Ekki búinn að spila heilan hálfleik samtals en samt með tvö landsliðsmörk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 10:01 Andri Lucas Guðjohnsen fagnar marki sínu á móti Liechtenstein á Laugardalsvellinum í gær. Vísir/Vilhelm Andri Lucas Guðjohnsen var aftur á skotskónum með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og hefur nú skorað í tveimur mótsleikjum fyrir landsliðið þrátt fyrir að eiga enn eftir að byrja landsleik. Mark Andra Lucasar gladdi marga í gærkvöldi en hann innsiglaði þá 4-0 sigur á Liechtenstein eftir að hafa fengið stoðsendingu frá eldri bróður sínum Sveini Aroni Guðjohnsen. TAKK GUÐJOHNSEN, segir Gunnar Birgisson - Annað landsliðsmark Andra Lucasar og hver annar en bróðir hans Sveinn Aron skallaði boltann á hann. Ísland 4-0 Liechtenstein pic.twitter.com/CbXX8ZD320— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2021 Andri Lucas hafði einnig skorað á móti Norður Makedóníu í síðasta glugga en hann tryggði íslenska liðinu þá jafntefli. Alls hafa landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sett strákinn fjórum sinnum inn á sem varamann undir lok leikja í haust. Í báðum mörkunum hefur þessi nítján ára strákur sýnt að hann er markaskorari af guðs náð. Þessi frammistaða Andra þýðir um leið að hann er ekki búinn að spila heilan hálfleik, þegar kemur að mínútum í landsleikjum, en er samt kominn með tvö A-landsliðsmörk. Alls hefur Andri Lucas spilað í 39 mínútur í þessum fjórum fyrstu landsleikjum sínum. Hann er því með mark á tuttugu mínútna fresti með íslenska landsliðinu. Hann skoraði tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti Norður Makedóníu og það þurfti bara að bíða í níu mínútur eftir að hann kom boltanum í markið á móti Liechtenstein í gær. Faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, skoraði náttúrulega síðasta landsliðsmark sitt í 4-0 sigri á Liechtenstein á Laugardalsvelli í júní 2016. Eiður Smári skoraði sitt annað landsliðsmark á sínum tíma í sinum ellefta landsleik og afinn Arnór Guðjohnsen beið í nítján landsleiki eftir sínu öðru landsliðsmarki. Mínútur hjá Andra Lucasi Guðjohnsen með A-landsliðinu: - 2. september á móti Rúmeníu: 11 mínútur 5. september á móti Norður Makedóníu: 8 mínútur og 1 mark 8. september á móti Þýskalandi: 10 mínútur 11. október á móti Liechtenstein: 10 mínútur og 1 mark - Samtals: 39 mínútur og 2 mörk HM 2022 í Katar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Mark Andra Lucasar gladdi marga í gærkvöldi en hann innsiglaði þá 4-0 sigur á Liechtenstein eftir að hafa fengið stoðsendingu frá eldri bróður sínum Sveini Aroni Guðjohnsen. TAKK GUÐJOHNSEN, segir Gunnar Birgisson - Annað landsliðsmark Andra Lucasar og hver annar en bróðir hans Sveinn Aron skallaði boltann á hann. Ísland 4-0 Liechtenstein pic.twitter.com/CbXX8ZD320— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 11, 2021 Andri Lucas hafði einnig skorað á móti Norður Makedóníu í síðasta glugga en hann tryggði íslenska liðinu þá jafntefli. Alls hafa landsliðsþjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen sett strákinn fjórum sinnum inn á sem varamann undir lok leikja í haust. Í báðum mörkunum hefur þessi nítján ára strákur sýnt að hann er markaskorari af guðs náð. Þessi frammistaða Andra þýðir um leið að hann er ekki búinn að spila heilan hálfleik, þegar kemur að mínútum í landsleikjum, en er samt kominn með tvö A-landsliðsmörk. Alls hefur Andri Lucas spilað í 39 mínútur í þessum fjórum fyrstu landsleikjum sínum. Hann er því með mark á tuttugu mínútna fresti með íslenska landsliðinu. Hann skoraði tveimur mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður á móti Norður Makedóníu og það þurfti bara að bíða í níu mínútur eftir að hann kom boltanum í markið á móti Liechtenstein í gær. Faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, skoraði náttúrulega síðasta landsliðsmark sitt í 4-0 sigri á Liechtenstein á Laugardalsvelli í júní 2016. Eiður Smári skoraði sitt annað landsliðsmark á sínum tíma í sinum ellefta landsleik og afinn Arnór Guðjohnsen beið í nítján landsleiki eftir sínu öðru landsliðsmarki. Mínútur hjá Andra Lucasi Guðjohnsen með A-landsliðinu: - 2. september á móti Rúmeníu: 11 mínútur 5. september á móti Norður Makedóníu: 8 mínútur og 1 mark 8. september á móti Þýskalandi: 10 mínútur 11. október á móti Liechtenstein: 10 mínútur og 1 mark - Samtals: 39 mínútur og 2 mörk
Mínútur hjá Andra Lucasi Guðjohnsen með A-landsliðinu: - 2. september á móti Rúmeníu: 11 mínútur 5. september á móti Norður Makedóníu: 8 mínútur og 1 mark 8. september á móti Þýskalandi: 10 mínútur 11. október á móti Liechtenstein: 10 mínútur og 1 mark - Samtals: 39 mínútur og 2 mörk
HM 2022 í Katar Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira