Eyþór segir hlut sinn í Mogganum verst geymda leyndarmálið í íslenskri pólitík Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2021 13:01 Eyþór Arnalds fyrir utan borgarstjórnarsalinn í Ráðhúsinu. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segist engar beinagrindur hafa í skápum sínum. Hann keypti hlutabréf í fjölmiðlum Árvakurs fyrir fjórum árum síðan en hlutabréfin keypti hann af Samherja. Eyþór er í viðtali á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Í viðtalinu fer hann meðal annars yfir eignarhald á hluti sínum í Mogganum. Þar segir Eyþór að hann hafi engin afskipti af miðlum Árvakurs. Hlutur hans í Árvakri hafi lengi verið til sölu en lítil sé eftirspurnin. Þar spili líklega inn í að afkoma Árvakurs hefur verið neikvæð undanfarin ár. „Hlutur minn í Mogganum hefur rýrnað á hverju ári, því miður. Ég átti þennan hlut áður en ég fór í borgarpólitíkina en um leið og ég fór þangað sagði ég mig úr stjórn Árvakurs og hef engin afskipti þar,“ segir Eyþór í viðtalinu. Samherji afskrifaði stóran hluta lánsins Borgarfulltrúinn segir að hlutur hans í blaðinu sé margskráður og þar af leiðandi líklega eitt verst geymda leyndarmálið í íslenskri pólitík. Aðalatriðið sé að hagsmunir sem þessir fari ekki leynt. Fréttastofa hefur áður greint frá því að stór hluti láns Samherja vegna kaupa á bréfunum hafi verið afskrifaður. Stundin hélt því meðal annars fram á sínum tíma að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt fyrir bréfin. „Ég er ekki með neinar beinagrindur í skápnum. Ég keypti hlutabréf í Árvakri af Samherja fyrir fjórum árum síðan. Ég skulda þeim ekki neitt og þeir mér ekkert heldur. Hlutabréfin hafa orðið verðlítil eins og í öðrum frjálsum fjölmiðlum og því eðlilegt þegar hlutabréfin séu færð niður þegar taprekstur er ár eftir ár,“ segir Eyþór við Fréttablaðið. Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Eyþór er í viðtali á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Í viðtalinu fer hann meðal annars yfir eignarhald á hluti sínum í Mogganum. Þar segir Eyþór að hann hafi engin afskipti af miðlum Árvakurs. Hlutur hans í Árvakri hafi lengi verið til sölu en lítil sé eftirspurnin. Þar spili líklega inn í að afkoma Árvakurs hefur verið neikvæð undanfarin ár. „Hlutur minn í Mogganum hefur rýrnað á hverju ári, því miður. Ég átti þennan hlut áður en ég fór í borgarpólitíkina en um leið og ég fór þangað sagði ég mig úr stjórn Árvakurs og hef engin afskipti þar,“ segir Eyþór í viðtalinu. Samherji afskrifaði stóran hluta lánsins Borgarfulltrúinn segir að hlutur hans í blaðinu sé margskráður og þar af leiðandi líklega eitt verst geymda leyndarmálið í íslenskri pólitík. Aðalatriðið sé að hagsmunir sem þessir fari ekki leynt. Fréttastofa hefur áður greint frá því að stór hluti láns Samherja vegna kaupa á bréfunum hafi verið afskrifaður. Stundin hélt því meðal annars fram á sínum tíma að um sýndarviðskipti væri að ræða þar sem félag Eyþórs hafi tekið við hlutabréfum Samherja án þess að hafa greitt fyrir bréfin. „Ég er ekki með neinar beinagrindur í skápnum. Ég keypti hlutabréf í Árvakri af Samherja fyrir fjórum árum síðan. Ég skulda þeim ekki neitt og þeir mér ekkert heldur. Hlutabréfin hafa orðið verðlítil eins og í öðrum frjálsum fjölmiðlum og því eðlilegt þegar hlutabréfin séu færð niður þegar taprekstur er ár eftir ár,“ segir Eyþór við Fréttablaðið.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Finnst villandi að vera orðaður við Kýpurfélag Samherja Hann hafi ekki haft hugmynd um að fjármagnið kæmi frá félaginu sem hefur verið miðdepill Samherjamálsins. 15. nóvember 2019 18:30