Fótbolti

Tognaði illa aftan í læri og verður frá næsta mánuðinn hinn minnsta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Firmino verður ekki með Liverpool í nóvember mánuði.
Firmino verður ekki með Liverpool í nóvember mánuði. EPA-EFE/Peter Powell

Liverpool lagði Atlético Madríd 2-0 í Meistaradeild Evrópu í vikunni en sigurinn kostaði sitt. Brasilíski framherjinn Roberto Firmino tognaði illa aftan í læri í leiknum og verður frá í mánuð hið minnsta.

Þetta staðfesti Jürgen Klopp, þjálfari liðsins, á blaðamannafundi í dag. Hann segir það mikið áfall að missa Firmino í meiðsli en Brasilíumaðurinn er einkar mikilvægur þegar kemur að sóknarleik Liverpool-liðsins.

„Þetta eru alvarleg meiðsli, einhverjar vikur hið minnsta og fleiri en fjórar. Það met ég sem alvarleg meiðsli. Þó Firmino sé venjulega fljótur að ná sér af meiðslum verðum við bara að bíða og sjá,“ sagði Klopp fyrr í dag.

Liverpool heimsækir West Ham United á sunnudag í áhugaverðum leik en bæði lið eru á góðu skriði. Liverpool er í 2. sæti með 22 stig að loknum 10 leikjum á meðan West Ham er í 4. sæti með 20 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×