Ný fjölmiðlasamsteypa Trump fjármögnuð af grandlausum fjárfestum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2021 09:47 Digital World er svokallað „special purpose acquisition company“, en slík fyrirtæki hafa verið kölluð „auður tékki“. AP/Seth Wenig Margir þeirra fjárfesta sem nú eiga hlut í nýrri fjölmiðlasamsteypu Donald Trump höfðu ekki hugmynd um að þeir væru að fjármagna nýjasta ævintýri forsetans fyrrverandi þegar þeir tóku ákvörðun um að ávaxta peninga sína. New York Times greinir frá því að Trump Media and Technology Group, sem var stofnað í febrúar á þessu ári, hafi runnið saman við fyrirtækið Digital World á miðvikudag. Digital World, sem var stofnað skömmu eftir að Trump beið ósigur í forsetakosningunum, á 300 milljónir dala í sjóðum sínum, sem Trump getur nú nýtt til að byggja upp fyrirhugað samfélagsmiðlaveldi. Digital World er meðal fyrirtækja sem hafa verið stofnuð á grunni nýs fyrirbæris á Wall Street sem hefur verið kallað „auður tékki“, eða „blank check company“ á ensku. Hugtakið er notað um fyrirtæki sem fara í hlutafjárútboð strax eftir stofnun, sem gerir það að verkum að fjárfestar hafa afar takmarkaðar upplýsingar um í hverju þeir eru að fjárfesta. Fyrirtækin renna í kjölfarið inn í önnur eldri fyrirtæki, venjulega á einu og hálfu ári, en í tilviki Digital World leið aðeins mánuður áður en samningur hafði verið undirritaður við Trump Media and Technology Group. Þeir sem fjárfestu í Digital World vissu aðeins að fjármunir þeirra yrðu notaðir til að fjárfesta í nýjum tæknifyrirtækjum og það kom flestum á óvart þegar tilkynnt var um samruna Digital World og TMTG. Einn af helstu fjárfestum Digital World var fyrirtækið Saba Capital, 3,5 milljarða dala sjóður rekinn af Boaz Weinstein. Weinstein sagði í gær að Saba Capital hefði selt stóran hluta í Digital World um leið og upp komst um samrunan við TMTG, þrátt fyrir að verð á hlutum í fyrirtækinu hefðu verið á uppleið. Sagði hann marga fjárfesta glíma við þá spurningu hvernig þeir gætu fjárfest í takt við eigin gildi og að það væri útilokað að Saba Capital tæki þátt í að fjármagna TMTG. Í kynningu á TMTG á vefsíðu fyrirtækisins segir að fyrirtækið hyggist fara í samkeppni við samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook, sem hafa lokað á forsetann fyrrverandi, en einnig við streymisveitur á borð við Netflix og Disney og fjölmiðla á borð við CNN. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
New York Times greinir frá því að Trump Media and Technology Group, sem var stofnað í febrúar á þessu ári, hafi runnið saman við fyrirtækið Digital World á miðvikudag. Digital World, sem var stofnað skömmu eftir að Trump beið ósigur í forsetakosningunum, á 300 milljónir dala í sjóðum sínum, sem Trump getur nú nýtt til að byggja upp fyrirhugað samfélagsmiðlaveldi. Digital World er meðal fyrirtækja sem hafa verið stofnuð á grunni nýs fyrirbæris á Wall Street sem hefur verið kallað „auður tékki“, eða „blank check company“ á ensku. Hugtakið er notað um fyrirtæki sem fara í hlutafjárútboð strax eftir stofnun, sem gerir það að verkum að fjárfestar hafa afar takmarkaðar upplýsingar um í hverju þeir eru að fjárfesta. Fyrirtækin renna í kjölfarið inn í önnur eldri fyrirtæki, venjulega á einu og hálfu ári, en í tilviki Digital World leið aðeins mánuður áður en samningur hafði verið undirritaður við Trump Media and Technology Group. Þeir sem fjárfestu í Digital World vissu aðeins að fjármunir þeirra yrðu notaðir til að fjárfesta í nýjum tæknifyrirtækjum og það kom flestum á óvart þegar tilkynnt var um samruna Digital World og TMTG. Einn af helstu fjárfestum Digital World var fyrirtækið Saba Capital, 3,5 milljarða dala sjóður rekinn af Boaz Weinstein. Weinstein sagði í gær að Saba Capital hefði selt stóran hluta í Digital World um leið og upp komst um samrunan við TMTG, þrátt fyrir að verð á hlutum í fyrirtækinu hefðu verið á uppleið. Sagði hann marga fjárfesta glíma við þá spurningu hvernig þeir gætu fjárfest í takt við eigin gildi og að það væri útilokað að Saba Capital tæki þátt í að fjármagna TMTG. Í kynningu á TMTG á vefsíðu fyrirtækisins segir að fyrirtækið hyggist fara í samkeppni við samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook, sem hafa lokað á forsetann fyrrverandi, en einnig við streymisveitur á borð við Netflix og Disney og fjölmiðla á borð við CNN. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira