Englendingar skoruðu fimm í Andorra

Þægilegt hjá enskum í kvöld.
Þægilegt hjá enskum í kvöld. vísir/Getty

Enska landsliðið í fótbolta átti ekki í neinum vandræðum með Andorra þegar liðin mættust í undankeppni HM í Katar í smáríkinu í kvöld.

Gareth Southgate hóf leik með Harry Kane og Raheem Sterling á varamannabekknum en enska liðið átti ekki í miklum erfiðleikum með að brjóta þétta vörn heimamanna á bak aftur.

Ben Chilwell opnaði markareikninginn á 17.mínútu og Bukayo Saka tvöfaldaði forystuna skömmu fyrir leikhlé.

Í síðari hálfleik voru Tammy Abraham, James Ward Prowse og varamaðurinn Jack Grealish á skotskónum en Ward Prowse fylgdi á eftir vítaspyrnu sem hann sjálfur klúðraði.

Lokatölur 0-5 fyrir Englendingum sem eru taplausir á toppi I-riðils eftir sjö leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira