Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-25 | Valur á toppinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2021 18:44 Hildigunnur Einarsdóttir átti góðan leik fyrir Val gegn Fram. vísir/elín björg Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. Úrslitin réðust á lokasekúndunum. Hulda Dís Þrastardóttir fékk tveggja mínútna brottvísun þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og í kjölfarið minnkaði Karen Knútsdóttir muninn í eitt mark, 24-25. Karen fékk svo tækifæri til að jafna en skaut í stöng. Valskonur fóru í sókn en Hafdís Renötudóttir varði frá Auði Esti Gestsdótttur. Framkonur fengu því tækifæri til að jafna en skot Hildar Þorgeirsdóttur fór framhjá og sigurinn því Valskvenna. Morgan Marie Þorkelsdóttir og Mariam Eradze skoruðu fimm mörk hvor fyrir Val og Auður Ester og Thea Imani Sturludóttir sitt hvor fjögur mörkin. Markvarslan hjá Val var frábær. Sara Sif Helgadóttir varði tíu skot í fyrri hálfleik (42 prósent) og Saga Sif Gísladóttir tíu í þeim seinni (fimmtíu prósent). Morgan Marie Þorkelsdóttir lék einkar vel fyrir Val.vísir/elín björg Þórey Rósa Stefánsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir skoruðu fimm mörk hvor fyrir Fram. Hafdís varði átján skot (42 prósent). Valskonur voru lengst af með frumkvæðið og voru sterkari aðilinn. Hraðinn var gríðarlega mikill í upphafi leiks og bæði lið spiluðu í fimmta gír. Valur komst þrisvar sinnum þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Fram endaði hann betur. Framkonur þéttu vörnina aðeins og Hafdís tók við sér í markinu eftir rólega byrjun. Hún varði meðal annars tvö vítaköst og jafnaði svo þegar hún kastaði boltanum í tómt mark Vals. Hálfleikstölur 14-14. Karen Knútsdóttir reynir skot að marki Vals.vísir/elín björg Fram byrjaði seinni hálfleikinn betur. Stella Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark hans og kom heimakonum yfir í fyrsta sinn, 15-14. Fram komst svo tveimur mörkum yfir, 19-17, þegar Karen skoraði þriðja mark liðsins í röð. Valskonur svöruðu þessu vel, með fjórum mörkum í röð og náðu aftur undirtökunum. Þegar fimm mínútur voru eftir kom Elín Rósa Magnúsdóttir Val þremur mörkum yfir, 21-24. Fram skoraði næstu tvö mörk en Mariam kom Val tveimur mörkum yfir, 23-25, með sínu fimmta marki. Brottvísun Huldu Dísar opnaði glugga fyrir Framkonur voru nálægt því að jafna. En Valskonur héldu út og unnu eins marks sigur, 24-25. Thea Imani Sturludóttir horfir á eftir boltanum.vísir/elín björg Af hverju vann Valur? Valskonur voru heilt yfir betri í leiknum þótt enginn afgangur hafi verið af sigrinum. Markvarsla Vals var til fyrirmyndar og sömu sögu er að segja af vörninni. Thea náði ekki sömu hæðum og fyrr á þessu tímabili en Morgan steig upp og átti flottan leik. Annars var leikurinn góð auglýsing fyrir Olís-deildina, vel spilaður og bensínið var botni nánast allan tímann. Auður Ester Gestsdóttir fer inn úr hægra horninu.vísir/elín björg Hverjar stóðu upp úr? Sara Sif varði vel í fyrri hálfleik en meiddist og spilaði ekkert í þeim seinni. Það breytti litlu því Saga Sif átti frábæra innkomu og varði helming þeirra skota sem hún fékk á sig. Morgan lék stórvel í sókninni sem og Auður Ester. Þá skoraði Mariam mikilvæg mörk og var öflug í vörninni. Sömu sögu er að segja af Hildigunni Einarsdóttur sem var líka áberandi í sókninni í fyrri hálfleik. Hafdís var besti leikmaður Fram og varði fjölda góðra færa. Emma Olsson átti einnig ágæta spretti. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði fimm mörk.vísir/elín björg Hvað gekk illa? Útilínan hjá Fram, þær Hildur, Karen og Ragnheiður, náðu sér ekki á strik. Þær skoruðu samtals tíu mörk en þurftu til þess 32 skot. Í ljósi þess er í raun ótrúlegt hversu nálægt því Fram var að ná í stig í leiknum. Hvað gerist næst? Valur getur haldið sigurgöngu sinni áfram þegar liðið fær ÍBV í heimsókn á miðvikudaginn. Bæði lið eiga svo leiki á laugardaginn. Valur mætir KA/Þór á Hlíðarenda á meðan Fram fer til Vestmannaeyja og mætir ÍBV. Saga Sif: Allt með okkur og þetta var ótrúlega gaman Saga Sif Gísladóttir (önnur frá vinstri) fagnar í leikslok.vísir/elín björg Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals gegn Fram. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. „Þetta gerist ekki betra. Þetta var jafn leikur allan tímann. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir,“ sagði Saga eftir leik. Hún segir að þær Sara myndi gott markvarðateymi. „Ég er svo ánægð með þetta teymi. Svona á þetta að vera. Það er draumastaða fyrir öll lið að vera með tvo góða markverði og geta skipt svona. Þetta er frábært fyrir okkur og geggjað fyrir liðið,“ sagði Saga. En hver var lykilinn að sigrinum í dag? „Ég myndi segja að það væri vörnin. Hún var frábær bæði í fyrri og seinni hálfleik. Svo bara krafturinn og stemmningin. Það var allt með okkur og þetta var ótrúlega gaman,“ svaraði Saga. Framkonur eru þekktar fyrir að spila mjög hraðan leik en Valskonur gáfu þeim ekkert eftir í þeim efnum. „Við hlaupum alltaf rosalega mikið. Við keyrðum á þetta og hlupum með þeim,“ sagði Saga. Valskonur hafa byrjað tímabilið gríðarlega vel og unnið fyrstu fimm leiki sína í Olís-deildinni. „Þetta gerist ekki betra“. Svona á þetta að vera,“ sagði Saga að lokum. Stefán: Finnst útilínan eiga mikið inni Stefán Arnarson kvaðst ánægður með sitt lið þrátt fyrir tapið.vísir/elín björg Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var svekktur með tapið fyrir Val. „Það eru mikil vonbrigði að tapa. Maður vill helst ekki gera það,“ sagði Stefán. Varnarleikur Fram var ekki góður í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk á sig fjórtán mörk. „Við spiluðum ekki góða vörn í fyrri hálfleik en bættum það í þeim seinni,“ sagði Stefán. „Við lentum þremur mörkum undir í fyrri hálfleik en jöfnuðum. Ég var mjög ánægður með mitt lið að koma til baka. Seinni hálfleikurinn var jafn. Við gátum komist tveimur mörkum yfir þegar við klikkuðum á hraðaupphlaupi. Svo áttum við bara skot í stöng undir lokin.“ Stefán hefði viljað sjá betri frammistöðu frá útileikmönnum sínum í leiknum. „Mér finnst útilínan eiga mikið inni. Þetta eru frábærir leikmenn en voru kannski ekki upp á sitt besta í dag,“ sagði Stefán. „Þrátt fyrir það töpuðum við bara með einu marki. Það sýnir kannski styrk okkar. Ég er ánægður með liðið þrátt fyrir tapið.“ Olís-deild kvenna Fram Valur
Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. Úrslitin réðust á lokasekúndunum. Hulda Dís Þrastardóttir fékk tveggja mínútna brottvísun þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og í kjölfarið minnkaði Karen Knútsdóttir muninn í eitt mark, 24-25. Karen fékk svo tækifæri til að jafna en skaut í stöng. Valskonur fóru í sókn en Hafdís Renötudóttir varði frá Auði Esti Gestsdótttur. Framkonur fengu því tækifæri til að jafna en skot Hildar Þorgeirsdóttur fór framhjá og sigurinn því Valskvenna. Morgan Marie Þorkelsdóttir og Mariam Eradze skoruðu fimm mörk hvor fyrir Val og Auður Ester og Thea Imani Sturludóttir sitt hvor fjögur mörkin. Markvarslan hjá Val var frábær. Sara Sif Helgadóttir varði tíu skot í fyrri hálfleik (42 prósent) og Saga Sif Gísladóttir tíu í þeim seinni (fimmtíu prósent). Morgan Marie Þorkelsdóttir lék einkar vel fyrir Val.vísir/elín björg Þórey Rósa Stefánsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir skoruðu fimm mörk hvor fyrir Fram. Hafdís varði átján skot (42 prósent). Valskonur voru lengst af með frumkvæðið og voru sterkari aðilinn. Hraðinn var gríðarlega mikill í upphafi leiks og bæði lið spiluðu í fimmta gír. Valur komst þrisvar sinnum þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik en Fram endaði hann betur. Framkonur þéttu vörnina aðeins og Hafdís tók við sér í markinu eftir rólega byrjun. Hún varði meðal annars tvö vítaköst og jafnaði svo þegar hún kastaði boltanum í tómt mark Vals. Hálfleikstölur 14-14. Karen Knútsdóttir reynir skot að marki Vals.vísir/elín björg Fram byrjaði seinni hálfleikinn betur. Stella Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark hans og kom heimakonum yfir í fyrsta sinn, 15-14. Fram komst svo tveimur mörkum yfir, 19-17, þegar Karen skoraði þriðja mark liðsins í röð. Valskonur svöruðu þessu vel, með fjórum mörkum í röð og náðu aftur undirtökunum. Þegar fimm mínútur voru eftir kom Elín Rósa Magnúsdóttir Val þremur mörkum yfir, 21-24. Fram skoraði næstu tvö mörk en Mariam kom Val tveimur mörkum yfir, 23-25, með sínu fimmta marki. Brottvísun Huldu Dísar opnaði glugga fyrir Framkonur voru nálægt því að jafna. En Valskonur héldu út og unnu eins marks sigur, 24-25. Thea Imani Sturludóttir horfir á eftir boltanum.vísir/elín björg Af hverju vann Valur? Valskonur voru heilt yfir betri í leiknum þótt enginn afgangur hafi verið af sigrinum. Markvarsla Vals var til fyrirmyndar og sömu sögu er að segja af vörninni. Thea náði ekki sömu hæðum og fyrr á þessu tímabili en Morgan steig upp og átti flottan leik. Annars var leikurinn góð auglýsing fyrir Olís-deildina, vel spilaður og bensínið var botni nánast allan tímann. Auður Ester Gestsdóttir fer inn úr hægra horninu.vísir/elín björg Hverjar stóðu upp úr? Sara Sif varði vel í fyrri hálfleik en meiddist og spilaði ekkert í þeim seinni. Það breytti litlu því Saga Sif átti frábæra innkomu og varði helming þeirra skota sem hún fékk á sig. Morgan lék stórvel í sókninni sem og Auður Ester. Þá skoraði Mariam mikilvæg mörk og var öflug í vörninni. Sömu sögu er að segja af Hildigunni Einarsdóttur sem var líka áberandi í sókninni í fyrri hálfleik. Hafdís var besti leikmaður Fram og varði fjölda góðra færa. Emma Olsson átti einnig ágæta spretti. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði fimm mörk.vísir/elín björg Hvað gekk illa? Útilínan hjá Fram, þær Hildur, Karen og Ragnheiður, náðu sér ekki á strik. Þær skoruðu samtals tíu mörk en þurftu til þess 32 skot. Í ljósi þess er í raun ótrúlegt hversu nálægt því Fram var að ná í stig í leiknum. Hvað gerist næst? Valur getur haldið sigurgöngu sinni áfram þegar liðið fær ÍBV í heimsókn á miðvikudaginn. Bæði lið eiga svo leiki á laugardaginn. Valur mætir KA/Þór á Hlíðarenda á meðan Fram fer til Vestmannaeyja og mætir ÍBV. Saga Sif: Allt með okkur og þetta var ótrúlega gaman Saga Sif Gísladóttir (önnur frá vinstri) fagnar í leikslok.vísir/elín björg Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals gegn Fram. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. „Þetta gerist ekki betra. Þetta var jafn leikur allan tímann. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir,“ sagði Saga eftir leik. Hún segir að þær Sara myndi gott markvarðateymi. „Ég er svo ánægð með þetta teymi. Svona á þetta að vera. Það er draumastaða fyrir öll lið að vera með tvo góða markverði og geta skipt svona. Þetta er frábært fyrir okkur og geggjað fyrir liðið,“ sagði Saga. En hver var lykilinn að sigrinum í dag? „Ég myndi segja að það væri vörnin. Hún var frábær bæði í fyrri og seinni hálfleik. Svo bara krafturinn og stemmningin. Það var allt með okkur og þetta var ótrúlega gaman,“ svaraði Saga. Framkonur eru þekktar fyrir að spila mjög hraðan leik en Valskonur gáfu þeim ekkert eftir í þeim efnum. „Við hlaupum alltaf rosalega mikið. Við keyrðum á þetta og hlupum með þeim,“ sagði Saga. Valskonur hafa byrjað tímabilið gríðarlega vel og unnið fyrstu fimm leiki sína í Olís-deildinni. „Þetta gerist ekki betra“. Svona á þetta að vera,“ sagði Saga að lokum. Stefán: Finnst útilínan eiga mikið inni Stefán Arnarson kvaðst ánægður með sitt lið þrátt fyrir tapið.vísir/elín björg Stefán Arnarson, þjálfari Fram, var svekktur með tapið fyrir Val. „Það eru mikil vonbrigði að tapa. Maður vill helst ekki gera það,“ sagði Stefán. Varnarleikur Fram var ekki góður í fyrri hálfleik þar sem liðið fékk á sig fjórtán mörk. „Við spiluðum ekki góða vörn í fyrri hálfleik en bættum það í þeim seinni,“ sagði Stefán. „Við lentum þremur mörkum undir í fyrri hálfleik en jöfnuðum. Ég var mjög ánægður með mitt lið að koma til baka. Seinni hálfleikurinn var jafn. Við gátum komist tveimur mörkum yfir þegar við klikkuðum á hraðaupphlaupi. Svo áttum við bara skot í stöng undir lokin.“ Stefán hefði viljað sjá betri frammistöðu frá útileikmönnum sínum í leiknum. „Mér finnst útilínan eiga mikið inni. Þetta eru frábærir leikmenn en voru kannski ekki upp á sitt besta í dag,“ sagði Stefán. „Þrátt fyrir það töpuðum við bara með einu marki. Það sýnir kannski styrk okkar. Ég er ánægður með liðið þrátt fyrir tapið.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti