Henrikh Mkhitaryan: Íslenska liðið átti ekki stigið skilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 21:16 Henrikh Mkhitaryan í baráttu við Birki Bjarnason í leiknum í kvöld. Vísir/Jónína Guðbjörg Armenar voru svekktir með úrslitin á Laugardalsvellinum í kvöld en þeir misstu niður 1-0 forystu og urðu að sætta sig við eitt stig. Það gæti orðið þeim dýrkeypt í baráttu um sæti á HM. „Mér fannst við spila mjög vel, við vorum miklu betri í leiknum og sköpuðum okkur fullt af færum. Okkur vantaði að skora annað markið því þá hefðum við unnið leikinn,“ sagði Henrikh Mkhitaryan, fyrirliði armenska landsliðsins, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Því miður náðum við ekki þessu öðru marki af því að við fengum svo mörg tækifæri til þess að skora það. Svona er fótboltinn, þú nærð ekki að nýta þitt og hitt liðið skorar í staðinn,“ sagði Henrikh sem sá aðeins meiri yfirburði hjá sínum mönnum en flestir sem horfðu á leikinn. „Mér fannst Íslenska liðið ekki eiga stigið skilið en svona er fótboltinn,“ sagði Henrikh. „Ef þú nærð ekki að skora annað mark þá er alltaf hættan á því að fá á sig mark sem varð raunin. Við gerðum okkar besta til að vinna þennan leik og við þurftum á þessum þremur stigum að halda. Í lok leiksins urðu við að sætta okkur við það að fá bara eitt stig,“ sagði Mkhitaryan. Hann sér mikinn mun á leikstíl íslenska landsliðsins miðað við fyrri ár. „Þetta er ekki sama íslenska lið og fyrir tíu árum eða sjö árum. Þá voru þeir bara að reyna langar sendingar og spiluðu með hávaxinn framherja. Mér fannst þetta íslenska lið vera reyna að spila fótbolta með jörðinni, þeir hafa breytt sínum leikstíl og ég óska þeim góðs gengis,“ sagði Mkhitaryan. Hann vildi ekki kvarta of mikið yfir aðstæðunum eða kuldanum. „Ef við hefðum spilað á okkar heimavelli þá hefðum við haft fullt af stuðningsmönnum. Við erum vanir því að spila í kulda því það verður líka kalt í Armeníu. Svona er fótboltinn og við verðum að vera tilbúnir að spila við allar mögulegar aðstæður,“ sagði Mkhitaryan. Klippa: Viðtal við Henrikh Mkhitaryan HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
„Mér fannst við spila mjög vel, við vorum miklu betri í leiknum og sköpuðum okkur fullt af færum. Okkur vantaði að skora annað markið því þá hefðum við unnið leikinn,“ sagði Henrikh Mkhitaryan, fyrirliði armenska landsliðsins, í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. „Því miður náðum við ekki þessu öðru marki af því að við fengum svo mörg tækifæri til þess að skora það. Svona er fótboltinn, þú nærð ekki að nýta þitt og hitt liðið skorar í staðinn,“ sagði Henrikh sem sá aðeins meiri yfirburði hjá sínum mönnum en flestir sem horfðu á leikinn. „Mér fannst Íslenska liðið ekki eiga stigið skilið en svona er fótboltinn,“ sagði Henrikh. „Ef þú nærð ekki að skora annað mark þá er alltaf hættan á því að fá á sig mark sem varð raunin. Við gerðum okkar besta til að vinna þennan leik og við þurftum á þessum þremur stigum að halda. Í lok leiksins urðu við að sætta okkur við það að fá bara eitt stig,“ sagði Mkhitaryan. Hann sér mikinn mun á leikstíl íslenska landsliðsins miðað við fyrri ár. „Þetta er ekki sama íslenska lið og fyrir tíu árum eða sjö árum. Þá voru þeir bara að reyna langar sendingar og spiluðu með hávaxinn framherja. Mér fannst þetta íslenska lið vera reyna að spila fótbolta með jörðinni, þeir hafa breytt sínum leikstíl og ég óska þeim góðs gengis,“ sagði Mkhitaryan. Hann vildi ekki kvarta of mikið yfir aðstæðunum eða kuldanum. „Ef við hefðum spilað á okkar heimavelli þá hefðum við haft fullt af stuðningsmönnum. Við erum vanir því að spila í kulda því það verður líka kalt í Armeníu. Svona er fótboltinn og við verðum að vera tilbúnir að spila við allar mögulegar aðstæður,“ sagði Mkhitaryan. Klippa: Viðtal við Henrikh Mkhitaryan
HM 2022 í Katar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira