Sadio Mané mjög ósáttur með að markvörður Chelsea sé ekki tilnefndur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 16:00 Edouard Mendy er hér á undan Sadio Mane í boltann í leik Chelsea og Liverpool. Getty/Simon Stacpoole Framherji Liverpool var mjög reiður fyrir hönd landa síns Édouard Mendy eftir að kom í ljós að markvörður Evrópumeistara Chelsea er ekki tilnefndur til Gullknattar Evrópu. Mané og Mendy voru saman í landsliðsverkefni með Senegal en liðið vann 4-1 sigur á Namibíu í undankeppni HM. Landsliðsmenn Senegal fengu margir spurninguna um þá staðreynd að Mendy sé ekki í hópi þeirra þrjátíu sem er tilnefndar til Gullknattar Evrópu í ár. Sadio Mané on Édouard Mendy | It s inadmissible Liverpool star furious at Chelsea man s omission from Ballon d Or nominee list.https://t.co/nSDx4dzbLg #lfc #cfc— Sport Witness (@Sport_Witness) October 12, 2021 Einn af þeim var Sadio Mané og það stóð ekki á svari hjá Liverpool manninum þótt að Mendy sé leikmaður keppinautanna í Chelsea. „Þetta er ótækt. Ég skil þetta ekki. Þarna voru menn að gera mistök,“ sagði Sadio Mané en franska blaðið Onze Mondial hefur það eftir honum. Édouard Mendy átti mikinn þátt í sigri Chelsea liðsins í Meistaradeildinni en hann hélt meðal annars hreinu í níu af tólf leikjum og einu liðin sem skoruðu mark hjá honum voru Stade Rennais, FC Porto og Real Madrid. Sadio Mane with the Senegal fans pic.twitter.com/irRTbIw37N— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 12, 2021 Mendy var sjálfur ekki eins gagnrýninn á valið. „Eins og ég hef sagt áður þá er ég stoltur af því vera fulltrúi þjóðar minnar sem einn af tíu bestu markvörðum heims. Það er þegar mjög gott fyrir mig. Ég er ekki að elta einhverjar viðurkenningar en ég hef fullt af markmiðum og þetta er skref í rétta átt,“ sagði Édouard Mendy. „Það verða alltaf til mismunandi skoðanir, hvort sem að ég eigi að vera þarna eða einhver annar. Það er frjálst val fjölmiðlamannanna að kjósa og maður verður bara að virða það,“ sagði Mendy. Mendy hefur spilað samtals 53 leiki í öllum keppnum fyrir Chelsea síðan að hann kom frá Stade Rennais sumarið 2020. Í þeim hefur hann haldið 29 sinnum hreinu og aðeins fengið á sig 34 mörk. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Mané og Mendy voru saman í landsliðsverkefni með Senegal en liðið vann 4-1 sigur á Namibíu í undankeppni HM. Landsliðsmenn Senegal fengu margir spurninguna um þá staðreynd að Mendy sé ekki í hópi þeirra þrjátíu sem er tilnefndar til Gullknattar Evrópu í ár. Sadio Mané on Édouard Mendy | It s inadmissible Liverpool star furious at Chelsea man s omission from Ballon d Or nominee list.https://t.co/nSDx4dzbLg #lfc #cfc— Sport Witness (@Sport_Witness) October 12, 2021 Einn af þeim var Sadio Mané og það stóð ekki á svari hjá Liverpool manninum þótt að Mendy sé leikmaður keppinautanna í Chelsea. „Þetta er ótækt. Ég skil þetta ekki. Þarna voru menn að gera mistök,“ sagði Sadio Mané en franska blaðið Onze Mondial hefur það eftir honum. Édouard Mendy átti mikinn þátt í sigri Chelsea liðsins í Meistaradeildinni en hann hélt meðal annars hreinu í níu af tólf leikjum og einu liðin sem skoruðu mark hjá honum voru Stade Rennais, FC Porto og Real Madrid. Sadio Mane with the Senegal fans pic.twitter.com/irRTbIw37N— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) October 12, 2021 Mendy var sjálfur ekki eins gagnrýninn á valið. „Eins og ég hef sagt áður þá er ég stoltur af því vera fulltrúi þjóðar minnar sem einn af tíu bestu markvörðum heims. Það er þegar mjög gott fyrir mig. Ég er ekki að elta einhverjar viðurkenningar en ég hef fullt af markmiðum og þetta er skref í rétta átt,“ sagði Édouard Mendy. „Það verða alltaf til mismunandi skoðanir, hvort sem að ég eigi að vera þarna eða einhver annar. Það er frjálst val fjölmiðlamannanna að kjósa og maður verður bara að virða það,“ sagði Mendy. Mendy hefur spilað samtals 53 leiki í öllum keppnum fyrir Chelsea síðan að hann kom frá Stade Rennais sumarið 2020. Í þeim hefur hann haldið 29 sinnum hreinu og aðeins fengið á sig 34 mörk.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira