Innlent

Már tíma­bundið ráðinn for­stöðu­maður lyf­lækninga- og bráða­þjónustu

Þorgils Jónsson skrifar
Már Kristjánsson tekur tímabundið við af Runólfi Pálssyni sem tók tímabundið við af Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur sem tók tímabundið við af Páli Matthíassyni.
Már Kristjánsson tekur tímabundið við af Runólfi Pálssyni sem tók tímabundið við af Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur sem tók tímabundið við af Páli Matthíassyni.

Már Kristjánsson hefur tekið tímabundið við starfi forstöðumanns lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítala.

Már tekur við af Runólfi Pálssyni, sem gegnir tímabundið starfi framkvæmdastjóra meðferðarsviðs spítalans.

Runólfur tók við því starfi af Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, sem gegnir tímabundið starfi forstjóra spítalans eftir að Páll Matthíasson sagði upp störfum á dögunum.

Á heimasíðu Landspítalans segir að Már hafi starfað á Landspítala samfellt frá 1993 og hafi gegnt þar ýmsum stjórnunarstöðum, síðast starfi yfirlæknis smitsjúkdómalækninga og formennsku í farsóttanefnd spítalans.

Hann er auk þess klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×