Ekki tilefni til aðgerða vegna deilu um auðkennið Norðurhús Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2021 08:46 Ákvörðun Neytendastofu í málinu var birt á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu í deilu tveggja félaga um notkun á auðkenninu Norðurhús á vefsíðunni nordurhus.is og á Facebook-síðunni facebook.com/nordurhus. Þrátt fyrir líkindi telur nefndin ekki vera ástæðu til aðgerða af hálfu yfirvalda, en auðkennið í notkun kæranda sé nú einkum notað í tengslum við innflutning smásöluvara, meðal annars vara tengdum rafrettunotkun. Starfsemi „Norður Húss“ lýtur á hinn bóginn að sölu færanlegra timburklæddra sumarhúsa. Kvörtun barst á sínum tíma Neytendastofu vegna notkunar á auðkenninu þar sem fram kom að Norðurhús hafi átt skráð og notað firmaheitið frá árinu 1999. Auðkennið væri hins vegar ítrekað notað á vefsíðunni nordurhus.is og umræddri facebook síðu án þess að nokkuð komi fram sem aðgreini það frá firmanafni Norðurhús. Vildi kærandi meina að notkunin fæli í sér rugling eða möguleika á ruglingi þar sem að um orðrétta nýtingu á firmaheitinu væri að ræða. Afar lík, en tvö orð Áfrýjunarnefndin, og áður Neytendastofa, var hins vegar ekki á því. Þó sé hægt að fallast á að auðkennin „Norðurhús“ og „Norður Hús“, líkt og birtist á Facebook-síðunni, séu afar lík. „Má í því samhengi nefna að auðkennin væru því allt að því eins ef þau væru notuð í auglýsingum á ljósvakamiðlum og þá sérstaklega í útvarpi. Þá er ljóst, að lénið www.nordurhus.is, sem áður var notað í starfsemi Norður Húss, var í þeim búningi í reynd sama auðkenni og auðkenni kæranda. Á hinn bóginn lýtur mál þetta að notkun auðkennisins „Norður Hús“ á samnefndri Facebook síðu. Við samanburð á auðkenninu í þeim búningi og auðkenni kæranda eru myndlíkindi afar takmörkuð, en auðkenni kæranda er ýmist ritað „Norðurhús“ eða „NORÐURHÚS“ en auðkennið, sem kvartað er undan sem fyrr segir „Norður Hús“. Er þannig um tvö orð að ræða með bili á milli en ekki eitt samsett orð eins og í auðkenni kæranda,“ segir í útskurði nefndarinnar. Líkindi með starfsemi félaganna afar lítil eða engin Þar að auki telur nefndin að ekki verði framhjá því litið að líkindi með starfsemi aðilanna sé afar lítil eða engin. „Þótt takmarkaðra gagna njóti við um starfsemi kæranda frá skráningu firmaheitisins verður ekki annað ráðið en að auðkennið sé nú einkum notað í tengslum við innflutning smásöluvara, m.a. vara tengdum rafrettunotkun. Starfsemi Norður Húss lýtur á hinn bóginn að sölu færanlegra timburklæddra sumarhúsa. Aðilar starfa þannig á ólíkum mörkuðum og beina vöru og þjónustu að ólíkum markhópum. Verður því að teljast afar ólíklegt að hinn almenni neytandi rugli saman starfsemi kæranda og þeirri starfsemi sem fer fram undir merkinu Norður Hús.“ Í ljósi þessa og og einkum þeirra takmörkuðu notkunar á auðkenninu „Norður Hús“ sem um ræðir, verði áfrýjunarnefndin að fallast á þá niðurstöðu hinnar kærðu ákvörðunar að ekki sé ástæða til aðgerða í tilefni af kvörtun kæranda. Höfundarréttur Neytendur Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þrátt fyrir líkindi telur nefndin ekki vera ástæðu til aðgerða af hálfu yfirvalda, en auðkennið í notkun kæranda sé nú einkum notað í tengslum við innflutning smásöluvara, meðal annars vara tengdum rafrettunotkun. Starfsemi „Norður Húss“ lýtur á hinn bóginn að sölu færanlegra timburklæddra sumarhúsa. Kvörtun barst á sínum tíma Neytendastofu vegna notkunar á auðkenninu þar sem fram kom að Norðurhús hafi átt skráð og notað firmaheitið frá árinu 1999. Auðkennið væri hins vegar ítrekað notað á vefsíðunni nordurhus.is og umræddri facebook síðu án þess að nokkuð komi fram sem aðgreini það frá firmanafni Norðurhús. Vildi kærandi meina að notkunin fæli í sér rugling eða möguleika á ruglingi þar sem að um orðrétta nýtingu á firmaheitinu væri að ræða. Afar lík, en tvö orð Áfrýjunarnefndin, og áður Neytendastofa, var hins vegar ekki á því. Þó sé hægt að fallast á að auðkennin „Norðurhús“ og „Norður Hús“, líkt og birtist á Facebook-síðunni, séu afar lík. „Má í því samhengi nefna að auðkennin væru því allt að því eins ef þau væru notuð í auglýsingum á ljósvakamiðlum og þá sérstaklega í útvarpi. Þá er ljóst, að lénið www.nordurhus.is, sem áður var notað í starfsemi Norður Húss, var í þeim búningi í reynd sama auðkenni og auðkenni kæranda. Á hinn bóginn lýtur mál þetta að notkun auðkennisins „Norður Hús“ á samnefndri Facebook síðu. Við samanburð á auðkenninu í þeim búningi og auðkenni kæranda eru myndlíkindi afar takmörkuð, en auðkenni kæranda er ýmist ritað „Norðurhús“ eða „NORÐURHÚS“ en auðkennið, sem kvartað er undan sem fyrr segir „Norður Hús“. Er þannig um tvö orð að ræða með bili á milli en ekki eitt samsett orð eins og í auðkenni kæranda,“ segir í útskurði nefndarinnar. Líkindi með starfsemi félaganna afar lítil eða engin Þar að auki telur nefndin að ekki verði framhjá því litið að líkindi með starfsemi aðilanna sé afar lítil eða engin. „Þótt takmarkaðra gagna njóti við um starfsemi kæranda frá skráningu firmaheitisins verður ekki annað ráðið en að auðkennið sé nú einkum notað í tengslum við innflutning smásöluvara, m.a. vara tengdum rafrettunotkun. Starfsemi Norður Húss lýtur á hinn bóginn að sölu færanlegra timburklæddra sumarhúsa. Aðilar starfa þannig á ólíkum mörkuðum og beina vöru og þjónustu að ólíkum markhópum. Verður því að teljast afar ólíklegt að hinn almenni neytandi rugli saman starfsemi kæranda og þeirri starfsemi sem fer fram undir merkinu Norður Hús.“ Í ljósi þessa og og einkum þeirra takmörkuðu notkunar á auðkenninu „Norður Hús“ sem um ræðir, verði áfrýjunarnefndin að fallast á þá niðurstöðu hinnar kærðu ákvörðunar að ekki sé ástæða til aðgerða í tilefni af kvörtun kæranda.
Höfundarréttur Neytendur Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira