Ósammála gagnrýni dómarans um skort á hlutlægni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. október 2021 18:31 Lögregla er ósammála því sem héraðsdómari hélt fram í gær um að hún hefði ekki gætt hlutlægni í rannsókn sinni í Rauðagerðismálinu. Þeir þrír sem voru grunaðir um samverknað við morðið voru allir sýknaðir. Það vakti undrun margra þegar dómurinn í Rauðagerðismálinu féll í gær og fram kom að enginn hefði veriðsakfelldur nema Angjelin Sterkaj, sem hafði játað á sig morðið. Prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands sagði til dæmis í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að ljóst væri að þremenningarnir hefðu aðstoðað Angjelin við morðið og meðal annars hjálpað honum að dylja slóð þess. Hann velti því upp hvort skerpa þyrfti á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum. Guðjón Marteinsson héraðsdómari taldi lögreglu hins vegar ekki hafa fært sönnur á að þetta fólk hafi í raun vitað að það væri þátttakendur í morði og sagði rannsóknina á þeim meðal annars hafa verið byggða á huglægu mati lögreglunnar. Þar vísaði dómarinn í skýrslu sem lögregla lagði fram í málinu, sem var samantekt á rannsókn þess. Hann sagði lögregluna ekki hafa gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu sína sem henni bar að gera og sagði það ámælisvert. Viss um hlutleysi lögreglumannanna Yfirlögregluþjónn segir að lögregla muni kafa ofan í dóminn og sjá hvað betur hefði mátt fara við rannsóknina. En gætti lögregla ekki hlutleysis við rannsóknina? „Jú, ég tel það nú vera. Að það hafi verið gætt hlutleysis og hlutlægni verið viðhöfð í hvívetna. En þetta er mat dómarans og við tökum það til skoðunar,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segist ekki vita hvað liggur til grundvallar að mati dómarans. Ekki óvenjulegt að dómari gagnrýni lögreglu En taldi Grímur þá sekt hinna þriggja nægilega vel sannaða af hálfu lögreglu? „Ég vil bara svara því þannig að ákæruvaldið telur meiri líkur en minni þegar það ákærir að það verði sakfellt. Og ég hef ekki neinar aðrar skoðanir á því heldur en það að ég met bara og virði mat ákæruvaldsins,“ segir hann. Hann segir það ekki endilega óalgengt að dómari gagnrýni störf lögreglu í dóm sínum. Næstu skref séu að skoða dóminn betur. „Og við gerum það og horfum til þess hvað við getum lært af því. Og eins og ég sagði í upphafi - við rýnum hann til gagns,“ segir Grímur. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Það vakti undrun margra þegar dómurinn í Rauðagerðismálinu féll í gær og fram kom að enginn hefði veriðsakfelldur nema Angjelin Sterkaj, sem hafði játað á sig morðið. Prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands sagði til dæmis í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að ljóst væri að þremenningarnir hefðu aðstoðað Angjelin við morðið og meðal annars hjálpað honum að dylja slóð þess. Hann velti því upp hvort skerpa þyrfti á lagaákvæðum um samverknað í manndrápsmálum. Guðjón Marteinsson héraðsdómari taldi lögreglu hins vegar ekki hafa fært sönnur á að þetta fólk hafi í raun vitað að það væri þátttakendur í morði og sagði rannsóknina á þeim meðal annars hafa verið byggða á huglægu mati lögreglunnar. Þar vísaði dómarinn í skýrslu sem lögregla lagði fram í málinu, sem var samantekt á rannsókn þess. Hann sagði lögregluna ekki hafa gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu sína sem henni bar að gera og sagði það ámælisvert. Viss um hlutleysi lögreglumannanna Yfirlögregluþjónn segir að lögregla muni kafa ofan í dóminn og sjá hvað betur hefði mátt fara við rannsóknina. En gætti lögregla ekki hlutleysis við rannsóknina? „Jú, ég tel það nú vera. Að það hafi verið gætt hlutleysis og hlutlægni verið viðhöfð í hvívetna. En þetta er mat dómarans og við tökum það til skoðunar,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segist ekki vita hvað liggur til grundvallar að mati dómarans. Ekki óvenjulegt að dómari gagnrýni lögreglu En taldi Grímur þá sekt hinna þriggja nægilega vel sannaða af hálfu lögreglu? „Ég vil bara svara því þannig að ákæruvaldið telur meiri líkur en minni þegar það ákærir að það verði sakfellt. Og ég hef ekki neinar aðrar skoðanir á því heldur en það að ég met bara og virði mat ákæruvaldsins,“ segir hann. Hann segir það ekki endilega óalgengt að dómari gagnrýni störf lögreglu í dóm sínum. Næstu skref séu að skoða dóminn betur. „Og við gerum það og horfum til þess hvað við getum lært af því. Og eins og ég sagði í upphafi - við rýnum hann til gagns,“ segir Grímur.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53 Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43 Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21. október 2021 08:53
Lögmaður Antons harðorður: „Mesta klúður sem ég hef séð“ Steinbergur Finnbogason lögmaður vill meina að rannsókn lögreglu á Rauðagerðismálinu sé eitt það mesta klúður sem hann hefur orðið vitni að. Hann boðar skaðabótamál fyrir hönd Antons Kristins Þórarinssonar, skjólastæðins síns. 21. október 2021 10:43
Dómari gagnrýnir lögreglu fyrir vinnubrögð í Rauðagerðismálinu Guðjón St. Marteinsson, dómari í Rauðagerðismálinu, gagnrýnir vinnubrögð lögreglu við gerð skýrslu sem lögð var fyrir dóminn í málinu. Segir hann að lögregla hafi ekki gætt meginreglu um hlutlægnisskyldu við gerð skýrslunnar. Það sé ámælisvert. 21. október 2021 13:47