Rekstrarafgangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 26. október 2021 20:39 Höfuðstöðvar Símans og Mílu er að finna í Ármúla 25 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Síminn hagnaðist um 1.057 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1.014 milljónir á sama tímabili árið 2020. Um er að ræða 4,2% aukningu milli ára en tekjur drógust saman og námu 6.381 milljónum króna samanborið við 6.420 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020. Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 2.974 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs og fer úr úr 2.805 milljónum. Nemur hækkunin því um 169 milljónum eða 6,0% frá fyrra ári. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að þriðji ársfjórðungur hafi verið ábatasamur í rekstri Símans og Mílu og rekstrarafgangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi. Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 2.968 milljónir króna á tímabilinu en 2.213 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020. Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 45,0% í lok þriðja ársfjórðungs og eigið fé 31,3 milljarðar króna. Faraldurinn hefur enn áhrif á fjárhag Símans Síminn hefur komist að samkomulagi um sölu á dótturfyrirtækinu Mílu til alþjóðlega sjóðsstýringafyrirtækisins Ardian. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greidda um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs sem Síminn veitir Ardian til þriggja ára. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar en salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Orri segir að tekjur vegna gagnaflutnings og sjónvarpsþjónustu standi í stað milli ára, og hægagangur við framleiðslu sjónvarpsefnis á heimsvísu haldi meðal annars aftur af tekjuvexti. „Vörusala minnkar, enda hafa Íslendingar aftur fengið færi á að kaupa vörur í heimsóknum sínum erlendis. Farsímatekjur eru í vexti á ný, sem er gleðiefni,“ er haft eftir Orra í tilkynningu til Kauphallar. Fjarskipti Salan á Mílu Kauphöllin Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 2.974 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs og fer úr úr 2.805 milljónum. Nemur hækkunin því um 169 milljónum eða 6,0% frá fyrra ári. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í tilkynningu að þriðji ársfjórðungur hafi verið ábatasamur í rekstri Símans og Mílu og rekstrarafgangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi. Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta var 2.968 milljónir króna á tímabilinu en 2.213 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020. Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 45,0% í lok þriðja ársfjórðungs og eigið fé 31,3 milljarðar króna. Faraldurinn hefur enn áhrif á fjárhag Símans Síminn hefur komist að samkomulagi um sölu á dótturfyrirtækinu Mílu til alþjóðlega sjóðsstýringafyrirtækisins Ardian. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greidda um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs sem Síminn veitir Ardian til þriggja ára. Áætlaður söluhagnaður er rúmlega 46 milljarðar en salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Orri segir að tekjur vegna gagnaflutnings og sjónvarpsþjónustu standi í stað milli ára, og hægagangur við framleiðslu sjónvarpsefnis á heimsvísu haldi meðal annars aftur af tekjuvexti. „Vörusala minnkar, enda hafa Íslendingar aftur fengið færi á að kaupa vörur í heimsóknum sínum erlendis. Farsímatekjur eru í vexti á ný, sem er gleðiefni,“ er haft eftir Orra í tilkynningu til Kauphallar.
Fjarskipti Salan á Mílu Kauphöllin Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira