Kennsl borin á eitt fórnarlamba eins þekktasta raðmorðingja Bandaríkjanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 23:31 Francis Wayne Alexander var 21 eða 22 ára þegar John Wayne Gacy myrti hann. AP Yfirvöld í Illinois í Bandaríkjunum greindu frá því í dag að þau hefðu borið kennsl á eitt fórnarlamba raðmorðingjans Johns Wayne Gacy, sem var dæmdur fyrir 33 morð árið 1980. Fórnarlambið sem kennsl voru borin á hét Francis Wayne Alexander og var frá Norður-Karólínu. Hann var 21 eða 22 ára þegar Gacy myrt hann, annað hvort árið 1976 eða 1977, að því er lögreglustjórinn í Cook-sýslu í Illinois hefur greint frá. Guardian vísar í yfirlýsingu frá systur Alexander, þar sem hún þakkar lögregluyfirvöldum fyrir að veita fjölskyldu hans einhvers konar ró, þar sem örlög Alexander höfðu aldrei verið ljós fyrr en nú. „Það er erfitt, jafnvel 45 árum síðar, að komast að raun um örlög okkar ástkæra Wayne. Hann var myrtur af andstyggilegum og illum manni. Við finnum til hjartasorgar og sendum fjölskyldum hinna fórnarlambanna samúðarkveðjur. Nú getum við lagt til hliðar það sem gerðist og haldið áfram með því að heiðra Wayne,“ segir í yfirlýsingunni. Borið kennsl á þrjá frá 2011 Líkamsleifar Alexander voru á meðal þeirra 26 sem lögreglan fann í skriðrými undir heimili Gacy rétt utan við Chicago árið 1979. Þrjú fórnarlömb fundust þá grafin í garði fyrir utan húsið og Gacy gekkst við því að hafa myrt fjóra til viðbótar, sem fundust í skurði skammt frá borginni. Það var svo árið 2011 sem nokkur líkanna voru rannsökuð og lögreglan kallaði eftir því að hver sem gæti átt ættingja sem hvarf á sjöunda áratugnum í kringum Chicago myndi stíga fram. Það var gert með það fyrir augum að bera kennsl á líkin með því að rannsaka erfðaefni þeirra. Samkvæmt Guardian er Alexander þriðja fórnarlambið sem kennsl eru borin á með þessum hætti. John Wayne Gacy hlaut tólf dauðadóma árið 1980 og var tekinn af lífi árið 1994, þá 52 ára gamall. Hann er á meðal þeirra bandarísku fjöldamorðingja sem hefur myrt hvað flesta. Hann var dæmdur fyrir 33 morð en talið er að fórnarlömb hans kunni að hafa verið mun fleiri. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Fórnarlambið sem kennsl voru borin á hét Francis Wayne Alexander og var frá Norður-Karólínu. Hann var 21 eða 22 ára þegar Gacy myrt hann, annað hvort árið 1976 eða 1977, að því er lögreglustjórinn í Cook-sýslu í Illinois hefur greint frá. Guardian vísar í yfirlýsingu frá systur Alexander, þar sem hún þakkar lögregluyfirvöldum fyrir að veita fjölskyldu hans einhvers konar ró, þar sem örlög Alexander höfðu aldrei verið ljós fyrr en nú. „Það er erfitt, jafnvel 45 árum síðar, að komast að raun um örlög okkar ástkæra Wayne. Hann var myrtur af andstyggilegum og illum manni. Við finnum til hjartasorgar og sendum fjölskyldum hinna fórnarlambanna samúðarkveðjur. Nú getum við lagt til hliðar það sem gerðist og haldið áfram með því að heiðra Wayne,“ segir í yfirlýsingunni. Borið kennsl á þrjá frá 2011 Líkamsleifar Alexander voru á meðal þeirra 26 sem lögreglan fann í skriðrými undir heimili Gacy rétt utan við Chicago árið 1979. Þrjú fórnarlömb fundust þá grafin í garði fyrir utan húsið og Gacy gekkst við því að hafa myrt fjóra til viðbótar, sem fundust í skurði skammt frá borginni. Það var svo árið 2011 sem nokkur líkanna voru rannsökuð og lögreglan kallaði eftir því að hver sem gæti átt ættingja sem hvarf á sjöunda áratugnum í kringum Chicago myndi stíga fram. Það var gert með það fyrir augum að bera kennsl á líkin með því að rannsaka erfðaefni þeirra. Samkvæmt Guardian er Alexander þriðja fórnarlambið sem kennsl eru borin á með þessum hætti. John Wayne Gacy hlaut tólf dauðadóma árið 1980 og var tekinn af lífi árið 1994, þá 52 ára gamall. Hann er á meðal þeirra bandarísku fjöldamorðingja sem hefur myrt hvað flesta. Hann var dæmdur fyrir 33 morð en talið er að fórnarlömb hans kunni að hafa verið mun fleiri.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Guðrún boðar til fundar Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Riveríutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira