Arnar: Þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að sjá að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 15:43 Aron Einar Gunnarsson með boltann í leik íslenska landsliðsins á móti Pólverjum í vináttulandsleik. Getty/Mateusz Slodkowski Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, ræddi samskipti sín við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, í aðdraganda að hann valdi nýjasta landsliðshóp sinn en það gerði hann á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í dag. Arnar var spurður sérstaklega út í það sem gekk á í aðdraganda þess að Aron Einar Gunnarsson gaf kost á sér en var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022. Arnar hitti Vöndu á fundi fyrir valið sitt en hún hafði þá ekki tekið við sem formaður sambandsins en var sú eina sem var í kjöri. „Ég flaug til Íslands á þriðjudaginn og Aron Einar tilkynnti okkur það á þriðjudaginn að hann gæfi kost á sér í landsliðið. Við þurftum bara að fá upplýsingar til þess að taka ákvörðun um það hvort við myndum velja Aron eða ekki,“ sagði Arnar Þór. „Ég byrjaði á því að eiga fund með fráfarandi stjórn og svo talaði ég við Vöndu. Ég útskýrði fyrir henni hvaða möguleika við höfðum akkúrat á þeirri stundu. Það vita allir núna hvernig staðan var en á fimmtudaginn var mjög erfitt að útskýra hlutina. Ég held að það skilji það allir núna,“ sagði Arnar Þór. „Það er ekki í okkar verkahring að vera nafngreina fólk og það er ekki í okkar verkahring í raun að vera að vinna í þessum málum alveg eins og það er ekki í ykkar verkahring að vera að nafngreina fólk í svona málum,“ sagði Arnar Þór og skaut þar á blaðamenn hér á landi. „Ég lagði bara spilin á borðið fyrir Vöndu og það hvernig ég sæi hlutina. Þú þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að gera þér grein fyrir að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar Þór. Höfðu orð Vöndu eitthvað vægi í hans ákvörðun? „Hún hafði ekki verið kjörin formaður á þeirri stundu og stjórnin, sem var kosin á laugardaginn, var heldur ekki tekin til starfa. Hún hlustaði á það sem ég hafði að segja,“ sagði Arnar Þór. „Það sem gerðist í síðasta glugga var að Kolbeinn var tekinn út úr hópnum. Það er eitthvað sem þú vilt ekki sem þjálfari,“ sagði Arnar en hann var mjög ósáttur með það í síðasta glugga. „Til þess að geta tekið ákvarðanir þá er oft best að setja sig í spor annarra. Við settum okkur bara í spor nýrrar stjórnar og Vöndu og tókum ákvörðun út frá því sem við fengum að heyra frá fráfarandi stjórn. Það eru krefjandi ákvarðanir sem við þurfum stundum að taka og við tökum þær eftir bestu getu,“ sagði Arnar Þór. HM 2022 í Katar Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira
Arnar var spurður sérstaklega út í það sem gekk á í aðdraganda þess að Aron Einar Gunnarsson gaf kost á sér en var ekki valinn í hópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022. Arnar hitti Vöndu á fundi fyrir valið sitt en hún hafði þá ekki tekið við sem formaður sambandsins en var sú eina sem var í kjöri. „Ég flaug til Íslands á þriðjudaginn og Aron Einar tilkynnti okkur það á þriðjudaginn að hann gæfi kost á sér í landsliðið. Við þurftum bara að fá upplýsingar til þess að taka ákvörðun um það hvort við myndum velja Aron eða ekki,“ sagði Arnar Þór. „Ég byrjaði á því að eiga fund með fráfarandi stjórn og svo talaði ég við Vöndu. Ég útskýrði fyrir henni hvaða möguleika við höfðum akkúrat á þeirri stundu. Það vita allir núna hvernig staðan var en á fimmtudaginn var mjög erfitt að útskýra hlutina. Ég held að það skilji það allir núna,“ sagði Arnar Þór. „Það er ekki í okkar verkahring að vera nafngreina fólk og það er ekki í okkar verkahring í raun að vera að vinna í þessum málum alveg eins og það er ekki í ykkar verkahring að vera að nafngreina fólk í svona málum,“ sagði Arnar Þór og skaut þar á blaðamenn hér á landi. „Ég lagði bara spilin á borðið fyrir Vöndu og það hvernig ég sæi hlutina. Þú þarft ekkert að vinna fyrir NASA til að gera þér grein fyrir að þetta var eina ákvörðunin sem við gátum tekið til að vernda liðið okkar, hópinn og Aron Einar,“ sagði Arnar Þór. Höfðu orð Vöndu eitthvað vægi í hans ákvörðun? „Hún hafði ekki verið kjörin formaður á þeirri stundu og stjórnin, sem var kosin á laugardaginn, var heldur ekki tekin til starfa. Hún hlustaði á það sem ég hafði að segja,“ sagði Arnar Þór. „Það sem gerðist í síðasta glugga var að Kolbeinn var tekinn út úr hópnum. Það er eitthvað sem þú vilt ekki sem þjálfari,“ sagði Arnar en hann var mjög ósáttur með það í síðasta glugga. „Til þess að geta tekið ákvarðanir þá er oft best að setja sig í spor annarra. Við settum okkur bara í spor nýrrar stjórnar og Vöndu og tókum ákvörðun út frá því sem við fengum að heyra frá fráfarandi stjórn. Það eru krefjandi ákvarðanir sem við þurfum stundum að taka og við tökum þær eftir bestu getu,“ sagði Arnar Þór.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sverrir fékk uppáhalds úrslit miðvarðarins Sjá meira