Everton og Tottenham gerðu jafntefli í fyrsta leik Conte Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. nóvember 2021 16:15 Rafa Benitez og Antonio Conte stýra sínum liðum EPA-EFE/ANDREW YATES Everton og Tottenham gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í dag. Þetta var fyrsti úrvalsdeildarleikur Tottenham undir stjórn Antonio Conte. Það var mikið jafnræði með liðunum allan leikinn þó svo að framan af hafi Everton átt hættulegri færi. Eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik endurspeglaði staðan leikinn, 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mun opnari. Everton vildi fá vítaspyrnu á 63. mínútu eftir að Hugo Lloris, markvörður Tottenham, virtist fella Richarlison, framherja Everton. Eftir mikil fundarhöld og mikla yfirlegu hjá dómaranum sem og VAR þá var ekkert dæmt. Lo Celso átti síðar skot í stöngina. Það reyndist besta færi Tottenham það sem lifði leiks en Mason Holtgate, leikmaður Everton, fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir brot á Pierre Emile Hojberg. 0-0 niðurstaðan og bæði lið ætti að geta sætt við við skiptan hlut. Enski boltinn
Everton og Tottenham gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í dag. Þetta var fyrsti úrvalsdeildarleikur Tottenham undir stjórn Antonio Conte. Það var mikið jafnræði með liðunum allan leikinn þó svo að framan af hafi Everton átt hættulegri færi. Eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik endurspeglaði staðan leikinn, 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mun opnari. Everton vildi fá vítaspyrnu á 63. mínútu eftir að Hugo Lloris, markvörður Tottenham, virtist fella Richarlison, framherja Everton. Eftir mikil fundarhöld og mikla yfirlegu hjá dómaranum sem og VAR þá var ekkert dæmt. Lo Celso átti síðar skot í stöngina. Það reyndist besta færi Tottenham það sem lifði leiks en Mason Holtgate, leikmaður Everton, fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir brot á Pierre Emile Hojberg. 0-0 niðurstaðan og bæði lið ætti að geta sætt við við skiptan hlut.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti