Óhugnanlegt að hlusta á skriðurnar á meðan fjölskyldan var innlyksa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 12:13 Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi. aðsend Bóndi sem varð innlyksa þegar skriður féllu á vegi beggja megin við bæ hennar segir að það hafi verið óhugnalegt að hlusta á aurskriðurnar falla nálægt bænum í gærkvöldi. Fjölskyldan var sótt með þyrlu og bær hennar rýmdur. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. „Mikil upplifun en ekkert sérlega þægilegt“ Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi á bænum Björgum, sem er einn þeirra bæja sem þurfti að rýma, segir að það hafi verið óhugnanlegt að hlusta á skriðuföll nærri bænum í gærkvöldi. „Þetta var svolítið magnað og ótrúleg upplifun að heyra náttúruöflin og drunurnar eins og verstu jarðskjálftar. Þetta var mikil upplifun og ekkert sérlega þægilegt. Þegar líða tók á kvöldið og fór að dimma þá heyrðum við stórar drunur. Við heyrðum skriðurnar í kringum bæinn vera að falla og við vissum ekki hvar. Þá var mér pínu létt þegar það var tekin sú ákvörðun að fara að rýma svæðið,“ sagði Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á bænum Björgum. Flutt með þyrlu af svæðinu Fjölskyldan var flutt með þyrlu til Húsavíkur í gær þar sem þau voru innlyksa eftir að skriður höfðu fallið á vegi. Systir Jónu Bjargar fór að bænum í morgun og hugaði að búfénaði. Jóna segir að ekki sé vitað af neinu tjóni á bænum. „Það er enn hættustig þannig að ég á ekki von á því að við fáum að vera á svæðinu lengi í einu.“ Veginum í Útkinn frá gatnamótum við Norðausturveg hefur verið lokað vegna aurskriðna sem þar hafa fallið. Gular viðvaranir eru í gildi til miðnættis í nótt á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og á Ströndum vegna talsverðrar eða mikillar úrkomu. Veður Eyjafjarðarsveit Akureyri Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Fjallabyggð Hörgársveit Dalvíkurbyggð Svalbarðshreppur Tengdar fréttir 124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. 3. október 2021 10:17 Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2. október 2021 23:44 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi á Tröllaskaga vegna úrkomu á Norðurlandi eystra. Nokkrir sveitabæir í Þingeyjarsveit hafa verið rýmdir vegna úrkomu og skriðuhættu. „Mikil upplifun en ekkert sérlega þægilegt“ Jóna Björg Hlöðversdóttir bóndi á bænum Björgum, sem er einn þeirra bæja sem þurfti að rýma, segir að það hafi verið óhugnanlegt að hlusta á skriðuföll nærri bænum í gærkvöldi. „Þetta var svolítið magnað og ótrúleg upplifun að heyra náttúruöflin og drunurnar eins og verstu jarðskjálftar. Þetta var mikil upplifun og ekkert sérlega þægilegt. Þegar líða tók á kvöldið og fór að dimma þá heyrðum við stórar drunur. Við heyrðum skriðurnar í kringum bæinn vera að falla og við vissum ekki hvar. Þá var mér pínu létt þegar það var tekin sú ákvörðun að fara að rýma svæðið,“ sagði Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi á bænum Björgum. Flutt með þyrlu af svæðinu Fjölskyldan var flutt með þyrlu til Húsavíkur í gær þar sem þau voru innlyksa eftir að skriður höfðu fallið á vegi. Systir Jónu Bjargar fór að bænum í morgun og hugaði að búfénaði. Jóna segir að ekki sé vitað af neinu tjóni á bænum. „Það er enn hættustig þannig að ég á ekki von á því að við fáum að vera á svæðinu lengi í einu.“ Veginum í Útkinn frá gatnamótum við Norðausturveg hefur verið lokað vegna aurskriðna sem þar hafa fallið. Gular viðvaranir eru í gildi til miðnættis í nótt á Norðurlandi eystra, Norðurlandi vestra og á Ströndum vegna talsverðrar eða mikillar úrkomu.
Veður Eyjafjarðarsveit Akureyri Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Fjallabyggð Hörgársveit Dalvíkurbyggð Svalbarðshreppur Tengdar fréttir 124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. 3. október 2021 10:17 Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2. október 2021 23:44 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
124 mm úrkoma á Ólafsfirði:„Allt sem er komið nálægt 100 mm telst mikið“ Úrkoman í Ólafsfirði síðastliðin sólarhring hefur mælst 124 millimetrar sem telst mikið. Dregið hefur úr úrkomu en viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. 3. október 2021 10:17
Almannavarnir funda með Veðurstofu: Gular viðvaranir í gildi á Norðurlandi vegna úrkomu Gefnar hafa verið úr gular viðvaranir fyrir Strandir og Norðurlandland vestra, og Norðurland eystra vegna mikillar úrkomuspár. Viðvaranir tóku gildi klukkan níu í kvöld og gilda til hádegis á morgun. Varað er við auknum líkum á grjót- og aurskriðum. 2. október 2021 23:44