Afhentu FBI ríkisleyndarmál í samloku og tyggjópakka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2021 19:50 Í yfirlýsingu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna vegna málsins er að finna lýsingar á meintum brotum hjónanna, sem eru oft á tíðum lyginni líkastar. Kevin Dietsch/Getty Bandarísk hjón hafa verið handtekin og ákærð vegna gruns um njósnir og sölu á leyndarmálum í tengslum við kjarnakljúfa í kafbátum sem bandarísk yfirvöld hafa yfir að ráða. Hjónin töldu sig hafa átt í samskiptum við fulltrúa ríkisstjórnar erlends ríkis, sem var í raun útsendari bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Í tilkynningu sem birtist á vef bandaríska dómsmálaráðuneytisins er að finna reifun á máli hjónanna, hins 42 ára gamla Jonathan Toebbe og hinnar 45 ára gömlu Diönu Toebbe. Lýsingar á því hvernig þau báru sig að við að koma leyndarmálunum til viðsemjanda síns eru ansi skrautlegar, með tilliti til afhendingarmáta þeirra. Jonathan er kjarnorkuverkfræðingur og starfar hjá sjóher Bandaríkjanna. Vegna starfs síns hafði hann aðgang að leynilegum gögnum sem tengdust meðal annars kjarnorkudrifnum skipum sjóhersins. Í dómsgögnum málsins segir að Jonathan hafi, þann 1. apríl á síðasta ári, sent pakka sem stíluð var á ríkisstjórn annars ríkis en Bandaríkjanna, sem innihélt sýnishorn af upplýsingum sem hann byggi yfir, auk leiðbeininga um hvernig hægt væri að komast í samband við hann á leynilegan hátt. Í kjölfarið hafi Jonathan nýst við dulkóðaðan tölvupóst til þess að setja sig í samband við einstakling sem hann taldi vera útsendara umrædds ríkis. Hið rétta var þó að á hinum endanum var leynilegur útsendari FBI. Afhenti gögnin í samloku og tyggjópakka Samskiptin eru sögð hafa staðið í nokkra mánuði, uns Jonathan samþykkti að selja upplýsingarnar í skiptum fyrir tugþúsunda dala virði af rafmyntum. Fyrstu greiðsluna fékk Jonathan í júní á þessu ári, 10.000 dala virði af rafmyntum. Í kjölfarið ferðuðust hann og eiginkona hans til vestur-Virginíu, þar sem Jonathan skildi eftir SD-minniskort innan í hnetusmjörssamloku, sem viðsemjandi hans gæti síðan nálgast, á meðan eiginkona hans stóð vörð. Eftir að hafa náð í kortið sendi FBI-útsendarinn 20.000 dala virði af rafmynt til viðbótar til Jonathans, í skiptum fyrir leiðbeiningar um hvernig hann gæti nálgast upplýsingarnar á kortinu. Þá kom í ljós að á kortinu var að finna háleynilegar upplýsingar í tengslum við kjarnakljúfa í kafbátum bandaríska sjóhersins. Í lok ágúst afhenti Jonathan síðan annað minniskort í austurhluta Virginíu, og ákvað í það skiptið að fela það í tyggjópakka. Í skiptum fyrir 70.000 dala virði af rafmyntum fékk FBI-útsendarinn aðgang að kortinu, sem einnig innihélt upplýsingar um kjarnakljúfa í kafbátum. Hjónin voru handtekin í gær, þegar þau höfðu ferðast á nýjan stað í Vestur-Virginíu, til þess að afhenda útsendaranum þriðja minniskortið. Þau verða leidd fyrir dómara í fyrsta sinn á þriðjudaginn kemur. Bandaríkin Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Í tilkynningu sem birtist á vef bandaríska dómsmálaráðuneytisins er að finna reifun á máli hjónanna, hins 42 ára gamla Jonathan Toebbe og hinnar 45 ára gömlu Diönu Toebbe. Lýsingar á því hvernig þau báru sig að við að koma leyndarmálunum til viðsemjanda síns eru ansi skrautlegar, með tilliti til afhendingarmáta þeirra. Jonathan er kjarnorkuverkfræðingur og starfar hjá sjóher Bandaríkjanna. Vegna starfs síns hafði hann aðgang að leynilegum gögnum sem tengdust meðal annars kjarnorkudrifnum skipum sjóhersins. Í dómsgögnum málsins segir að Jonathan hafi, þann 1. apríl á síðasta ári, sent pakka sem stíluð var á ríkisstjórn annars ríkis en Bandaríkjanna, sem innihélt sýnishorn af upplýsingum sem hann byggi yfir, auk leiðbeininga um hvernig hægt væri að komast í samband við hann á leynilegan hátt. Í kjölfarið hafi Jonathan nýst við dulkóðaðan tölvupóst til þess að setja sig í samband við einstakling sem hann taldi vera útsendara umrædds ríkis. Hið rétta var þó að á hinum endanum var leynilegur útsendari FBI. Afhenti gögnin í samloku og tyggjópakka Samskiptin eru sögð hafa staðið í nokkra mánuði, uns Jonathan samþykkti að selja upplýsingarnar í skiptum fyrir tugþúsunda dala virði af rafmyntum. Fyrstu greiðsluna fékk Jonathan í júní á þessu ári, 10.000 dala virði af rafmyntum. Í kjölfarið ferðuðust hann og eiginkona hans til vestur-Virginíu, þar sem Jonathan skildi eftir SD-minniskort innan í hnetusmjörssamloku, sem viðsemjandi hans gæti síðan nálgast, á meðan eiginkona hans stóð vörð. Eftir að hafa náð í kortið sendi FBI-útsendarinn 20.000 dala virði af rafmynt til viðbótar til Jonathans, í skiptum fyrir leiðbeiningar um hvernig hann gæti nálgast upplýsingarnar á kortinu. Þá kom í ljós að á kortinu var að finna háleynilegar upplýsingar í tengslum við kjarnakljúfa í kafbátum bandaríska sjóhersins. Í lok ágúst afhenti Jonathan síðan annað minniskort í austurhluta Virginíu, og ákvað í það skiptið að fela það í tyggjópakka. Í skiptum fyrir 70.000 dala virði af rafmyntum fékk FBI-útsendarinn aðgang að kortinu, sem einnig innihélt upplýsingar um kjarnakljúfa í kafbátum. Hjónin voru handtekin í gær, þegar þau höfðu ferðast á nýjan stað í Vestur-Virginíu, til þess að afhenda útsendaranum þriðja minniskortið. Þau verða leidd fyrir dómara í fyrsta sinn á þriðjudaginn kemur.
Bandaríkin Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira