Var nauðgað í fullri lest á meðan aðrir farþegar sátu hjá Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2021 09:23 Árásin stóð yfir í átta mínútur áður en lögreglumaður kom um borð og handtók árásarmanninn. Getty/Bastiaan Slabbers Lestarfarþegar í Fíladelfíu sátu hjá og gerðu ekkert á meðan konu var nauðgað í lestarvagninum á miðvikudagskvöld. Ekki einn farþeganna brást við á meðan á árásinni stóð og enginn hringdi í neyðarlínuna að sögn yfirvalda í Fíladelfíu. Árásarmaðurinn, sem yfirvöld segja heita Fiston Ngoy, settist niður við hlið konunnar um klukkan tíu á miðvikudagskvöld en lestin var á vesturleið í átt að umferðarmiðstöðinni í Fíladelfíu. Að sögn Andrews Busch, talsmanns samgöngustofu Suðaustur-Pennsylvaníu (SEPTA), hafði Ngoy reynt að snerta konuna nokkrum sinnum áður en árásin hófst. Konan hafi reynt að ýta Ngoy af sér en hann hafi náð að rífa fötin utan af henni. Að sögn Busch varði árásin í um átta mínútur en enginn samferðamanna þeirra greip inn í. New York Times greinir frá. „Mér býður við þeim sem hjálpuðu þessari konu ekki,“ sagði Timothy Bernhardt, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Upper Darby, á blaðamannafundi í gær. „Fólkið sem var í þessum lestarvagni þarf að horfa í spegil og spyrja sjálft sig hvers vegna það skipti sér ekki af og hvers vegna það gerði ekkert.“ Farþegar sagðir hafa tekið árásina upp á myndband Ngoy, sem er 35 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi og grófa ósæmilega árás án samþykkis, auk annarra brota. Að sögn yfirvalda var Ngoy heimilislaus og óvopnaður þegar hann framdi árásina. Hann situr nú á bak við lás og slá í Delaware County fangageymslunni og hefur 180 þúsund dollara, eða 23 milljóna króna, lausnartrygging verið lögð á herðar honum. Ngoy var ekki kominn með lögmann í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum sem komu fram á blaðamannafundi í gærkvöldi voru nokkrir farþegar til viðbótar í lestarvagninum en ekki ljóst hve margir. Að sögn Bernhardts eru rannsakendur enn að reyna að komast að því hvað þeir voru nákvæmlega margir. Vagninn hafi ekki, að sögn Bernhardts, verið stútfullur en hefðu farþegarnir tekið höndum saman og gripið inn í árásina í sameiningu hefðu þeir getað stöðvað hana. Að hans sögn hafi lögreglan fengið ábendingar um að einhverjir farþeganna hefðu tekið árásina upp á farsíma sína en lögreglan hafi þó ekki fengið það staðfest. Það hafi svo verið starfsmaður lestarinnar sem hafi farið um borð í lestarvagninn, séð hvað hafi gengið á og hringt í neyðarlínuna. „Svo fór lögreglumaður um borð í lestina, gómaði manninn í miðri árás og handtók hann.“ Samfarþegar konunnar gætu endað á að bera réttarstöðu sakbornings hafi þeir tekið árásina upp á myndband en það er alfarið í höndum lögreglunnar hvort samfarþegarnir verði sóttir til saka. Fyrir hvað þeir yrðu ákærðir liggi þó ekki fyrir. Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Árásarmaðurinn, sem yfirvöld segja heita Fiston Ngoy, settist niður við hlið konunnar um klukkan tíu á miðvikudagskvöld en lestin var á vesturleið í átt að umferðarmiðstöðinni í Fíladelfíu. Að sögn Andrews Busch, talsmanns samgöngustofu Suðaustur-Pennsylvaníu (SEPTA), hafði Ngoy reynt að snerta konuna nokkrum sinnum áður en árásin hófst. Konan hafi reynt að ýta Ngoy af sér en hann hafi náð að rífa fötin utan af henni. Að sögn Busch varði árásin í um átta mínútur en enginn samferðamanna þeirra greip inn í. New York Times greinir frá. „Mér býður við þeim sem hjálpuðu þessari konu ekki,“ sagði Timothy Bernhardt, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Upper Darby, á blaðamannafundi í gær. „Fólkið sem var í þessum lestarvagni þarf að horfa í spegil og spyrja sjálft sig hvers vegna það skipti sér ekki af og hvers vegna það gerði ekkert.“ Farþegar sagðir hafa tekið árásina upp á myndband Ngoy, sem er 35 ára gamall, hefur verið ákærður fyrir nauðgun, kynferðisofbeldi og grófa ósæmilega árás án samþykkis, auk annarra brota. Að sögn yfirvalda var Ngoy heimilislaus og óvopnaður þegar hann framdi árásina. Hann situr nú á bak við lás og slá í Delaware County fangageymslunni og hefur 180 þúsund dollara, eða 23 milljóna króna, lausnartrygging verið lögð á herðar honum. Ngoy var ekki kominn með lögmann í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum sem komu fram á blaðamannafundi í gærkvöldi voru nokkrir farþegar til viðbótar í lestarvagninum en ekki ljóst hve margir. Að sögn Bernhardts eru rannsakendur enn að reyna að komast að því hvað þeir voru nákvæmlega margir. Vagninn hafi ekki, að sögn Bernhardts, verið stútfullur en hefðu farþegarnir tekið höndum saman og gripið inn í árásina í sameiningu hefðu þeir getað stöðvað hana. Að hans sögn hafi lögreglan fengið ábendingar um að einhverjir farþeganna hefðu tekið árásina upp á farsíma sína en lögreglan hafi þó ekki fengið það staðfest. Það hafi svo verið starfsmaður lestarinnar sem hafi farið um borð í lestarvagninn, séð hvað hafi gengið á og hringt í neyðarlínuna. „Svo fór lögreglumaður um borð í lestina, gómaði manninn í miðri árás og handtók hann.“ Samfarþegar konunnar gætu endað á að bera réttarstöðu sakbornings hafi þeir tekið árásina upp á myndband en það er alfarið í höndum lögreglunnar hvort samfarþegarnir verði sóttir til saka. Fyrir hvað þeir yrðu ákærðir liggi þó ekki fyrir.
Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira