



























Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu í undankeppni HM 2022 í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Hér að neðan má sjá myndir sem ljósmyndari Vísis tók á leiknum.
Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld.
Ísak Bergmann Jóhannesson sett nýtt met í kvöld þegar hann jafnaði metin á móti Armeníu í undankeppni HM. Hann er yngsti markaskorari landsliðsins, bæði í landsleik og í keppnisleik.
Íslenska landsliðið var með nýjan markvörð í markinu í kvöld en Elías Rafn Ólafsson fékk þá traustið. Hann náði þó ekki að halda markinu hreinu eins og í síðustu fimm leikjum sínum í dönsku deildinni.
„Ég var mjög ánægður með fyrstu 30-35 mínútur leiksins, í rauninni þangað til þeir skora. Við stjórnuðum leiknum eins og við vildum. Vorum að finna svæðin sem við vildum en það vantaði aðeins upp á tempó í sendingum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, í viðtali eftir 1-1 jafntefli Íslands og Armeníu í kvöld.