Skipti um nafn áður en hún gekk af velli í 315. og síðasta landsleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 10:31 Carli Lloyd veifar til áhorfenda í síðasta landsleik sínum í nótt. AP/Andy Clayton-King Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi eina af sínum stærstu goðsögnum í nótt þegar Carli Lloyd spilaði sinn síðasta landsleik í 6-0 sigri á Suður-Kóreu. Hin 39 ára gamla Lloyd hafði tilkynnt það eftir Ólympíuleikana í sumar að hún myndi leggja landsliðsskóna á hilluna í loka þessa árs. "You will not see me on the field, but you best believe that I will be around helping this game grow."@CarliLloyd signs off from her final game (via @USWNT)pic.twitter.com/wHFOSm5Dva— ESPN (@espn) October 27, 2021 Bandaríska liðið spilaði í raun fjóra kveðjuleiki fyrir Carli Lloyd en sá síðasti af þeim var á Allianz Field í St. Paul í Minnesota í nótt. Hápunkturinn á ferli Lloyd var þegar hún skoraði þrennu á fyrstu sextán mínútunum í úrslitaleik HM 2015 en hún varð bæði heims- og Ólympíumeistari tvisvar sinnum. Hún varð líka fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að skora á fjórum Ólympíuleikum. Enjoy every moment, @CarliLloyd. What a journey it's been.#ThankYouCarli pic.twitter.com/FxW5xZ0HOo— U.S. Soccer WNT (@USWNT) October 26, 2021 Lloyd skoraði 134 mörk fyrir bandaríska landsliðið en aðeins tvær konur hafa skorað fleiri mörk. Leikurinn í gær var númer 315. „Þetta er tilfinningarík stund. Ég er samt svo sátt með þessa ákvörðun að ég finn bara fyrir gleði og hamingju. Þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag og ég gat allt mitt í þetta. Nú get ég gengið inn í næsta kafla í mínu lífi,“ sagði Carli Lloyd og það gerði hún líka með sérstökum hætti þegar hún fór af velli. Carli Lloyd waves goodbye to her legendary career with @USWNT pic.twitter.com/jnMzK1azki— Goal (@goal) October 27, 2021 Lloyd var í byrjunarliðinu en var tekin af velli á 66. mínútu leiksins við mikið lófatak í stúkunni. Hún faðmaði liðsfélaga sína, tók af sér skóna, lét Megan Rapinoe fá fyrirliðabandið og endaði svo á mjög sérstakan hátt. Carli er ekki lengur Carli Lloyd heldur er hún búin að skipta um nafn. Til marks um það þá fór hún úr búningnum sínum með Lloyd nafninu og á bak við var hún í alveg eins búningi sem á stóð „Hollins“ en hún hefur nú tekið upp ættarnafn eiginmanns síns Brian Hollins. After 17 years, @CarliLloyd's time with the @USWNT comes to an end. What a career it's been pic.twitter.com/FMQHFYUMok— B/R Football (@brfootball) October 27, 2021 Fótbolti Bandaríkin Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Sjá meira
Hin 39 ára gamla Lloyd hafði tilkynnt það eftir Ólympíuleikana í sumar að hún myndi leggja landsliðsskóna á hilluna í loka þessa árs. "You will not see me on the field, but you best believe that I will be around helping this game grow."@CarliLloyd signs off from her final game (via @USWNT)pic.twitter.com/wHFOSm5Dva— ESPN (@espn) October 27, 2021 Bandaríska liðið spilaði í raun fjóra kveðjuleiki fyrir Carli Lloyd en sá síðasti af þeim var á Allianz Field í St. Paul í Minnesota í nótt. Hápunkturinn á ferli Lloyd var þegar hún skoraði þrennu á fyrstu sextán mínútunum í úrslitaleik HM 2015 en hún varð bæði heims- og Ólympíumeistari tvisvar sinnum. Hún varð líka fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að skora á fjórum Ólympíuleikum. Enjoy every moment, @CarliLloyd. What a journey it's been.#ThankYouCarli pic.twitter.com/FxW5xZ0HOo— U.S. Soccer WNT (@USWNT) October 26, 2021 Lloyd skoraði 134 mörk fyrir bandaríska landsliðið en aðeins tvær konur hafa skorað fleiri mörk. Leikurinn í gær var númer 315. „Þetta er tilfinningarík stund. Ég er samt svo sátt með þessa ákvörðun að ég finn bara fyrir gleði og hamingju. Þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag og ég gat allt mitt í þetta. Nú get ég gengið inn í næsta kafla í mínu lífi,“ sagði Carli Lloyd og það gerði hún líka með sérstökum hætti þegar hún fór af velli. Carli Lloyd waves goodbye to her legendary career with @USWNT pic.twitter.com/jnMzK1azki— Goal (@goal) October 27, 2021 Lloyd var í byrjunarliðinu en var tekin af velli á 66. mínútu leiksins við mikið lófatak í stúkunni. Hún faðmaði liðsfélaga sína, tók af sér skóna, lét Megan Rapinoe fá fyrirliðabandið og endaði svo á mjög sérstakan hátt. Carli er ekki lengur Carli Lloyd heldur er hún búin að skipta um nafn. Til marks um það þá fór hún úr búningnum sínum með Lloyd nafninu og á bak við var hún í alveg eins búningi sem á stóð „Hollins“ en hún hefur nú tekið upp ættarnafn eiginmanns síns Brian Hollins. After 17 years, @CarliLloyd's time with the @USWNT comes to an end. What a career it's been pic.twitter.com/FMQHFYUMok— B/R Football (@brfootball) October 27, 2021
Fótbolti Bandaríkin Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Sjá meira