Neitar því að hafa verið að leika símtalið við Koeman þegar hann fagnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2021 14:00 Luis Suarez fagnar marki sínu fyrir Atletico Madrid á móti Barcelona með því að þykjast fara í símann. Getty/David S. Bustamante Luis Suarez var maðurinn á bak við sigur Atletico Madrid á Barcelona í spænsku deildinni um helgina og auðvitað þótti „ekki fagn“ hans senda skýr skilaboð til hans gamla félags. Suarez lagði upp fyrra markið fyrir Thomas Lemar á 23. mínútu og skoraði síðan það seinna sjálfur mínútu fyrir hálfleik. Suarez fagnaði ekki marki sínu beint en þóttist samt vera að tala í símann þegar hann hljóp til baka og horfði um leið upp í stúku á átt að Ronald Koeman, þjálfara Barcelona. Eitt af fyrstu verkum Koeman þegar hann tók við liði Barcelona var að losa sig við Suarez sem fór fyrir lítið til Atletico Madrid. Luis Suarez pretended to be on the phone after scoring against Barcelona last night, with what appeared to be a dig at Ronald Koeman The Atletico striker has now revealed exactly what it meant and fans aren't buying it one bit... https://t.co/nMCGd75pDQ— SPORTbible (@sportbible) October 3, 2021 Á sama tíma og allt hefur gengið á afturfótunum hjá Barcelona liðinu fann Suarez sér frábæran stað í Madrid en liðið varð spænskur meistari á hans fyrsta tímabili þar. Flestir héldu að Suarez væri að vísa í frægt símtal frá Koeman sem tilkynnti honum víst símleiðis að hann vildi ekki hafa hann áfram í Barcelona. Suarez hafnaði því hins vegar í viðtali eftir leikinn. Suarez sagðist þar að hann hafi verið í raun að senda fjölskyldumeðlimum sínum skilaboð en ekki Koeman. „Þetta var fyrir fólkið sem veit að ég er með sama númer svo þeir viti að þau geti áfram náð í mig,“ sagði Luis Suarez við Movistar. „Þetta var eitthvað sem ég hafði ákveðið með krökkunum mínum,“ bætti Suarez við. „Ég var búinn að ákveða það að ef ég skoraði þá ætlaði ég ekki að fagna,“ sagði Suarez en það eina sem hann gerði eftir markið var að þykjast fara í símann. Luis Suarez hefur skorað fjögur mörk í fyrstu átta deildarleikjum en þetta var fyrsti leikur hans með bæði mark og stoðsendingu. Hann skoraði alls 21 mark í 32 deildarleikjum á sínu fyrstu leiktíð eftir að Koeman henti honum í ruslið hjá Barcelona. Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sjá meira
Suarez lagði upp fyrra markið fyrir Thomas Lemar á 23. mínútu og skoraði síðan það seinna sjálfur mínútu fyrir hálfleik. Suarez fagnaði ekki marki sínu beint en þóttist samt vera að tala í símann þegar hann hljóp til baka og horfði um leið upp í stúku á átt að Ronald Koeman, þjálfara Barcelona. Eitt af fyrstu verkum Koeman þegar hann tók við liði Barcelona var að losa sig við Suarez sem fór fyrir lítið til Atletico Madrid. Luis Suarez pretended to be on the phone after scoring against Barcelona last night, with what appeared to be a dig at Ronald Koeman The Atletico striker has now revealed exactly what it meant and fans aren't buying it one bit... https://t.co/nMCGd75pDQ— SPORTbible (@sportbible) October 3, 2021 Á sama tíma og allt hefur gengið á afturfótunum hjá Barcelona liðinu fann Suarez sér frábæran stað í Madrid en liðið varð spænskur meistari á hans fyrsta tímabili þar. Flestir héldu að Suarez væri að vísa í frægt símtal frá Koeman sem tilkynnti honum víst símleiðis að hann vildi ekki hafa hann áfram í Barcelona. Suarez hafnaði því hins vegar í viðtali eftir leikinn. Suarez sagðist þar að hann hafi verið í raun að senda fjölskyldumeðlimum sínum skilaboð en ekki Koeman. „Þetta var fyrir fólkið sem veit að ég er með sama númer svo þeir viti að þau geti áfram náð í mig,“ sagði Luis Suarez við Movistar. „Þetta var eitthvað sem ég hafði ákveðið með krökkunum mínum,“ bætti Suarez við. „Ég var búinn að ákveða það að ef ég skoraði þá ætlaði ég ekki að fagna,“ sagði Suarez en það eina sem hann gerði eftir markið var að þykjast fara í símann. Luis Suarez hefur skorað fjögur mörk í fyrstu átta deildarleikjum en þetta var fyrsti leikur hans með bæði mark og stoðsendingu. Hann skoraði alls 21 mark í 32 deildarleikjum á sínu fyrstu leiktíð eftir að Koeman henti honum í ruslið hjá Barcelona.
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sjá meira