Fótbolti

Benzema hetja Real enn á ný

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Benzema kom Real til bjargar enn á ný í kvöld.
Benzema kom Real til bjargar enn á ný í kvöld. David S. Bustamante/Getty Images

Karim Benzema kom Real Madríd til bjargar er liðið vann Shakhtar Donetsk 2-1 í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þá gerðu AC Milan og Porto 1-1 jafntefli í Mílanó.

Benzema kom Real yfir strax á 14. mínútu leiksins en Fernando jafnaði metin fyrir gestina frá Úkraínu undir lok fyrri hálfleiks. Staðan því jöfn er liðin gengu til búningsherbergja á Santiago Bernabéu í kvöld.

Þegar klukkutími var liðinn var Benzema aftur á ferðinni með þéttingsföstu skoti úr vítateignum. Aftur var Vinícius Júnior sem lagði boltann upp á Benzema og staðan orðin 2-1 heimamönnum í vil.

Fleiri urðu mörkin ekki og Real Madríd þar með komið á topp D-riðils Meistaradeildarinnar með níu stig.

Í Mílanó var Porto í heimsókn. Luis Díaz kom gestunum frá Portúgal yfir eftir aðeins sex mínútna leik, reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Eftir rétt rúmlega klukkustund varð Chancel Mbemba fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan orðin 1-1.

Hvorugu liðinu tókst að skora sigurmarkið og urðu liðin því að sættast á eitt stig hvort. Porto er þar með í 2. sæti B-riðils með fimm stig en þetta var fyrsta sig Mílanómanna í keppninni.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×