Fótboltamenn krefjast greiðslu fyrir notkun upplýsinga um þá Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2021 15:00 Alls konar gögn um knattspyrnumenn eru nýtt af fyrirtækjum án þess að þeir fái greiðslur fyrir. Getty/Michael Regan Ýmis fyrirtæki nýta sér upplýsingar um hæð og þyngd knattspyrnumanna, meðalfjölda marka sem þeir skora í leik, spilaðar mínútur, fiskaðar vítaspyrnur og margt fleira. Nú krefjast hundruð knattspyrnumanna í Bretlandi þess að þeim sé greitt fyrir notkun á gögnum um þá. Russell Slade, fyrrverandi knattspyrnustjóri Cardiff, Leyton Orient og Yoevil Town, fer fyrir hópi 850 leikmanna sem krefjast þess að fá bætur vegna notkunar fyrirtækja á upplýsingum um þá síðustu sex árin. Þeir vilja jafnframt fá árlegar greiðslur frá fyrirtækjum sem ætla sér að nýta þessar upplýsingar. Hópurinn hefur sent erindi til sautján slíkra fyrirtækja, sem meðal annars starfa í veðmálaheiminum og afþreyingariðnaði, og hótað málsókn. Yfir 150 fyrirtæki eru á lista hjá hópnum yfir fyrirtæki sem hann telur að brjóti lög með notkun gagna um leikmenn. Lögfræðingateymi Slades segir að það sé brot á lögum um gagnavernd, sem voru hert árið 2018, að nota upplýsingar um leikmenn án þess að fá til þess leyfi og greiða fyrir það. „Ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar“ Slade segir að greiðslur til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni, fyrir notkun upplýsinga um þá, hafi vissulega kannski ekki mikil áhrif á fjárhaginn hjá þeim. Þegar horft sé til neðri deilda, í karla- og kvennafótboltanum, sé hins vegar um meira hagsmunamál að ræða fyrir leikmenn. „Það er ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar. Það var til að mynda hægt að finna einhver 7.000 upplýsingabrot um einn leikmann, og það var ekki leikmaður í ensku úrvalsdeildinni eða jafnvel næstefstu deild,“ sagði Slade við BBC. „Það eru fyrirtæki sem að safna þessum upplýsingum og nýta þær án þess að leikmenn gefi leyfi fyrir því,“ sagði Slade og sagði hópinn staðráðinn í að breyta ástandinu sem svo sannarlega einskorðist ekki við fótboltaheiminn heldur eigi við um allar íþróttir. Kennara eða lögfræðingi myndi ekki líða vel með þetta Tölfræðiupplýsingar eru nýttar með afar víðtækum hætti í íþróttum og svo hefur lengi verið. Knattspyrnufélög og leikmenn nýta þær til að mæla árangur og setja sér markmið, og ótengd fyrirtæki hafa nýtt upplýsingar meðal annars til að ákvarða stuðla eða til notkunar í ýmiss konar leikjum. Dave Edwards, fyrrverandi landsliðsmaður Wales, segir að leikmenn vilji hafa meira um það að segja hvernig gögn um þá séu nýtt: „Eftir því sem ég hef skoðað það betur hvernig upplýsingar um okkur eru nýttar, hve víða þær fara og öll fyrirtækin sem nota þær, þá finnst mér sem leikmanni að við ættum að ráða meiru um það hver fær að nota þær,“ sagði Edwards. „Það myndu allir aðrir í heiminum fá að hafa eitthvað um það að segja. Bara af því að við erum fótboltamenn og þannig opinberar persónur þá er horft framhjá þessu. Ef að það væri verið að deila svona upplýsingum um kennara eða lögfræðing þá myndi viðkomandi ekki líða vel með það. Ég tel að við sem einstaklingar séum ekkert ólíkir varðandi það,“ bætti hann við. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Russell Slade, fyrrverandi knattspyrnustjóri Cardiff, Leyton Orient og Yoevil Town, fer fyrir hópi 850 leikmanna sem krefjast þess að fá bætur vegna notkunar fyrirtækja á upplýsingum um þá síðustu sex árin. Þeir vilja jafnframt fá árlegar greiðslur frá fyrirtækjum sem ætla sér að nýta þessar upplýsingar. Hópurinn hefur sent erindi til sautján slíkra fyrirtækja, sem meðal annars starfa í veðmálaheiminum og afþreyingariðnaði, og hótað málsókn. Yfir 150 fyrirtæki eru á lista hjá hópnum yfir fyrirtæki sem hann telur að brjóti lög með notkun gagna um leikmenn. Lögfræðingateymi Slades segir að það sé brot á lögum um gagnavernd, sem voru hert árið 2018, að nota upplýsingar um leikmenn án þess að fá til þess leyfi og greiða fyrir það. „Ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar“ Slade segir að greiðslur til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni, fyrir notkun upplýsinga um þá, hafi vissulega kannski ekki mikil áhrif á fjárhaginn hjá þeim. Þegar horft sé til neðri deilda, í karla- og kvennafótboltanum, sé hins vegar um meira hagsmunamál að ræða fyrir leikmenn. „Það er ótrúlegt að sjá hvar þessar upplýsingar eru notaðar. Það var til að mynda hægt að finna einhver 7.000 upplýsingabrot um einn leikmann, og það var ekki leikmaður í ensku úrvalsdeildinni eða jafnvel næstefstu deild,“ sagði Slade við BBC. „Það eru fyrirtæki sem að safna þessum upplýsingum og nýta þær án þess að leikmenn gefi leyfi fyrir því,“ sagði Slade og sagði hópinn staðráðinn í að breyta ástandinu sem svo sannarlega einskorðist ekki við fótboltaheiminn heldur eigi við um allar íþróttir. Kennara eða lögfræðingi myndi ekki líða vel með þetta Tölfræðiupplýsingar eru nýttar með afar víðtækum hætti í íþróttum og svo hefur lengi verið. Knattspyrnufélög og leikmenn nýta þær til að mæla árangur og setja sér markmið, og ótengd fyrirtæki hafa nýtt upplýsingar meðal annars til að ákvarða stuðla eða til notkunar í ýmiss konar leikjum. Dave Edwards, fyrrverandi landsliðsmaður Wales, segir að leikmenn vilji hafa meira um það að segja hvernig gögn um þá séu nýtt: „Eftir því sem ég hef skoðað það betur hvernig upplýsingar um okkur eru nýttar, hve víða þær fara og öll fyrirtækin sem nota þær, þá finnst mér sem leikmanni að við ættum að ráða meiru um það hver fær að nota þær,“ sagði Edwards. „Það myndu allir aðrir í heiminum fá að hafa eitthvað um það að segja. Bara af því að við erum fótboltamenn og þannig opinberar persónur þá er horft framhjá þessu. Ef að það væri verið að deila svona upplýsingum um kennara eða lögfræðing þá myndi viðkomandi ekki líða vel með það. Ég tel að við sem einstaklingar séum ekkert ólíkir varðandi það,“ bætti hann við.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira