Þunnskipaður hópur gegn Liechtenstein í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 07:31 Andri Lucas Guðjohnsen, sem skoraði í sínum fyrsta A-landsleik gegn Norður-Makedóníu í síðasta mánuði, gæti fengið fyrsta tækifæri sitt í byrjunarliði landsliðsins. vísir/Hulda Margrét Ofan á mikil forföll fyrir leiki íslenska karlalandsliðsins í fótbolta nú í október hafa nú bæst leikbönn og frekari forföll eftir 1-1 jafnteflið við Armeníu á föstudag. Þrír leikmenn sem byrjuðu leikinn við Armeníu verða í banni gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, í síðasta heimaleik ársins hjá landsliðinu. Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason fengu báðir gult spjald í uppbótartíma gegn Armeníu, og áður hafði Birkir Már Sævarsson einnig fengið spjald. Allir þrír höfðu fengið gult spjald fyrr í undankeppni HM en tvö gul spjöld í keppninni leiða til eins leiks bann. Leyfilegt er að hafa 23 manna hóp í leikjum í undankeppni HM en útlit er fyrir að íslenski hópurinn telji 20 manns og ekki er víst að þeir verði allir leikfærir. Klippa: Arnar Þór um forföll í íslenska hópnum Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari valdi 25 leikmenn fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein, og kallaði svo Mikael Egil Ellertsson og Daníel Leó Grétarsson inn þegar Jóhann Berg Guðmundsson og Jón Guðni Fjóluson forfölluðust. Enginn hefur verið kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar sem dró sig úr hópnum um helgina. Þá meiddist miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gegn Armeníu og lék ekki seinni hálfleik en mögulega getur hann spilað í kvöld. Mikael Anderson er einnig tæpur eftir leikinn við Armeníu, að sögn Arnars á blaðamannafundi í gær. Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson, sem misstu af leiknum við Armeníu vegna meiðsla, eru hins vegar klárir í slaginn. Mögulegt byrjunarlið Íslands gæti því litið svona út: Elías Rafn Ólafsson - Alfons Sampsted, Hjörtur Hermannsson, Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson - Birkir Bjarnason, Andri Fannar Baldursson, Albert Guðmundsson - Þórir Jóhann Helgason, Andri Lucas Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson. Í hópnum eru einnig: Patrik Sigurður Gunnarsson, Rúnar Alex Rúnarsson, Ari Leifsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Stefán Teitur Þórðarson, Mikael Anderson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Elías Már Ómarsson. HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Guðlaugur Victor gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Liechtenstein Guðlaugur Victor Pálsson dróg sig sjálfur úr landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM þrátt fyrir að landsliðsþjálfararnir hafi viljað halda honum í hópnum. 10. október 2021 13:11 Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30 Umfjöllun: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Sjá meira
Þrír leikmenn sem byrjuðu leikinn við Armeníu verða í banni gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, í síðasta heimaleik ársins hjá landsliðinu. Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason fengu báðir gult spjald í uppbótartíma gegn Armeníu, og áður hafði Birkir Már Sævarsson einnig fengið spjald. Allir þrír höfðu fengið gult spjald fyrr í undankeppni HM en tvö gul spjöld í keppninni leiða til eins leiks bann. Leyfilegt er að hafa 23 manna hóp í leikjum í undankeppni HM en útlit er fyrir að íslenski hópurinn telji 20 manns og ekki er víst að þeir verði allir leikfærir. Klippa: Arnar Þór um forföll í íslenska hópnum Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari valdi 25 leikmenn fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein, og kallaði svo Mikael Egil Ellertsson og Daníel Leó Grétarsson inn þegar Jóhann Berg Guðmundsson og Jón Guðni Fjóluson forfölluðust. Enginn hefur verið kallaður inn í stað Guðlaugs Victors Pálssonar sem dró sig úr hópnum um helgina. Þá meiddist miðvörðurinn Brynjar Ingi Bjarnason gegn Armeníu og lék ekki seinni hálfleik en mögulega getur hann spilað í kvöld. Mikael Anderson er einnig tæpur eftir leikinn við Armeníu, að sögn Arnars á blaðamannafundi í gær. Andri Lucas Guðjohnsen og Andri Fannar Baldursson, sem misstu af leiknum við Armeníu vegna meiðsla, eru hins vegar klárir í slaginn. Mögulegt byrjunarlið Íslands gæti því litið svona út: Elías Rafn Ólafsson - Alfons Sampsted, Hjörtur Hermannsson, Daníel Leó Grétarsson, Guðmundur Þórarinsson - Birkir Bjarnason, Andri Fannar Baldursson, Albert Guðmundsson - Þórir Jóhann Helgason, Andri Lucas Guðjohnsen, Jón Dagur Þorsteinsson. Í hópnum eru einnig: Patrik Sigurður Gunnarsson, Rúnar Alex Rúnarsson, Ari Leifsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Stefán Teitur Þórðarson, Mikael Anderson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Viðar Örn Kjartansson og Elías Már Ómarsson.
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Guðlaugur Victor gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Liechtenstein Guðlaugur Victor Pálsson dróg sig sjálfur úr landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM þrátt fyrir að landsliðsþjálfararnir hafi viljað halda honum í hópnum. 10. október 2021 13:11 Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30 Umfjöllun: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20 Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Dagskráin: Evrópukvöld á Anfield og fjögur fara áfram í Meistaradeildinni Sport Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Sjá meira
Guðlaugur Victor gaf ekki kost á sér í leikinn gegn Liechtenstein Guðlaugur Victor Pálsson dróg sig sjálfur úr landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM þrátt fyrir að landsliðsþjálfararnir hafi viljað halda honum í hópnum. 10. október 2021 13:11
Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn við Liechtenstein Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta sat fyrir svörum ásamt Birki Bjarnasyni, landsliðsmanni, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. 10. október 2021 13:30
Umfjöllun: Ísland - Armenía 1-1 | Ísak bjargaði stigi gegn Armenum Ísland og Armenía skildu jöfn, 1-1, í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. 8. október 2021 21:20