Lindelöf hafði komið inn í lið Man United eftir að Raphaël Varane meiddist. Hélt hann svo sæti sínu er Ole Gunnar Solskjær, þjálfari liðsins, stillti upp í þriggja miðvarða kerfi gegn Tottenham Hotspur um helgina.
Svíinn verður hins vegar fjarri góðu gamni er Man Utd mætir Atalanta í Bergamo annað kvöld en hann meiddist á æfingu og ferðaðist ekki með liðinu til Ítalíu.
Man Utd er sem stendur efst í F-riðli með sex stig er þremur umferðum er lokið. Villareal og Atalanta eru með fjögur stig á meðan Young Boys rekur lestina með þrjú stig. Þeirra eini sigur kom gegn Man Utd í fyrstu umferð.