Fertugur Zlatan snýr aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2021 15:02 Zlatan Ibrahimovic ætlar að hjálpa Svíum að komast á HM. getty/David Lidstrom Hinn fertugi Zlatan Ibrahimovic var valinn í sænska landsliðið fyrir síðustu leiki þess í undankeppni HM 2022. Landsliðsþjálfarinn Janne Andersson kynnti hópinn sinn í dag. Hann er skipaður 26 leikmönnum. TRUPPEN Här är herrtruppen som är uttagna för att spela de avgörande matcherna i VM-kvalet! — Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 2, 2021 Þeirra á meðal er Zlatan sem sneri aftur í landsliðið fyrr á þessu ári. Hann lék tvo leiki í undankeppni HM í mars og lagði upp mark í þeim báðum. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir sænska landsliðið. Hnémeiðsli komu hins vegar í veg fyrir að Zlatan léki á EM í sumar. Þar komust Svíar í sextán liða úrslit. Zlatan hefur leikið 118 landsleiki og skorað 62 mörk. Hann er markahæstur í sögu sænska landsliðsins. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016 en gaf aftur kost á sér í landsliðið fyrir leikina í mars. Andersson kvaðst hæstánægður með að endurheimta Zlatan sem er nýkominn aftur á ferðina með AC Milan eftir meiðsli. „Það er frábært að hafa Zlatan. Hann hjálpaði okkur mikið í mars og gerir okkur kleift að spila svolítið öðruvísi,“ sagði Andersson. Svíar mæta Georgíumönnum 11. nóvember og Spánverjum þremur dögum síðar. Svíþjóð er á toppi B-riðils undankeppninnar með fimmtán stig, tveimur stigum á undan Spáni. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Á síðasta heimsmeistaramóti, í Rússlandi 2018, komst Svíþjóð í átta liða úrslit. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Katar í desember á næsta ári. Zlatan verður þá 41 árs og ef hann tekur þátt verður hann næstelsti útileikmaðurinn í sögu HM á eftir Roger Milla. HM 2022 í Katar Svíþjóð Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Janne Andersson kynnti hópinn sinn í dag. Hann er skipaður 26 leikmönnum. TRUPPEN Här är herrtruppen som är uttagna för att spela de avgörande matcherna i VM-kvalet! — Svensk Fotboll (@svenskfotboll) November 2, 2021 Þeirra á meðal er Zlatan sem sneri aftur í landsliðið fyrr á þessu ári. Hann lék tvo leiki í undankeppni HM í mars og lagði upp mark í þeim báðum. Hann er elsti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir sænska landsliðið. Hnémeiðsli komu hins vegar í veg fyrir að Zlatan léki á EM í sumar. Þar komust Svíar í sextán liða úrslit. Zlatan hefur leikið 118 landsleiki og skorað 62 mörk. Hann er markahæstur í sögu sænska landsliðsins. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM 2016 en gaf aftur kost á sér í landsliðið fyrir leikina í mars. Andersson kvaðst hæstánægður með að endurheimta Zlatan sem er nýkominn aftur á ferðina með AC Milan eftir meiðsli. „Það er frábært að hafa Zlatan. Hann hjálpaði okkur mikið í mars og gerir okkur kleift að spila svolítið öðruvísi,“ sagði Andersson. Svíar mæta Georgíumönnum 11. nóvember og Spánverjum þremur dögum síðar. Svíþjóð er á toppi B-riðils undankeppninnar með fimmtán stig, tveimur stigum á undan Spáni. Efsta liðið í riðlinum kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Á síðasta heimsmeistaramóti, í Rússlandi 2018, komst Svíþjóð í átta liða úrslit. Næsta heimsmeistaramót fer fram í Katar í desember á næsta ári. Zlatan verður þá 41 árs og ef hann tekur þátt verður hann næstelsti útileikmaðurinn í sögu HM á eftir Roger Milla.
HM 2022 í Katar Svíþjóð Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira