Menning

RAX Augna­blik valinn Menningar­þáttur ársins á Eddunni

Atli Ísleifsson skrifar
Í þáttunum segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, sögurnar á bakvið fjölda þeirra augnablika sem honum hefur tekist að festa á filmu í gegnum árin.
Í þáttunum segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, sögurnar á bakvið fjölda þeirra augnablika sem honum hefur tekist að festa á filmu í gegnum árin. Vísir/Vilhelm

Þátturinn RAX Augnablik vann í gær til Edduverðlauna í flokknum Menningarþáttur ársins.

Þættirnir eru framleiddir af Vísi og Stöð 2 og hófu göngu sína í fyrra. Þeir hafa vakið mikla athygli en í þáttunum segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, sögur á bakvið fjölda þeirra augnablika sem honum hefur tekist að festa á filmu í gegnum árin. Myndirnar sem fjallað er um hafa birst í bókum, fjölmiðlum og á sýningum um allan heim.

Aðrir þættir sem voru tilnefndir sem Menningarþáttur ársins voru Sóttbarnalögin, Framkoma 2, Menningarnótt heima og Spegill spegill.

Teymið á bak við þættina. Tinni Sveinsson, ritstjóri Vísis, Jón Grétar Gissurarson dagskrárgerðarmaður, Friðrik Friðriksson tökumaður, Sylvía Rut Sigfúsdóttir fréttamaður, Ragnar Axelsson ljósmyndari og Einar Geir Ingvarsson hönnuður.Eddan

Alls komu út 35 þættir í fyrstu þáttaröð RAX Augnablika. Hægt er að sjá fyrri þætti á undirsíðu þáttanna hér á Vísi en einnig eru þættirnir aðgengilegir á efnisveitunni Stöð 2+.

Önnur þáttaröð hófst síðan í gær og segir Ragnar í fyrsta þætti frá eftirminnilegri ferð til Mykines í Færeyjum. Færeyjar eru einn af uppáhalds stöðum Ragnars og segir hann að þar sé besta fólk í heiminum. Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan. 

RAX er einn allra fremsti ljósmyndari landsins og margverðlaunaður. Hann hefur myndað marga mikilvæga viðburði Íslandssögunnar og auk þess gefið út fjölda einstakra ljósmyndabóka sem hafa hlotið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis eins og Andlit norðursins, Jöklar og margar fleiri. Hann starfaði um árabil á Morgunblaðinu en gekk til liðs við Vísi á síðasta ári.


Tengdar fréttir

„Maður svaf ekki dúr það var svo mikið brölt á þeim“

„Mykines er svolítið erfið eyja eða hefur verið af því að það voru oft svo miklir straumar í kringum eyjuna. Ég held að hún hafi verið áttatíu og eitthvað daga einhvern tímann út af brimi í kringum eyjuna af því að það komst enginn að henni,“ segir Ragnar Axelsson.

Edduverðlaunin 2021 afhent

Edduverðlaunin 2021, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir voru veitt í kvöld. Annað árið í röð var ákveðið að fresta hátíðarhöldum og voru verðlaunin veitt í sérstökum þætti á RÚV.

Brot fær fimmtán tilnefningar til Eddunnar

Nú hafa allar tilnefningar til Eddunnar verið opinberar en Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×