Mæhle tryggði Dönum sæti á HM 12. október 2021 20:49 Joakim Mæhle skoraði markið sem tryggði Danmörku sæti á HM. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images Danmörk varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér farseðil á HM í Katar á næsta ári með 1-0 sigri gegn Austurríki. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Danir virtust þó ögn líklegri til að koma boltanum í netið. Hvorugu liðinu tókst þó að finna netmöskvana fyrir hlé, og því var markalaust þegar að flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var rétt tæplega átta mínútna gamall þegar að Joakim Mæhle kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Thomas Delaney. Þetta reyndist eina mark leiksins og Danir eru því öruggir með sæti á HM í Katar. Danir eru efstir í F-riðli með 24 stig, 14 stigum meira en Austurríkismenn sem sitja í því fjórða. HM 2022 í Katar
Danmörk varð í kvöld annað liðið til að tryggja sér farseðil á HM í Katar á næsta ári með 1-0 sigri gegn Austurríki. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en Danir virtust þó ögn líklegri til að koma boltanum í netið. Hvorugu liðinu tókst þó að finna netmöskvana fyrir hlé, og því var markalaust þegar að flautað var til hálfleiks. Seinni hálfleikur var rétt tæplega átta mínútna gamall þegar að Joakim Mæhle kom boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Thomas Delaney. Þetta reyndist eina mark leiksins og Danir eru því öruggir með sæti á HM í Katar. Danir eru efstir í F-riðli með 24 stig, 14 stigum meira en Austurríkismenn sem sitja í því fjórða.