„Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2021 14:58 Jóhann Rúnar Skúlason, hér á Finnboga frá Minni-Reykjum, hefur verið búsettur í Danmörku undanfarin ár. Hann hlaut dóm fjögurra mánaða dóm, að mestu skilorðsbundinn, haustið 1994 fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku ári fyrr. berglind Jóhann Rúnar Skúlason, sem nýverið var vikið úr landsliði Íslands í hestaíþróttum vegna kynferðisbrotadóms frá árinu 1994, er verulega ósáttur við að hafa verið vikið úr landsliðinu. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft önnur kynferðismök með þrettán ára stúlku í gáleysi um aldur hennar. Hann segist iðrast gjörða sinna en vill að það sé skýrt að hann hafi ekki fengið dóm fyrir nauðgun eins og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. Landsliðsþjálfari sem vísaði Jóhanni úr landsliðinu segist hafa heyrt af kynferðisbroti Jóhanns á sínum tíma en ekki að um væri að ræða svo ungan brotaþola. Jóhann Rúnar segist sjálfur verulega ósáttur að hafa verið vikið úr landsliðinu og spyr hvort fólk eigi ekki afturkvæmt eftir að hafa gert mistök. Jóhann Rúnar sendi frá sér yfirlýsingu í gær til fjölmiðla. Þar sagðist hann ekki geta breytt því liðna. Hann iðrist gjörða sinn og biðji brotaþola í ofbeldismálum sínum afsökunar. Þá sagði hann rangar fullyrðingar í fjölmiðlum þess efnis að hann hefði verið með ökklaband í kjölfar heimilisofbeldisdóms árið 2016 og sömuleiðis að hann hefði verið dæmdur fyrir nauðgun árið 1993. Fréttastofa óskaði eftir afriti af dómnum í kynferðisafbrotamálinu frá 1993 frá Héraðsdómi Norðurlands vestra. Í dómnum kemur fram að Jóhann og stúlkan hafi ekki þekkst fyrr en brotið átti sér stað í ágúst 1993. Hann hafi unnið í verslun úti á landi og eftir lokun hafi hann tekið hana upp í bíl sinn á rúnti um bæinn. Hann sagði stúlkuna hafa sýnt sér áhuga, meðal annars nuddað sér upp við hann í versluninni og svo horft á eftir honum þar sem hann ók bíl sínum. Stúlkan þvertók fyrir að hafa sýnt nokkurn áhuga. Bauð stúlkunni far Bauð hann stúlkunni far þar sem hún var ein á ferð og ók henni þangað sem hún bað um. Þegar vinir voru ekki heima hefði hún beðið hann um að setja sig bara út einhvers staðar. Hann hafi svo stungið upp á því að aka henni á ónefndan stað, að hans sögn í gríni, en stúlkan segist hafa svarað játandi í gríni. Í framhaldinu lýsti Jóhann því fyrir dómi að hún hafi leyft honum að kyssa sig og svo hafi eitt leitt af öðru. Hún hafi ekki samþykkt að hafa samfarir en hann þá í staðinn stungið fingri í leggöng hennar, líklega í um fimmtán mínútur að hans sögn. Stúlkan segist ekki hafa þorað að neita honum um að kyssa sig og orðið stíf af hræðslu í bílnum. Taldi stúlkan Jóhann hafa reynt að hafa samræði við sig en því neitaði Jóhann. Hún lýsir því að hafa verið grátandi allan tímann. Svo hafi hún rúnkað honum að hans beiðni. Hún hafi ekki sagt orð og bara orðið við hans beiðni. Þegar stúlkan klæddi sig aftur í fötin varð hún vör við blóð á líkama sínum, fötum og í sæti bifreiðarinnar. Faldi sig á meðan bíll var dreginn upp úr skurði Gegn neitun Jóhanns þótti ekki sannað að hann hefði haft samræði við hana umrætt skipti. Einnig var tekist á um það hvort Jóhann hefði vitað aldur stúlkunnar. Voru þau sammála í frásögn sinni um að hann hefði spurt hana hve gömul hún væri í bílnum. Hún sagðist hafa svarað honum „þú veist það alveg“ á meðan Jóhann sagði hana hafa sagt aldur engu máli skipta, hún væri nógu gömul. Fór svo að stúlkan þurfti að fela sig á bak við hól þar sem þau höfðu lagt bílnum vegna þess að Jóhann bakkaði bílnum út í skurð og þurfti að kalla eftir aðstoð. Sagðist stúlkan ekki hafa þorað að gefa sig fram við karlmennina sem komu til að hjálpa Jóhanni með bílinn. Þá sagðist konan að fyrra bragði hafa spurt Jóhann, þegar hann skutlaði henni í götuna hennar, hvort hún ætti ekki að þegja yfir því sem hefði gerst. Hann tók undir það. Sagðist stúlkan einnig hafa gert það af ótta við viðbrögðum hans ef hún segði frá. Móðir stúlkunnar tók eftir blóði á henni þegar hún kom heim. Stúlkan svaraði því til að hafa slasað sig á reiðhjóli sínu. Hún opnaði sig svo gagnvart móður sinni og leitaði tveimur dögum eftir brotið með móður sinni til lögreglu og á Barnaspítala Hringsins. Sagðist hafa talið stúlkuna sextán eða sautján ára Fjölskipaður Héraðsdómur Norðurlands vestra taldi í ljósi þess að Jóhann og stúlkan voru ein til frásagnar að leggja yrði til grundvallar þá staðhæfingu Jóhanns að hann hefði ekki haft samræði við stúlkuna. Hins vegar teldist nægjanlega sannað að Jóhann hefði haft kynferðismök við stúlkuna í umrætt sinn og á þann veg sem hann greindi sjálfur frá fyrir dómi. Þá segir í niðurstöðu dómsins að stúlkan hafi verið komin vel á veg á fjórtánda ár þegar brotið var framið. Jóhann hafi haldið því fram að hann hafi ekki vitað hve gömul stúlkan var en ekki talið hana svo unga. Hann hefði talið hana sextán til sautján ára gamla. Samkvæmt framburði stúlkunnar sagði hún honum ekki aldur sinn en taldi honum kunnugt um að hún væri ekki orðin fjórtán ára. Héraðsdómur taldi ekkert hafa komið fram við meðferð málsins sem afdráttarlaust studdi fullyrðingu stúlkunnar. Þroski hennar á þeim tíma sem atburðir gerðust hafi verið eðlilegur og hvorki meiri né minnni en almennt þekkist varðandi stúlkur á hennar aldri. Fjögurra mánaða fangelsi þótti hæfilegur dómur Héraðsdómi þótti varhugavert að telja sannað að á verknaðarstundu hafi verið fyrir hendi ásetningur hjá Jóhanni til að hafa kynferðismök við stúlku undir fjórtán ára. Því var hann ekki sakfelldur fyrir að hafa haft kynferðismök af ásetningi við stúlku undir lögaldri. Hins vegar yrði að virða Jóhanni það til stórfellds gáleysis „að hann skeytti engu um þann möguleika, að stúlkan væri svo ung sem raun ber vitni“. Því yrði að líta svo á að hann hefði í umrætt skipti haft kynferðismök, önnur en samræði, við stúlkuna í gáleysi um aldur hennar. Þótti fjögurra mánaða fangelsi, þar af þrír á skilorði, hæfileg refsing fyrir þessi brot. Stærsta ákvörðun hjá sérsambandi Formaður Landssambands hestamanna tjáði fréttastofu á mánudag að það hefði verið erfið ákvörðun að víkja einum fremsta knappa Íslands úr landsliðinu vegna kynferðisbrotamáls. Óverjandi væri að taka ekki ákvörðun þegar mál af þessum toga kæmu upp. Sambandið hefði tekið rétta ákvörðun. „Ég held nú að þetta sé stærsta ákvörðun sem að sérsamband hefur þurft að standa frammi fyrir, að víkja sínum stærsta keppenda og stærsta nafni í keppnisgreininni úr landsliði,“ sagði Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamanna. „Við teljum ekki verjandi fyrir okkur sem eitt af stærstu sérsamböndum innan ÍSÍ að taka ekki á svona málum. Kynferðisbrotamál, sér í lagi þegar kemur að börnum, geta ekki og munu ekki líðast í okkar framvarðarsveit.“ Guðni sagði að um erfiða ákvörðun hefði verið að ræða en hann hefði fyrst heyrt af málinu þegar Mannlíf hóf umfjöllun sína um málið. Málið löngu grafið í hugum fólks Sigurbjörn Bárðarsonar var landsliðsþjálfari hestamanna þarf til um nýliðin mánaðamót. Sigurbjörn, sem er sömuleiðis einn fremsti knapi Íslands og var kjörinn íþróttamaður ársins árið 1993, segir samning sinn sem landsliðsþjálfara hafa runnið út um mánaðamótin. Hann segir Guðna eðlilega ekki hafa heyrt af þessu máli enda séu tæpir þrír áratugir liðnir frá brotinu en Guðni stimplað sig inn í hestaheiminn á undanförnum árum. Sigurbjörn Bárðarson var kosinn Íþróttamaður ársins 1993. Hann hefur undanfarin ár verið landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum en sá samningur rann út um mánaðamótin.Vísir/Sigurjón Sigurbjörn man eftir umræðu um þetta mál á sínum tíma. „Maður vissi af þessu, ekki að þetta væri 13 ára gamall krakki en menn höfðu spurnir af þessu,“ segir Sigurbjörn. Hann segir málið þó hafa verið löngu grafið í hugum fólks og enginn með hugann við þetta, fyrr en málið komst í fjölmiðla á dögunum. Finnst dómurinn voðalega vægur Sigurbjörn telur þessi mál sem betur fer miklu meira uppi á borðum í dag en þá. Tímarnir séu rosalega breyttir. „Nú væri tekið miklu strangar á þessu en á þessum tíma. Þetta er voðalega vægur dómur miðað við eðli brotsins,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn segir Landsamband hestamanna hafa skoðað dóminn í Danmörku sömuleiðis. Það hafi verið borið undir lögfræðinga og talið að hann hefði tekið tekið út sinn dóm fyrir það. Ekki væri tilefni til að meina honum að vera í liðinu vegna dómsins. Það er í samræmi við orð Guðna á mánudaginn að það hafi verið kynferðisbrotið sem varð til þess að Jóhanni Rúnari var vikið úr landsliðinu. Hitt málið hafi hins vegar aldrei verið í sjónmáli í seinni tíð. Það hafi komið flatt upp á sambandið og menn fengið hnút í magann. Segist segja öllum frá mistökum sínum sem spyrji Jóhann Rúnar segist í samtali við Vísi verulega ósáttur við að hafa verið vísað úr landsliðinu tæpum þremur áratugum eftir að hafa fengið dóm og tekið út sína refsingu. „Ég er verulega ósáttur, það er engin spurning. Það hefur ekkert nýtt komið fram,“ segir Jóhann Rúnar. Jóhann Skúlason varð heimsmeistari í tölti árið 2019. Hann hreppti þrjá af níu mögulegum titlum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins.Rut Sigurðardóttir Hann segir það frekar þunn rök að tíðarandinn í dag sé annar en hafi verið þá. Sömuleiðis að hann hafi ekki verið orðinn þekkt stærð í hestaheiminum á þeim tíma. Vísar hann þar til orða Sigurbjörns í samtali við RÚV í gær. Jóhann Rúnar er búsettur í Danmörku og segir marga þar í landi hafa vitað af málinu. „Ég byrja ekkert á því að segja fólki frá þessu en allir sem hafa spurt mig, þeim hef ég svarað. Ég er ekkert að afsaka og verja mínar gjörðir. Mér finnst miður það sem gerðist.“ Geturðu aldrei komið til baka? Aðspurður hvort hann hafi beðið þolendur sínar afsökunar segist hann ekkert hafa séð stúlkuna frá því árið 1993. Hann hafi margoft sagt að honum þyki miður hvað gerðist en ítrekar að hafa ekki vitað um aldur stúlkunnar, eins og fram hafi komið í dómnum. Varðandi konuna sem kærði hann fyrir ofbeldi árið 2016 þá hafi þau tekið saman aftur árið 2017. Þau hafi svo eignast barn saman tveimur árum síðar en séu síðan skilin. Hún hafi sýnt honum stuðning í vikunni og sagst ekkert skilja ákvörðun sambandsins að víkja honum úr landsliðinu. „Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“ spyr Jóhann Rúnar. Íþróttahreyfingin ætli að refsa honum enn frekar fyrir dóm sem hann hafi þegar tekið út. „Ég á ekki afturkvæmt í íþróttahreyfinguna, allavega ekki íslenska landsliðið. En ég get riðið út mér til ánægju.“ Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að Sigurbjörn hafi tilkynnt Jóhanni að honum hefði verið vikið úr landsliðinu. Hið rétta er að það kom í hlut Guðna. Hestar Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira
Landsliðsþjálfari sem vísaði Jóhanni úr landsliðinu segist hafa heyrt af kynferðisbroti Jóhanns á sínum tíma en ekki að um væri að ræða svo ungan brotaþola. Jóhann Rúnar segist sjálfur verulega ósáttur að hafa verið vikið úr landsliðinu og spyr hvort fólk eigi ekki afturkvæmt eftir að hafa gert mistök. Jóhann Rúnar sendi frá sér yfirlýsingu í gær til fjölmiðla. Þar sagðist hann ekki geta breytt því liðna. Hann iðrist gjörða sinn og biðji brotaþola í ofbeldismálum sínum afsökunar. Þá sagði hann rangar fullyrðingar í fjölmiðlum þess efnis að hann hefði verið með ökklaband í kjölfar heimilisofbeldisdóms árið 2016 og sömuleiðis að hann hefði verið dæmdur fyrir nauðgun árið 1993. Fréttastofa óskaði eftir afriti af dómnum í kynferðisafbrotamálinu frá 1993 frá Héraðsdómi Norðurlands vestra. Í dómnum kemur fram að Jóhann og stúlkan hafi ekki þekkst fyrr en brotið átti sér stað í ágúst 1993. Hann hafi unnið í verslun úti á landi og eftir lokun hafi hann tekið hana upp í bíl sinn á rúnti um bæinn. Hann sagði stúlkuna hafa sýnt sér áhuga, meðal annars nuddað sér upp við hann í versluninni og svo horft á eftir honum þar sem hann ók bíl sínum. Stúlkan þvertók fyrir að hafa sýnt nokkurn áhuga. Bauð stúlkunni far Bauð hann stúlkunni far þar sem hún var ein á ferð og ók henni þangað sem hún bað um. Þegar vinir voru ekki heima hefði hún beðið hann um að setja sig bara út einhvers staðar. Hann hafi svo stungið upp á því að aka henni á ónefndan stað, að hans sögn í gríni, en stúlkan segist hafa svarað játandi í gríni. Í framhaldinu lýsti Jóhann því fyrir dómi að hún hafi leyft honum að kyssa sig og svo hafi eitt leitt af öðru. Hún hafi ekki samþykkt að hafa samfarir en hann þá í staðinn stungið fingri í leggöng hennar, líklega í um fimmtán mínútur að hans sögn. Stúlkan segist ekki hafa þorað að neita honum um að kyssa sig og orðið stíf af hræðslu í bílnum. Taldi stúlkan Jóhann hafa reynt að hafa samræði við sig en því neitaði Jóhann. Hún lýsir því að hafa verið grátandi allan tímann. Svo hafi hún rúnkað honum að hans beiðni. Hún hafi ekki sagt orð og bara orðið við hans beiðni. Þegar stúlkan klæddi sig aftur í fötin varð hún vör við blóð á líkama sínum, fötum og í sæti bifreiðarinnar. Faldi sig á meðan bíll var dreginn upp úr skurði Gegn neitun Jóhanns þótti ekki sannað að hann hefði haft samræði við hana umrætt skipti. Einnig var tekist á um það hvort Jóhann hefði vitað aldur stúlkunnar. Voru þau sammála í frásögn sinni um að hann hefði spurt hana hve gömul hún væri í bílnum. Hún sagðist hafa svarað honum „þú veist það alveg“ á meðan Jóhann sagði hana hafa sagt aldur engu máli skipta, hún væri nógu gömul. Fór svo að stúlkan þurfti að fela sig á bak við hól þar sem þau höfðu lagt bílnum vegna þess að Jóhann bakkaði bílnum út í skurð og þurfti að kalla eftir aðstoð. Sagðist stúlkan ekki hafa þorað að gefa sig fram við karlmennina sem komu til að hjálpa Jóhanni með bílinn. Þá sagðist konan að fyrra bragði hafa spurt Jóhann, þegar hann skutlaði henni í götuna hennar, hvort hún ætti ekki að þegja yfir því sem hefði gerst. Hann tók undir það. Sagðist stúlkan einnig hafa gert það af ótta við viðbrögðum hans ef hún segði frá. Móðir stúlkunnar tók eftir blóði á henni þegar hún kom heim. Stúlkan svaraði því til að hafa slasað sig á reiðhjóli sínu. Hún opnaði sig svo gagnvart móður sinni og leitaði tveimur dögum eftir brotið með móður sinni til lögreglu og á Barnaspítala Hringsins. Sagðist hafa talið stúlkuna sextán eða sautján ára Fjölskipaður Héraðsdómur Norðurlands vestra taldi í ljósi þess að Jóhann og stúlkan voru ein til frásagnar að leggja yrði til grundvallar þá staðhæfingu Jóhanns að hann hefði ekki haft samræði við stúlkuna. Hins vegar teldist nægjanlega sannað að Jóhann hefði haft kynferðismök við stúlkuna í umrætt sinn og á þann veg sem hann greindi sjálfur frá fyrir dómi. Þá segir í niðurstöðu dómsins að stúlkan hafi verið komin vel á veg á fjórtánda ár þegar brotið var framið. Jóhann hafi haldið því fram að hann hafi ekki vitað hve gömul stúlkan var en ekki talið hana svo unga. Hann hefði talið hana sextán til sautján ára gamla. Samkvæmt framburði stúlkunnar sagði hún honum ekki aldur sinn en taldi honum kunnugt um að hún væri ekki orðin fjórtán ára. Héraðsdómur taldi ekkert hafa komið fram við meðferð málsins sem afdráttarlaust studdi fullyrðingu stúlkunnar. Þroski hennar á þeim tíma sem atburðir gerðust hafi verið eðlilegur og hvorki meiri né minnni en almennt þekkist varðandi stúlkur á hennar aldri. Fjögurra mánaða fangelsi þótti hæfilegur dómur Héraðsdómi þótti varhugavert að telja sannað að á verknaðarstundu hafi verið fyrir hendi ásetningur hjá Jóhanni til að hafa kynferðismök við stúlku undir fjórtán ára. Því var hann ekki sakfelldur fyrir að hafa haft kynferðismök af ásetningi við stúlku undir lögaldri. Hins vegar yrði að virða Jóhanni það til stórfellds gáleysis „að hann skeytti engu um þann möguleika, að stúlkan væri svo ung sem raun ber vitni“. Því yrði að líta svo á að hann hefði í umrætt skipti haft kynferðismök, önnur en samræði, við stúlkuna í gáleysi um aldur hennar. Þótti fjögurra mánaða fangelsi, þar af þrír á skilorði, hæfileg refsing fyrir þessi brot. Stærsta ákvörðun hjá sérsambandi Formaður Landssambands hestamanna tjáði fréttastofu á mánudag að það hefði verið erfið ákvörðun að víkja einum fremsta knappa Íslands úr landsliðinu vegna kynferðisbrotamáls. Óverjandi væri að taka ekki ákvörðun þegar mál af þessum toga kæmu upp. Sambandið hefði tekið rétta ákvörðun. „Ég held nú að þetta sé stærsta ákvörðun sem að sérsamband hefur þurft að standa frammi fyrir, að víkja sínum stærsta keppenda og stærsta nafni í keppnisgreininni úr landsliði,“ sagði Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamanna. „Við teljum ekki verjandi fyrir okkur sem eitt af stærstu sérsamböndum innan ÍSÍ að taka ekki á svona málum. Kynferðisbrotamál, sér í lagi þegar kemur að börnum, geta ekki og munu ekki líðast í okkar framvarðarsveit.“ Guðni sagði að um erfiða ákvörðun hefði verið að ræða en hann hefði fyrst heyrt af málinu þegar Mannlíf hóf umfjöllun sína um málið. Málið löngu grafið í hugum fólks Sigurbjörn Bárðarsonar var landsliðsþjálfari hestamanna þarf til um nýliðin mánaðamót. Sigurbjörn, sem er sömuleiðis einn fremsti knapi Íslands og var kjörinn íþróttamaður ársins árið 1993, segir samning sinn sem landsliðsþjálfara hafa runnið út um mánaðamótin. Hann segir Guðna eðlilega ekki hafa heyrt af þessu máli enda séu tæpir þrír áratugir liðnir frá brotinu en Guðni stimplað sig inn í hestaheiminn á undanförnum árum. Sigurbjörn Bárðarson var kosinn Íþróttamaður ársins 1993. Hann hefur undanfarin ár verið landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum en sá samningur rann út um mánaðamótin.Vísir/Sigurjón Sigurbjörn man eftir umræðu um þetta mál á sínum tíma. „Maður vissi af þessu, ekki að þetta væri 13 ára gamall krakki en menn höfðu spurnir af þessu,“ segir Sigurbjörn. Hann segir málið þó hafa verið löngu grafið í hugum fólks og enginn með hugann við þetta, fyrr en málið komst í fjölmiðla á dögunum. Finnst dómurinn voðalega vægur Sigurbjörn telur þessi mál sem betur fer miklu meira uppi á borðum í dag en þá. Tímarnir séu rosalega breyttir. „Nú væri tekið miklu strangar á þessu en á þessum tíma. Þetta er voðalega vægur dómur miðað við eðli brotsins,“ segir Sigurbjörn. Sigurbjörn segir Landsamband hestamanna hafa skoðað dóminn í Danmörku sömuleiðis. Það hafi verið borið undir lögfræðinga og talið að hann hefði tekið tekið út sinn dóm fyrir það. Ekki væri tilefni til að meina honum að vera í liðinu vegna dómsins. Það er í samræmi við orð Guðna á mánudaginn að það hafi verið kynferðisbrotið sem varð til þess að Jóhanni Rúnari var vikið úr landsliðinu. Hitt málið hafi hins vegar aldrei verið í sjónmáli í seinni tíð. Það hafi komið flatt upp á sambandið og menn fengið hnút í magann. Segist segja öllum frá mistökum sínum sem spyrji Jóhann Rúnar segist í samtali við Vísi verulega ósáttur við að hafa verið vísað úr landsliðinu tæpum þremur áratugum eftir að hafa fengið dóm og tekið út sína refsingu. „Ég er verulega ósáttur, það er engin spurning. Það hefur ekkert nýtt komið fram,“ segir Jóhann Rúnar. Jóhann Skúlason varð heimsmeistari í tölti árið 2019. Hann hreppti þrjá af níu mögulegum titlum á heimsmeistaramóti íslenska hestsins.Rut Sigurðardóttir Hann segir það frekar þunn rök að tíðarandinn í dag sé annar en hafi verið þá. Sömuleiðis að hann hafi ekki verið orðinn þekkt stærð í hestaheiminum á þeim tíma. Vísar hann þar til orða Sigurbjörns í samtali við RÚV í gær. Jóhann Rúnar er búsettur í Danmörku og segir marga þar í landi hafa vitað af málinu. „Ég byrja ekkert á því að segja fólki frá þessu en allir sem hafa spurt mig, þeim hef ég svarað. Ég er ekkert að afsaka og verja mínar gjörðir. Mér finnst miður það sem gerðist.“ Geturðu aldrei komið til baka? Aðspurður hvort hann hafi beðið þolendur sínar afsökunar segist hann ekkert hafa séð stúlkuna frá því árið 1993. Hann hafi margoft sagt að honum þyki miður hvað gerðist en ítrekar að hafa ekki vitað um aldur stúlkunnar, eins og fram hafi komið í dómnum. Varðandi konuna sem kærði hann fyrir ofbeldi árið 2016 þá hafi þau tekið saman aftur árið 2017. Þau hafi svo eignast barn saman tveimur árum síðar en séu síðan skilin. Hún hafi sýnt honum stuðning í vikunni og sagst ekkert skilja ákvörðun sambandsins að víkja honum úr landsliðinu. „Þér geta orðið á mistök í lífinu, geturðu þá aldrei komið til baka?“ spyr Jóhann Rúnar. Íþróttahreyfingin ætli að refsa honum enn frekar fyrir dóm sem hann hafi þegar tekið út. „Ég á ekki afturkvæmt í íþróttahreyfinguna, allavega ekki íslenska landsliðið. En ég get riðið út mér til ánægju.“ Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að Sigurbjörn hafi tilkynnt Jóhanni að honum hefði verið vikið úr landsliðinu. Hið rétta er að það kom í hlut Guðna.
Hestar Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Sjá meira