Chelsea missteig sig í toppbaráttunni Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. nóvember 2021 17:00 Matej Vydra skoraði jöfnunarmark Burnley EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Fyrir leikinn var Chelsea með þriggja stiga forystu í efsta sæti deildarinnar með 25 stig en Burnley, sem vann sinn fyrsta sigur í deildinni á dögunum, sátu í fallsæti með einungis sjö stig. Chelsea byrjaði leikinn miklu betur og það var í rauninni aðeins eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik. Heimamenn sóttu án afláts og átti Nick Pope algeran stórleik í marki Burnley. Hann kom þó ekki vörnum við þegar að Chelsea skoruðu fyrsta mark leiksins. á 33. mínútu fékk hinn sjóðheiti Reece James boltann úti á hægri vængnum og gaf fasta sendingu fyrir þar sem Kai Havertz var einn á auðum sjó og skallaði boltann í fjærhornið. 1-0 í hálfleik og ekki miklar líkur á endurkomu. Burnley tókst þó að jafna í síðari hálfleik. Á 79. mínútu átti Ashley Westwood leitandi sendingu inn á teiginn eftir klafs á miðjunni. Jay Rodriquez var þar einn á auðum sjó og skallaði boltann fyrir fætur Mtej Vydra sem þakkaði kærlega fyrir sig og jafnaði. Þvert gegn gangi leiksins þó svo að þeir bláklæddu hefðu verið farnir að slaka á klónni. Þannig lauk svo leiknum. Levelling up #UTC pic.twitter.com/qLJumWcMgI— Burnley FC (@BurnleyOfficial) November 6, 2021 Dýrt jafntefli fyrir Chelsea í toppbaráttunni. Liðið hafði algera yfirburði, var 70% með boltann, átti 24 skot að marki og 14 hornspyrnur. Því miður fyrir Chelsea þá telur þessi tölfræði lítið ef það eru ekki skoruð mörk. Tveir aðrir leikir fóru einnig fram klukkan þrjú. Norwich vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði Brentford á heimavelli 2-1. Það voru þeir Mathias Normann og Teemu Pukki sem skoruðu mörkin fyrir kanarífuglana áður en Rico Henry minkaði muninn fyrir gestina. Norwich er þá í 19. sæti með fimm stig en Brentford í því 14. með tólf stig. Crystal Palace heldur áfram góðri siglingu undir stjórn Patrick Vieira. Liðið fékk Wolves í heimsókn og vann öruggan 2-0 sigur. Wilfried Zaha og Conor Gallagher skoruðu mörkin fyrir Palace sem er komið upp í efri hluta deildarinnar og situr í 9. sæti með 15 stig. Wolves eru í 8. sæti með 16. Enski boltinn
Fyrir leikinn var Chelsea með þriggja stiga forystu í efsta sæti deildarinnar með 25 stig en Burnley, sem vann sinn fyrsta sigur í deildinni á dögunum, sátu í fallsæti með einungis sjö stig. Chelsea byrjaði leikinn miklu betur og það var í rauninni aðeins eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik. Heimamenn sóttu án afláts og átti Nick Pope algeran stórleik í marki Burnley. Hann kom þó ekki vörnum við þegar að Chelsea skoruðu fyrsta mark leiksins. á 33. mínútu fékk hinn sjóðheiti Reece James boltann úti á hægri vængnum og gaf fasta sendingu fyrir þar sem Kai Havertz var einn á auðum sjó og skallaði boltann í fjærhornið. 1-0 í hálfleik og ekki miklar líkur á endurkomu. Burnley tókst þó að jafna í síðari hálfleik. Á 79. mínútu átti Ashley Westwood leitandi sendingu inn á teiginn eftir klafs á miðjunni. Jay Rodriquez var þar einn á auðum sjó og skallaði boltann fyrir fætur Mtej Vydra sem þakkaði kærlega fyrir sig og jafnaði. Þvert gegn gangi leiksins þó svo að þeir bláklæddu hefðu verið farnir að slaka á klónni. Þannig lauk svo leiknum. Levelling up #UTC pic.twitter.com/qLJumWcMgI— Burnley FC (@BurnleyOfficial) November 6, 2021 Dýrt jafntefli fyrir Chelsea í toppbaráttunni. Liðið hafði algera yfirburði, var 70% með boltann, átti 24 skot að marki og 14 hornspyrnur. Því miður fyrir Chelsea þá telur þessi tölfræði lítið ef það eru ekki skoruð mörk. Tveir aðrir leikir fóru einnig fram klukkan þrjú. Norwich vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði Brentford á heimavelli 2-1. Það voru þeir Mathias Normann og Teemu Pukki sem skoruðu mörkin fyrir kanarífuglana áður en Rico Henry minkaði muninn fyrir gestina. Norwich er þá í 19. sæti með fimm stig en Brentford í því 14. með tólf stig. Crystal Palace heldur áfram góðri siglingu undir stjórn Patrick Vieira. Liðið fékk Wolves í heimsókn og vann öruggan 2-0 sigur. Wilfried Zaha og Conor Gallagher skoruðu mörkin fyrir Palace sem er komið upp í efri hluta deildarinnar og situr í 9. sæti með 15 stig. Wolves eru í 8. sæti með 16.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti