Erlent

Fyrstu kvik­mynda­tökunni úti í geim lokið

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér má sjá Yuliu Peresild snúa aftur til jarðar eftir 12 daga kvikmyndaleiðangur úti í geim.
Hér má sjá Yuliu Peresild snúa aftur til jarðar eftir 12 daga kvikmyndaleiðangur úti í geim. EPA-EFE/PAVEL KASSIN

Rússnesk leikkona og leikstjóri sneru aftur til jarðar í gær eftir að hafa varið tólf dögum í Alþjóðlegu geimstöðinni þar sem þau voru við tökur á nýrri kvikmynd. Við komuna til jarðar fóru þau strax í að taka upp nokkrar aukasenur þrátt fyrir tólf daga linnulausar tökur.

Yulia Peresild, sem leikur skurðlækni í kvikmyndinni sem er sendur í geimstöðina til að hlúa að fárveikum geimfara, gekk í gær út úr Soyus geimflauginni og var svo borin á næsta tökustað þar sem hún hélt áfram að leika næstu senu myndarinnar.

Auk Peresild og leikstjórans Klims Shipenko sneri geimfarinn Oleg Novitskiy aftur til jarðar eftir 191 dags dvöl í geimnum. Auk þess að vera geimfari er hann nú orðinn leikari, en hann fer með hlutverk fárveika geimfarans sem Peresild þarf að koma til bjargar í kvikmyndinni.



Að loknum lokatökum á jörðu niðri, strax eftir lendingu, voru þremenningarnir fluttir í sjúkratjald þar sem þau gengust undir læknisskoðun áður en þeim var svo flogið til Karaganda og þaðan til Star City, nærri Moskvu.


Tengdar fréttir

Skjóta geimfari af stað í tólf ára leiðangur

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu í dag skjóta geimfarinu Lucy af stað í tólf ára leiðangur. Þetta er í fyrsta sinn sem geimfar er sent til Smástirnabeltisins svokallaða í þeim tilgangi að rannsaka þau og á Lucy að auka þekkingu vísindamanna á uppruna sólkerfisins.

William Shatner er elsti geimfari jarðarinnar

Geimskot Blue Origin þar sem níræði leikarinn William Shatner varð elsti maður jarðarinnar til að fara út í geim, heppnaðist vel. Eftir að vera skotið á loft frá Texas lentu geimfararnir nýju heilu og höldnu annarsstaðar í ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×