Fjölskylda Emils komin til Noregs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2021 10:58 Emil Pálsson í leik með FH gegn SJK Seinajoki í Evrópudeildinni. epa/KIMMO BRANDT Fjölskylda fótboltamannsins Emils Pálssonar er komin til Noregs. Hann fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær en var endurlífgaður á staðnum og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland í Björgvin. Fjölskylda Emils er komin til Oslóar og bíður eftir flugi til Björgvins. Bróðir Emils, Stefán, staðfesti þetta við Vísi í morgun. Fjölskyldan, eins og aðrir, bíða nú frekari fregna af Emil. Í samtali við Verdens Gang sagði Geir Inge Heggestad, upplýsingafulltrúi Sogndal, að leikmenn og starfsfólk félagsins hafi komið saman í morgun. „Við höfum ekki enn fengið nýjar upplýsingar um líðan Emils, aðrar en þær að hann var með meðvitund þegar honum var flogið frá Sogndal til Haukeland í gærkvöldi. Við verðum að vera þolinmóð og bíða fregna. Þær koma í dag en við vitum ekki hvenær,“ sagði Heggestad. Hann stóð í leikmannagöngunum og horfði á þegar Emil hné niður. Fyrst gerði hann sér ekki grein fyrir því hvað hafði gerst en að staðan væri alvarleg. „Sumir héldu að hann væri að halda um nefið, eins og hann hefði fengið olnbogaskot eða eitthvað slíkt en ég sá fljótt að þetta var alvarlegra en það,“ sagði Heggestad. Í frétt VG kemur fram að aðeins sjö sekúndur hafi liðið frá því dómari leiksins óskaði eftir aðstoð og þar til læknir Sogndal, Anders Rosø, kom Emil til aðstoðar. „Þetta var mjög faglega unnið að mínu mati. Við höfum líka fengið góð viðbrögð við því hvernig brugðist var við,“ sagði Heggestad. Fyrir tíu árum hné leikmaður Brann, Carl-Erik Torp, niður á sama velli. Heggestad segir að Sogndal búi að reynslunni frá því það gerðist og hún hafi komið í góðar þarfir í gær. Norski boltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Sjá meira
Fjölskylda Emils er komin til Oslóar og bíður eftir flugi til Björgvins. Bróðir Emils, Stefán, staðfesti þetta við Vísi í morgun. Fjölskyldan, eins og aðrir, bíða nú frekari fregna af Emil. Í samtali við Verdens Gang sagði Geir Inge Heggestad, upplýsingafulltrúi Sogndal, að leikmenn og starfsfólk félagsins hafi komið saman í morgun. „Við höfum ekki enn fengið nýjar upplýsingar um líðan Emils, aðrar en þær að hann var með meðvitund þegar honum var flogið frá Sogndal til Haukeland í gærkvöldi. Við verðum að vera þolinmóð og bíða fregna. Þær koma í dag en við vitum ekki hvenær,“ sagði Heggestad. Hann stóð í leikmannagöngunum og horfði á þegar Emil hné niður. Fyrst gerði hann sér ekki grein fyrir því hvað hafði gerst en að staðan væri alvarleg. „Sumir héldu að hann væri að halda um nefið, eins og hann hefði fengið olnbogaskot eða eitthvað slíkt en ég sá fljótt að þetta var alvarlegra en það,“ sagði Heggestad. Í frétt VG kemur fram að aðeins sjö sekúndur hafi liðið frá því dómari leiksins óskaði eftir aðstoð og þar til læknir Sogndal, Anders Rosø, kom Emil til aðstoðar. „Þetta var mjög faglega unnið að mínu mati. Við höfum líka fengið góð viðbrögð við því hvernig brugðist var við,“ sagði Heggestad. Fyrir tíu árum hné leikmaður Brann, Carl-Erik Torp, niður á sama velli. Heggestad segir að Sogndal búi að reynslunni frá því það gerðist og hún hafi komið í góðar þarfir í gær.
Norski boltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Sjá meira