Thomas Müller hetja Þýska­lands

Sindri Sverrisson skrifar
Þessi kom inn af bekknum og tryggði Þýskalandi sigur.
Þessi kom inn af bekknum og tryggði Þýskalandi sigur. Markus Gilliar/Getty Images

Þýskaland vann nauman 2-1 sigur á Rúmeníu í undankeppni HM 2022 í fótbolta í kvöld. Thomas Müller kom Þjóðverjum til bjargar á ögurstundu en gestirnir komust yfir snemma leiks.

Ianis Hagi kom Rúmenum óvænt yfir strax á 9. mínútu leiksins og var það staðan er flautað var til hálfleiks í Þýskalandi í kvöld. Það tók Þýskaland aðeins sjö mínútur að jafna metin í síðari hálfleik, þar var að verki Serge Gnabry eftir sendingu Marco Reus.

Hansi Flick, þjálfari Þýskalands, sendi svo Müller inn af bekknum þegar 22 mínútur lifðu leiks. Sú skipting átti heldur betur eftir að borga sig en hann skoraði sigurmark leiksins á 81. mínútu leiksins, staðan orðin 2-1 Þjóðverjum í vil og reyndust það lokatölur leiksins.

Eftir leiki kvöldsins er Þýskaland á toppi J-riðils með 18 stig að loknum sjö umferðum. Rúmenía er í 4. sæti með 10 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira