Umfjöllun: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Sverrir Mar Smárason skrifar 28. október 2021 21:54 Keflvíkingar rétt mörðu nýliðana í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Nýliðar Breiðabliks fengu sterkt lið Keflavíkur í heimsókn í Smárann í kvöld. Blikarnir spiluðu sinn leik og voru vítakasti frá því að hafa sigurinn. Leiknum lauk með eins stigs sigri Keflavíkur, 106-107. Leikurinn fór jafnt af stað og átti eftir að vera jafn það sem eftir lifði leiks. Liðin skiptust reglulega á að leiða en staðan var jöfn 27-27 í lok 1. leikhluta. Blikum gekk vel að keyra upp hraðann í leiknum og þvinguðu lið Keflavíkur í það að spila hraðar en þeir vilja. Í 2. leikhluta komust Keflavík yfir snemma en tveir þristar um miðjan leikhluta frá Sinisa Bilic og Árna Elmari, leikmönnum Breiðabliks, snéru Blikar því við. Keflvíkingar voru þó ekki á því að fara undir inn í hálfleik og með góðum endaspretti náðu þeir að komast yfir 51-56 og því með fimm stiga forystu í hálfleik. Lið Breiðabliks kom grimmt út í síðari hálfleik og stúkan var fljót að taka undir með þeim. Nokkrir stuðningsmenn með trommur geta gert ansi mikið í svona litlum sal og létu þeir vel í sér heyra. Blikar unnu 3. leikhluta 30-22, 8 stiga sveifla og þeir komnir þremur stigum yfir. Það var svo í 4. leikhluta sem alvöru hiti fór að færast í leikinn. Calvin Augusta Burks skoraði þrjár körfur í röð fyrir Keflavík áður en Hilmar Pétursson og Sinisa Bilic deildu með sér 10 stigum í röð. Þegar um 23 sekúndur voru eftir af leiknum leiddu Blikar með einu stigi. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé og setti upp kerfi sem gekk ekki betur en það að Calvin Burks steig útaf vellinum. Blikar fengu tvö vítaköst sem Árni Elmar klikkaði á, Keflavík fóru beint í hraða sókn og David Okeke sótti sömuleiðis tvö vítaköst. Okeke, sem hefur spilað í stærri leikjum en þessum, setti niður bæði skotin og lokatölur því 106-107 fyrir Keflavík sem hafa unnið alla fjóra deildarleiki sína hingað til. Tölfræðin klikkaði í Smáranum í kvöld svo undirritaður getur ekki upplýst um annað en stig. David Okeke, leikmaður Kefalvíkur, var stigahæstur í leik kvöldsins með 31 stig. Á eftir honum var Calvin Burks með 27 stig en sá þriðji var Hilmar Pétursson með 26 stig fyrir Breiðablik. Af hverju vann Keflavík? Keflavík höfðu bara meiri gæði í enda dagsins. Þeir hleyptu Blikum inn í leikinn aftur trekk í trekk en undir lok leiks héldu þér hausnum köldum og gengu frá sigrinum. Hverjir stóðu upp úr? David Okeke var atkvæðamestur í liði Keflavíkur og skoraði oft á tíðum mikilvægar körfur þegar aðrir leikmenn liðist voru í ákveðinni lægð. Calvin Burks steig virkilega upp í 4. leikhluta og fór langt með sigur Keflavíkur. Hilmar Pétursson var frábær í liði Blika. Leiddi liðið í frábærum síðari hálfleik og skoraði 26 stig. Hvað hefði mátt betur fara? Keflavíkur liðið var í vandræðum á köflum báðum megin á vellinum í kvöld. Blikar hefðu, með jafnari og sterkari vörn, getað stungið Keflavík af á tímabili. Keflavík hleyptu Blikum mikið í að spila á þeirra hraða, eitthvað sem Keflavíkur liðið vill ekki. Hvað gerist næst? Blikar mæta í sinn fimmta leik með aðeins einn sigur en góðar frammistöður. Þeir heimsækja Grindavík í HS-Orku höllinni föstudaginn 5. nóvember kl. 18:15. Keflavík eru ósigraðir enn og reyna að halda því áfram gegn Þór frá Þorlákshöfn í Blue-Höllinni í Keflavík n.k. fimmtudag 4. nóvember. Subway-deild karla Breiðablik Keflavík ÍF
Nýliðar Breiðabliks fengu sterkt lið Keflavíkur í heimsókn í Smárann í kvöld. Blikarnir spiluðu sinn leik og voru vítakasti frá því að hafa sigurinn. Leiknum lauk með eins stigs sigri Keflavíkur, 106-107. Leikurinn fór jafnt af stað og átti eftir að vera jafn það sem eftir lifði leiks. Liðin skiptust reglulega á að leiða en staðan var jöfn 27-27 í lok 1. leikhluta. Blikum gekk vel að keyra upp hraðann í leiknum og þvinguðu lið Keflavíkur í það að spila hraðar en þeir vilja. Í 2. leikhluta komust Keflavík yfir snemma en tveir þristar um miðjan leikhluta frá Sinisa Bilic og Árna Elmari, leikmönnum Breiðabliks, snéru Blikar því við. Keflvíkingar voru þó ekki á því að fara undir inn í hálfleik og með góðum endaspretti náðu þeir að komast yfir 51-56 og því með fimm stiga forystu í hálfleik. Lið Breiðabliks kom grimmt út í síðari hálfleik og stúkan var fljót að taka undir með þeim. Nokkrir stuðningsmenn með trommur geta gert ansi mikið í svona litlum sal og létu þeir vel í sér heyra. Blikar unnu 3. leikhluta 30-22, 8 stiga sveifla og þeir komnir þremur stigum yfir. Það var svo í 4. leikhluta sem alvöru hiti fór að færast í leikinn. Calvin Augusta Burks skoraði þrjár körfur í röð fyrir Keflavík áður en Hilmar Pétursson og Sinisa Bilic deildu með sér 10 stigum í röð. Þegar um 23 sekúndur voru eftir af leiknum leiddu Blikar með einu stigi. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur, tók leikhlé og setti upp kerfi sem gekk ekki betur en það að Calvin Burks steig útaf vellinum. Blikar fengu tvö vítaköst sem Árni Elmar klikkaði á, Keflavík fóru beint í hraða sókn og David Okeke sótti sömuleiðis tvö vítaköst. Okeke, sem hefur spilað í stærri leikjum en þessum, setti niður bæði skotin og lokatölur því 106-107 fyrir Keflavík sem hafa unnið alla fjóra deildarleiki sína hingað til. Tölfræðin klikkaði í Smáranum í kvöld svo undirritaður getur ekki upplýst um annað en stig. David Okeke, leikmaður Kefalvíkur, var stigahæstur í leik kvöldsins með 31 stig. Á eftir honum var Calvin Burks með 27 stig en sá þriðji var Hilmar Pétursson með 26 stig fyrir Breiðablik. Af hverju vann Keflavík? Keflavík höfðu bara meiri gæði í enda dagsins. Þeir hleyptu Blikum inn í leikinn aftur trekk í trekk en undir lok leiks héldu þér hausnum köldum og gengu frá sigrinum. Hverjir stóðu upp úr? David Okeke var atkvæðamestur í liði Keflavíkur og skoraði oft á tíðum mikilvægar körfur þegar aðrir leikmenn liðist voru í ákveðinni lægð. Calvin Burks steig virkilega upp í 4. leikhluta og fór langt með sigur Keflavíkur. Hilmar Pétursson var frábær í liði Blika. Leiddi liðið í frábærum síðari hálfleik og skoraði 26 stig. Hvað hefði mátt betur fara? Keflavíkur liðið var í vandræðum á köflum báðum megin á vellinum í kvöld. Blikar hefðu, með jafnari og sterkari vörn, getað stungið Keflavík af á tímabili. Keflavík hleyptu Blikum mikið í að spila á þeirra hraða, eitthvað sem Keflavíkur liðið vill ekki. Hvað gerist næst? Blikar mæta í sinn fimmta leik með aðeins einn sigur en góðar frammistöður. Þeir heimsækja Grindavík í HS-Orku höllinni föstudaginn 5. nóvember kl. 18:15. Keflavík eru ósigraðir enn og reyna að halda því áfram gegn Þór frá Þorlákshöfn í Blue-Höllinni í Keflavík n.k. fimmtudag 4. nóvember.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti