Hjalti Þór: Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur Sverrir Mar Smárason skrifar 28. október 2021 21:26 Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sigurinn. Vísir/Bára Dröfn Keflavík heimsótti Breiðablik í Smárann í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var mjög spennandi allt til enda en að lokatölur urðu 106-107, Keflavík í vil. Hjalti Þór, þjálfari Keflavíkur var ánægður með sigurinn en fannst sitt lið ekki spila sinn besta leik. „Mjög sáttur við sigurinn. Blikarnir gerðu okkur rosa erfitt fyrir og voru að ráðast á okkur. Varnarlega vorum við alltof þungir á löppunum og ekki að gera þetta saman sem lið. Sigur er sigur og það er akkúrat það sem við komum hérna til að ná í,“ sagði Hjalti Þór. Liðin skiptust á að leiða leikinn en munurinn varð þó aldrei mikill. Hjalti var ósáttur með sína menn á köflum en hrósaði liði Blika í hástert. „Ég meina sóknarlega var oft á tíðum eins menn kynnu ekki alveg kerfin okkar og varnarlega eins og ég sagði áðan voru þeir bara að ráðast grimmt á okkur. Breiðablik eru bara þannig lið að þeir hætta ekkert. Þeir sýndu það á Króknum 20-30 stigum undir en komu til baka. Við vissum að þeir myndu vera dýrvitlausir og myndu leggja allt undir með ekkert að tapa þannig. Þeir eru að gera mjög fínt mót,“ sagði Hjalti. Hjalti hefur sett saman góða og breiðan hóp og hreyfði mikið við bekknum í leiknum í dag. Hann hefði viljað gera meira af því en hann er mjög ánægður með breiddina. „Við erum með góðan bekk. Ég var svolítið fúll út í sjálfan mig að hreyfa bekkinn ekki meira, sérstaklega í fyrri hálfleik og í þriðja leikhluta. En við erum með fanta bekk og fína breidd,“ sagði Hjalti. Keflavík hafa unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins og segir Hjalti það alltaf markmiðið að vinna alla leiki. Það þurfi þó betri frammistöðu en í dag til þess að landa þeim stóra í vor. „Við förum í alla leiki til að vinna en við þurfum að gera betur en þetta ef við ætlum að fara alla leið í þessu, alveg klárlega. Við erum á ákveðinni vegferð sem mér líst bara ágætlega á og vel á liðið. Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur,“ sagði Hjalti um taplausa byrjun og framhaldið. Subway-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
„Mjög sáttur við sigurinn. Blikarnir gerðu okkur rosa erfitt fyrir og voru að ráðast á okkur. Varnarlega vorum við alltof þungir á löppunum og ekki að gera þetta saman sem lið. Sigur er sigur og það er akkúrat það sem við komum hérna til að ná í,“ sagði Hjalti Þór. Liðin skiptust á að leiða leikinn en munurinn varð þó aldrei mikill. Hjalti var ósáttur með sína menn á köflum en hrósaði liði Blika í hástert. „Ég meina sóknarlega var oft á tíðum eins menn kynnu ekki alveg kerfin okkar og varnarlega eins og ég sagði áðan voru þeir bara að ráðast grimmt á okkur. Breiðablik eru bara þannig lið að þeir hætta ekkert. Þeir sýndu það á Króknum 20-30 stigum undir en komu til baka. Við vissum að þeir myndu vera dýrvitlausir og myndu leggja allt undir með ekkert að tapa þannig. Þeir eru að gera mjög fínt mót,“ sagði Hjalti. Hjalti hefur sett saman góða og breiðan hóp og hreyfði mikið við bekknum í leiknum í dag. Hann hefði viljað gera meira af því en hann er mjög ánægður með breiddina. „Við erum með góðan bekk. Ég var svolítið fúll út í sjálfan mig að hreyfa bekkinn ekki meira, sérstaklega í fyrri hálfleik og í þriðja leikhluta. En við erum með fanta bekk og fína breidd,“ sagði Hjalti. Keflavík hafa unnið fyrstu fjóra leiki tímabilsins og segir Hjalti það alltaf markmiðið að vinna alla leiki. Það þurfi þó betri frammistöðu en í dag til þess að landa þeim stóra í vor. „Við förum í alla leiki til að vinna en við þurfum að gera betur en þetta ef við ætlum að fara alla leið í þessu, alveg klárlega. Við erum á ákveðinni vegferð sem mér líst bara ágætlega á og vel á liðið. Ég held við eigum eftir að geta gert góða hluti í vetur,“ sagði Hjalti um taplausa byrjun og framhaldið.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Keflavík 106-107 | Taplausir Keflvíkingar mörðu nýliðana Nýliðar Breiðabliks tóku á móti Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Deildarmeistararnir sluppu með skrekkinn og unnu dramatískan eins stigs sigur 107-106. 28. október 2021 20:49
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum