm bæi í Kinn og Útkinn. Þorsteinn segir að það hafi nú þegar hafi dregið úr úrkomunni. Hins vegar séu gular veðurviðvaranir í gildi á svæðunum til miðnættis, því að hættan á skriðuföllum sé enn fyrir hendi. „Við erum ennþá með þessa yfirvofandi hættu að það geti farið eitthvað af stað þó að það hafi dregið úr úrkomu. Það tekur einhvern tíma fyrir vatnið að sjatna. Við verðum að fylgjast með þessu áfram. Við til öryggis settum úrkomuviðvörunina alveg til miðnættis, þó að það sé engin úrkoma núna til að vara við núna þá er það aðallega afleiðingar hennar,“ segir Þorsteinn. Mögulegt er að veðrið næstu daga muni hjálpa til við að draga úr hættunni sem fylgt hefur úrkomunni. „Það er að kólna aðeins á morgun, það er spurning hvort að það verði ekki til þess að ástandið verði stöðugra. Það er heldur svalara veður og frystir þá í fjöllin þarna.“ Veðurhorfur á landinu Norðan og norðaustan 10-18 m/s, en heldur hvassara við fjöll vestanlands og á Suðausturlandi. Rignir víða um land, en skýjað með köflum og þurrt að mestu suðvestan til. Hiti 3 til 13 stig, hlýjast á SA-landi. Dálítil rigning eða slydda á norðanverðu landinu á morgun, en birtir til syðra og heldur svalara. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Norðlæg átt, 3-10 m/s og dálítil él NA-lands, úrkomulaust að kalla NV-til, en austan 8-13 og og skúrir eða dálítil rigning syðra. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst Á miðvikudag: Vaxandi austanátt og þykknar upp, allhvasst eða hvasst og fer að rigna syðst um kvöldið, en annars hægara og þurrt. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Hvöss austlæg átt og rigning víða um land, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst. Á föstudag og laugardag: Útlit fyrir suðaustlæga átt, víða rigningu og milt veður, en þurrt að kalla á Norðausturlandi.
Veður Fjallabyggð Þingeyjarsveit Tengdar fréttir „Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02 Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Menn eru búnir að vera í alla nótt að dæla“ Slökkvilið Fjallabyggðar og björgunarsveitir hafa verið að störfum frá því í gærkvöldi á Ólafsfirði vegna úrhellis. Flætt hefur inn í hús í bænum. 3. október 2021 09:02
Rýma sveitabæi í Útkinn vegna úrkomu og skriðuhættu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissutigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. 3. október 2021 07:32